Erlent

77 ára fangelsi fyrir veiðiþjófnað

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Suður-Afrísk yfirvöld reyna hvað þau geta til að stemma stigu við veiðiþjófnaði.
Suður-Afrísk yfirvöld reyna hvað þau geta til að stemma stigu við veiðiþjófnaði. VÍSIR/AFP
Suður-Afrískur veiðiþjófur hefur verið dæmur í 77 ára fangelsisvist fyrir að drepa þrjá nashyrningskálfa árið 2011. Er þetta einhver þyngsti dómur sem felldur hefur verið fyrir brot af þessu tagi og hafa dýraverndunarsamtök kallað niðurstöðu dómsins „stóran sigur fyrir nashyrninga“.

Veiðiþjófurinn, Mandla Chauke, var einnig dæmdur fyrir morðið á samstarfsmanni sínum sem lést í skotbardaga við landverði í hinum fræga Kruger þjóðgarði í Suður-Afríku.

Alls drápu veiðiþjófar 1004 nashyrningar í landinu í fyrra og óttast suður-afrísk yfirvöld að þeir deyi fljótt út. Sjötíu prósent allra nashyrninga heimsins má finna í Suður-Afríku. Suður-Afrískir dómstólar hafa skorið upp herör gegn veiðiþjófnaði og er fyrrgreindur dómur liður í að stemma stigu við vandamálinum.

Tælenskur maður var dæmdur í 40 ára fangelsi árið 2012 fyrir að selja nashyrningshorn en kílóverðið á hornunum slagar upp í 11 milljónir króna og eru þau því verðmætari en gull. Kaupendur hornanna eru flestir frá Asíu og Austurlöndum nær en nashyrningshornin eru fyrst og fremst stöðutákn. Einnig eru þau talin getað læknað sjúkdóma þrátt fyrir að engar sannanir renni stoðum undir þá fullyrðingu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×