62 auðkýfingar Stefán Jón Hafstein skrifar 23. janúar 2016 07:00 Sextíu og tveir auðkýfingar í heiminum eiga meiri eignir en fátækari helmingur mannkyns, 3,6 milljarðar. Ég vil skoða þetta í því samhengi að mannkyn allt stendur nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum upp á líf og dauða. Sönnun þess er að á liðnu ári komu ríki veraldar saman, ekki einu sinni heldur tvisvar, og gáfu öllu mannkyni þau hátíðlegu loforð að bjarga heiminum. Fyrst með því að samþykkja heimsmarkmið um sjálfbæra þróun: Eyða fátækt og hungri, auka jöfnuð, bæta jafnrétti kynja, stuðla að friði – og á að uppfylla eftir fimmtán stutt ár. Svo ætla ríki heimsins að stöðva hnattræna hlýnun sem ógnar vistkerfi okkar og lífi. Við ætlum að bjarga heiminum – en hann vill ekkert endilega láta bjarga sér.Hver borgar? Loforð um sjálfbær heimsmarkmið fyrir árið 2030 kosta gríðarlegt fé. Við gætum spurt: Hvernig er sú tala í samanburði við framlög til þróunarmála til þessa? Örfá velmegandi ríki heims hafa náð því yfirlýsta markmiði að veita 0,7% af landsframleiðslu til þróunarmála. Þetta einfalda loforð sem ekki hefur verið efnt þyrfti nú að tvöfalda eða þrefalda. Hvað þá með hitt stóra loforðið um að stöðva hlýnun jarðar sem hefur staðið síðan iðnbylting hófst fyrir 200 árum? Hér dugar ekkert minna en umskipti á lífsháttum, efnahagslífi, daglegum neysluvenjum. Nýbyltingin þarf að vera á sams konar stærðarkvarða og iðnbyltingin sjálf, nema á miklu skemmri tíma. Þessi nýbylting er ekki bara nauðsynleg heldur stórhættuleg – fyrir þá sem græða á óbreyttu ástandi. Til dæmis fyrir þennan smáhóp jarðarbúa sem á meira en helmingur mannkyns. Jafnvel líka fyrir þetta eina prósent Íslendinga sem á næstum fjórðung af öllum auði Íslands.EKKI sameiginlegir hagsmunir Loforð mannkyns til handa sjálfu sér eru merkileg heimspólitísk tíðindi. Við, þessi mörgu, ætlum ekki endalaust að borga fyrir forréttindi hinna fáu. Í þessu samhengi held ég að undirstaða allra framfara fyrir mannkyn felist í tvennu: Auknum jöfnuði og auknu lýðræði. Óhóflegur auður færir ríku fólki óhófleg völd. Það kaupir sér stjórnmálamenn, alþjóðabanka, lögfræðingaheri og hagfræðingastóð sem skilgreina tilgang lífsins út frá auðvaldshagsmunum sínum. Þessi áróður grefur sig inn í menntamusteri og fjölmiðla, menningu og umræðu eins og veira sem borar sig inn í hverja frumu samfélagsins og leitast við að útrýma mótstöðuafli almannahagsmuna. Jafnari auður skapar ný valdahlutföll og leiðin til þess er meira lýðræði – betra lýðræði. Það er útilokað að ímynda sér að þeir 62 auðkýfingar sem eiga samtals meira af eignum en fátækasti helmingur mannkyns vilji skipta upp á nýtt.Samhengið við Ísland Fyrir nokkrum vikum hitti ég unga konu frá Kólumbíu, hún vinnur fyrir friðarsamtök sem stilla til friðar á átakasvæðum í meira en 20 löndum. Friðarferli á átakasvæðum er það erfiðasta sem fólk kemst í. Svo ég spurði þessa ungu konu, hvaða aðferð notið þið við svona erfiðar aðstæður? „Við leitum uppi möguleika til að skapa tækifæri,“ sagði hún. Tækifærin eru ekki þarna úti og bíða eftir að vera uppgötvuð, þau eru búin til. Samtökin leita uppi velviljaða leikendur á sviðinu, félög, fólk, stofnanir, fyrirtæki - og skapa sambönd. Leiða saman fólk til samstarfs sem oft vissi ekki um hvert annað. Samstarfið felst í að setja raunhæf markmið og hrinda þeim í framkvæmd. Oftast framhjá ríkjandi valdhöfum og hefðbundnum stofnunum. Með þessu tengist fólk þvert á hagsmuni, stjórnmálaflokka, landamæri, stríðslínur eða trúarbragðakryt. Ný spyr ég: Ef þessi aðferð virkar á átakasvæðum, gæti hún dugað okkur líka í átökum heima á Íslandi? Brjóta upp hin hefðbundnu stjórnmál og skapa samvinnu- og samfélagsvettvang sem fylgir ekki hefðbundnum valdastrúktúr heldur brýtur hann niður? Því hvort sem er á heimsvísu eða heimavísu er öruggt að það hagsmunakerfi sem skóp vandann mun ekki leggja sjálft sig niður til að leysa hann.Nauðsyn þess að byrja heima Þegar Ísland samþykkti að afmá fátækt átti það líka við um fátækt á Íslandi. Fátækir á Íslandi eru um 10% af landsmönnum. Barnahjálpin bendir á splunkunýja rannsókn sem sýnir að 10% barna í landinu líði skort og 2-3% mikinn skort. Í áratugi hefur verið talað um að hinar gríðarlegu auðlindir Íslendinga verði lýstar þjóðareign í stjórnarskrá. Nú er enn ein stjórnarskrárnefndin að gefast upp. Lífsþreytt valdastofnun sem nýtur trausts innan við 20% landsmanna hundsar kröfu meirihluta Íslendinga um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tugir þúsunda landsmanna samþykktu að það synjunarvald á lögum frá Alþingi sem forseti Íslands einn hefur nú – án reglu eða festu – verði falið þjóðinni til að veita fulltrúalýðræðinu aðhald. Þessi sáraeinfalda tillaga er drepin. Svona birtist okkur að jafnvel á Íslandi eru sömu átök og standa um allan heim. Um jöfnuð, forræði yfir auðlindum og lýðræðislegan rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Sextíu og tveir auðkýfingar í heiminum eiga meiri eignir en fátækari helmingur mannkyns, 3,6 milljarðar. Ég vil skoða þetta í því samhengi að mannkyn allt stendur nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum upp á líf og dauða. Sönnun þess er að á liðnu ári komu ríki veraldar saman, ekki einu sinni heldur tvisvar, og gáfu öllu mannkyni þau hátíðlegu loforð að bjarga heiminum. Fyrst með því að samþykkja heimsmarkmið um sjálfbæra þróun: Eyða fátækt og hungri, auka jöfnuð, bæta jafnrétti kynja, stuðla að friði – og á að uppfylla eftir fimmtán stutt ár. Svo ætla ríki heimsins að stöðva hnattræna hlýnun sem ógnar vistkerfi okkar og lífi. Við ætlum að bjarga heiminum – en hann vill ekkert endilega láta bjarga sér.Hver borgar? Loforð um sjálfbær heimsmarkmið fyrir árið 2030 kosta gríðarlegt fé. Við gætum spurt: Hvernig er sú tala í samanburði við framlög til þróunarmála til þessa? Örfá velmegandi ríki heims hafa náð því yfirlýsta markmiði að veita 0,7% af landsframleiðslu til þróunarmála. Þetta einfalda loforð sem ekki hefur verið efnt þyrfti nú að tvöfalda eða þrefalda. Hvað þá með hitt stóra loforðið um að stöðva hlýnun jarðar sem hefur staðið síðan iðnbylting hófst fyrir 200 árum? Hér dugar ekkert minna en umskipti á lífsháttum, efnahagslífi, daglegum neysluvenjum. Nýbyltingin þarf að vera á sams konar stærðarkvarða og iðnbyltingin sjálf, nema á miklu skemmri tíma. Þessi nýbylting er ekki bara nauðsynleg heldur stórhættuleg – fyrir þá sem græða á óbreyttu ástandi. Til dæmis fyrir þennan smáhóp jarðarbúa sem á meira en helmingur mannkyns. Jafnvel líka fyrir þetta eina prósent Íslendinga sem á næstum fjórðung af öllum auði Íslands.EKKI sameiginlegir hagsmunir Loforð mannkyns til handa sjálfu sér eru merkileg heimspólitísk tíðindi. Við, þessi mörgu, ætlum ekki endalaust að borga fyrir forréttindi hinna fáu. Í þessu samhengi held ég að undirstaða allra framfara fyrir mannkyn felist í tvennu: Auknum jöfnuði og auknu lýðræði. Óhóflegur auður færir ríku fólki óhófleg völd. Það kaupir sér stjórnmálamenn, alþjóðabanka, lögfræðingaheri og hagfræðingastóð sem skilgreina tilgang lífsins út frá auðvaldshagsmunum sínum. Þessi áróður grefur sig inn í menntamusteri og fjölmiðla, menningu og umræðu eins og veira sem borar sig inn í hverja frumu samfélagsins og leitast við að útrýma mótstöðuafli almannahagsmuna. Jafnari auður skapar ný valdahlutföll og leiðin til þess er meira lýðræði – betra lýðræði. Það er útilokað að ímynda sér að þeir 62 auðkýfingar sem eiga samtals meira af eignum en fátækasti helmingur mannkyns vilji skipta upp á nýtt.Samhengið við Ísland Fyrir nokkrum vikum hitti ég unga konu frá Kólumbíu, hún vinnur fyrir friðarsamtök sem stilla til friðar á átakasvæðum í meira en 20 löndum. Friðarferli á átakasvæðum er það erfiðasta sem fólk kemst í. Svo ég spurði þessa ungu konu, hvaða aðferð notið þið við svona erfiðar aðstæður? „Við leitum uppi möguleika til að skapa tækifæri,“ sagði hún. Tækifærin eru ekki þarna úti og bíða eftir að vera uppgötvuð, þau eru búin til. Samtökin leita uppi velviljaða leikendur á sviðinu, félög, fólk, stofnanir, fyrirtæki - og skapa sambönd. Leiða saman fólk til samstarfs sem oft vissi ekki um hvert annað. Samstarfið felst í að setja raunhæf markmið og hrinda þeim í framkvæmd. Oftast framhjá ríkjandi valdhöfum og hefðbundnum stofnunum. Með þessu tengist fólk þvert á hagsmuni, stjórnmálaflokka, landamæri, stríðslínur eða trúarbragðakryt. Ný spyr ég: Ef þessi aðferð virkar á átakasvæðum, gæti hún dugað okkur líka í átökum heima á Íslandi? Brjóta upp hin hefðbundnu stjórnmál og skapa samvinnu- og samfélagsvettvang sem fylgir ekki hefðbundnum valdastrúktúr heldur brýtur hann niður? Því hvort sem er á heimsvísu eða heimavísu er öruggt að það hagsmunakerfi sem skóp vandann mun ekki leggja sjálft sig niður til að leysa hann.Nauðsyn þess að byrja heima Þegar Ísland samþykkti að afmá fátækt átti það líka við um fátækt á Íslandi. Fátækir á Íslandi eru um 10% af landsmönnum. Barnahjálpin bendir á splunkunýja rannsókn sem sýnir að 10% barna í landinu líði skort og 2-3% mikinn skort. Í áratugi hefur verið talað um að hinar gríðarlegu auðlindir Íslendinga verði lýstar þjóðareign í stjórnarskrá. Nú er enn ein stjórnarskrárnefndin að gefast upp. Lífsþreytt valdastofnun sem nýtur trausts innan við 20% landsmanna hundsar kröfu meirihluta Íslendinga um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tugir þúsunda landsmanna samþykktu að það synjunarvald á lögum frá Alþingi sem forseti Íslands einn hefur nú – án reglu eða festu – verði falið þjóðinni til að veita fulltrúalýðræðinu aðhald. Þessi sáraeinfalda tillaga er drepin. Svona birtist okkur að jafnvel á Íslandi eru sömu átök og standa um allan heim. Um jöfnuð, forræði yfir auðlindum og lýðræðislegan rétt.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun