62 auðkýfingar Stefán Jón Hafstein skrifar 23. janúar 2016 07:00 Sextíu og tveir auðkýfingar í heiminum eiga meiri eignir en fátækari helmingur mannkyns, 3,6 milljarðar. Ég vil skoða þetta í því samhengi að mannkyn allt stendur nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum upp á líf og dauða. Sönnun þess er að á liðnu ári komu ríki veraldar saman, ekki einu sinni heldur tvisvar, og gáfu öllu mannkyni þau hátíðlegu loforð að bjarga heiminum. Fyrst með því að samþykkja heimsmarkmið um sjálfbæra þróun: Eyða fátækt og hungri, auka jöfnuð, bæta jafnrétti kynja, stuðla að friði – og á að uppfylla eftir fimmtán stutt ár. Svo ætla ríki heimsins að stöðva hnattræna hlýnun sem ógnar vistkerfi okkar og lífi. Við ætlum að bjarga heiminum – en hann vill ekkert endilega láta bjarga sér.Hver borgar? Loforð um sjálfbær heimsmarkmið fyrir árið 2030 kosta gríðarlegt fé. Við gætum spurt: Hvernig er sú tala í samanburði við framlög til þróunarmála til þessa? Örfá velmegandi ríki heims hafa náð því yfirlýsta markmiði að veita 0,7% af landsframleiðslu til þróunarmála. Þetta einfalda loforð sem ekki hefur verið efnt þyrfti nú að tvöfalda eða þrefalda. Hvað þá með hitt stóra loforðið um að stöðva hlýnun jarðar sem hefur staðið síðan iðnbylting hófst fyrir 200 árum? Hér dugar ekkert minna en umskipti á lífsháttum, efnahagslífi, daglegum neysluvenjum. Nýbyltingin þarf að vera á sams konar stærðarkvarða og iðnbyltingin sjálf, nema á miklu skemmri tíma. Þessi nýbylting er ekki bara nauðsynleg heldur stórhættuleg – fyrir þá sem græða á óbreyttu ástandi. Til dæmis fyrir þennan smáhóp jarðarbúa sem á meira en helmingur mannkyns. Jafnvel líka fyrir þetta eina prósent Íslendinga sem á næstum fjórðung af öllum auði Íslands.EKKI sameiginlegir hagsmunir Loforð mannkyns til handa sjálfu sér eru merkileg heimspólitísk tíðindi. Við, þessi mörgu, ætlum ekki endalaust að borga fyrir forréttindi hinna fáu. Í þessu samhengi held ég að undirstaða allra framfara fyrir mannkyn felist í tvennu: Auknum jöfnuði og auknu lýðræði. Óhóflegur auður færir ríku fólki óhófleg völd. Það kaupir sér stjórnmálamenn, alþjóðabanka, lögfræðingaheri og hagfræðingastóð sem skilgreina tilgang lífsins út frá auðvaldshagsmunum sínum. Þessi áróður grefur sig inn í menntamusteri og fjölmiðla, menningu og umræðu eins og veira sem borar sig inn í hverja frumu samfélagsins og leitast við að útrýma mótstöðuafli almannahagsmuna. Jafnari auður skapar ný valdahlutföll og leiðin til þess er meira lýðræði – betra lýðræði. Það er útilokað að ímynda sér að þeir 62 auðkýfingar sem eiga samtals meira af eignum en fátækasti helmingur mannkyns vilji skipta upp á nýtt.Samhengið við Ísland Fyrir nokkrum vikum hitti ég unga konu frá Kólumbíu, hún vinnur fyrir friðarsamtök sem stilla til friðar á átakasvæðum í meira en 20 löndum. Friðarferli á átakasvæðum er það erfiðasta sem fólk kemst í. Svo ég spurði þessa ungu konu, hvaða aðferð notið þið við svona erfiðar aðstæður? „Við leitum uppi möguleika til að skapa tækifæri,“ sagði hún. Tækifærin eru ekki þarna úti og bíða eftir að vera uppgötvuð, þau eru búin til. Samtökin leita uppi velviljaða leikendur á sviðinu, félög, fólk, stofnanir, fyrirtæki - og skapa sambönd. Leiða saman fólk til samstarfs sem oft vissi ekki um hvert annað. Samstarfið felst í að setja raunhæf markmið og hrinda þeim í framkvæmd. Oftast framhjá ríkjandi valdhöfum og hefðbundnum stofnunum. Með þessu tengist fólk þvert á hagsmuni, stjórnmálaflokka, landamæri, stríðslínur eða trúarbragðakryt. Ný spyr ég: Ef þessi aðferð virkar á átakasvæðum, gæti hún dugað okkur líka í átökum heima á Íslandi? Brjóta upp hin hefðbundnu stjórnmál og skapa samvinnu- og samfélagsvettvang sem fylgir ekki hefðbundnum valdastrúktúr heldur brýtur hann niður? Því hvort sem er á heimsvísu eða heimavísu er öruggt að það hagsmunakerfi sem skóp vandann mun ekki leggja sjálft sig niður til að leysa hann.Nauðsyn þess að byrja heima Þegar Ísland samþykkti að afmá fátækt átti það líka við um fátækt á Íslandi. Fátækir á Íslandi eru um 10% af landsmönnum. Barnahjálpin bendir á splunkunýja rannsókn sem sýnir að 10% barna í landinu líði skort og 2-3% mikinn skort. Í áratugi hefur verið talað um að hinar gríðarlegu auðlindir Íslendinga verði lýstar þjóðareign í stjórnarskrá. Nú er enn ein stjórnarskrárnefndin að gefast upp. Lífsþreytt valdastofnun sem nýtur trausts innan við 20% landsmanna hundsar kröfu meirihluta Íslendinga um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tugir þúsunda landsmanna samþykktu að það synjunarvald á lögum frá Alþingi sem forseti Íslands einn hefur nú – án reglu eða festu – verði falið þjóðinni til að veita fulltrúalýðræðinu aðhald. Þessi sáraeinfalda tillaga er drepin. Svona birtist okkur að jafnvel á Íslandi eru sömu átök og standa um allan heim. Um jöfnuð, forræði yfir auðlindum og lýðræðislegan rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Sextíu og tveir auðkýfingar í heiminum eiga meiri eignir en fátækari helmingur mannkyns, 3,6 milljarðar. Ég vil skoða þetta í því samhengi að mannkyn allt stendur nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum upp á líf og dauða. Sönnun þess er að á liðnu ári komu ríki veraldar saman, ekki einu sinni heldur tvisvar, og gáfu öllu mannkyni þau hátíðlegu loforð að bjarga heiminum. Fyrst með því að samþykkja heimsmarkmið um sjálfbæra þróun: Eyða fátækt og hungri, auka jöfnuð, bæta jafnrétti kynja, stuðla að friði – og á að uppfylla eftir fimmtán stutt ár. Svo ætla ríki heimsins að stöðva hnattræna hlýnun sem ógnar vistkerfi okkar og lífi. Við ætlum að bjarga heiminum – en hann vill ekkert endilega láta bjarga sér.Hver borgar? Loforð um sjálfbær heimsmarkmið fyrir árið 2030 kosta gríðarlegt fé. Við gætum spurt: Hvernig er sú tala í samanburði við framlög til þróunarmála til þessa? Örfá velmegandi ríki heims hafa náð því yfirlýsta markmiði að veita 0,7% af landsframleiðslu til þróunarmála. Þetta einfalda loforð sem ekki hefur verið efnt þyrfti nú að tvöfalda eða þrefalda. Hvað þá með hitt stóra loforðið um að stöðva hlýnun jarðar sem hefur staðið síðan iðnbylting hófst fyrir 200 árum? Hér dugar ekkert minna en umskipti á lífsháttum, efnahagslífi, daglegum neysluvenjum. Nýbyltingin þarf að vera á sams konar stærðarkvarða og iðnbyltingin sjálf, nema á miklu skemmri tíma. Þessi nýbylting er ekki bara nauðsynleg heldur stórhættuleg – fyrir þá sem græða á óbreyttu ástandi. Til dæmis fyrir þennan smáhóp jarðarbúa sem á meira en helmingur mannkyns. Jafnvel líka fyrir þetta eina prósent Íslendinga sem á næstum fjórðung af öllum auði Íslands.EKKI sameiginlegir hagsmunir Loforð mannkyns til handa sjálfu sér eru merkileg heimspólitísk tíðindi. Við, þessi mörgu, ætlum ekki endalaust að borga fyrir forréttindi hinna fáu. Í þessu samhengi held ég að undirstaða allra framfara fyrir mannkyn felist í tvennu: Auknum jöfnuði og auknu lýðræði. Óhóflegur auður færir ríku fólki óhófleg völd. Það kaupir sér stjórnmálamenn, alþjóðabanka, lögfræðingaheri og hagfræðingastóð sem skilgreina tilgang lífsins út frá auðvaldshagsmunum sínum. Þessi áróður grefur sig inn í menntamusteri og fjölmiðla, menningu og umræðu eins og veira sem borar sig inn í hverja frumu samfélagsins og leitast við að útrýma mótstöðuafli almannahagsmuna. Jafnari auður skapar ný valdahlutföll og leiðin til þess er meira lýðræði – betra lýðræði. Það er útilokað að ímynda sér að þeir 62 auðkýfingar sem eiga samtals meira af eignum en fátækasti helmingur mannkyns vilji skipta upp á nýtt.Samhengið við Ísland Fyrir nokkrum vikum hitti ég unga konu frá Kólumbíu, hún vinnur fyrir friðarsamtök sem stilla til friðar á átakasvæðum í meira en 20 löndum. Friðarferli á átakasvæðum er það erfiðasta sem fólk kemst í. Svo ég spurði þessa ungu konu, hvaða aðferð notið þið við svona erfiðar aðstæður? „Við leitum uppi möguleika til að skapa tækifæri,“ sagði hún. Tækifærin eru ekki þarna úti og bíða eftir að vera uppgötvuð, þau eru búin til. Samtökin leita uppi velviljaða leikendur á sviðinu, félög, fólk, stofnanir, fyrirtæki - og skapa sambönd. Leiða saman fólk til samstarfs sem oft vissi ekki um hvert annað. Samstarfið felst í að setja raunhæf markmið og hrinda þeim í framkvæmd. Oftast framhjá ríkjandi valdhöfum og hefðbundnum stofnunum. Með þessu tengist fólk þvert á hagsmuni, stjórnmálaflokka, landamæri, stríðslínur eða trúarbragðakryt. Ný spyr ég: Ef þessi aðferð virkar á átakasvæðum, gæti hún dugað okkur líka í átökum heima á Íslandi? Brjóta upp hin hefðbundnu stjórnmál og skapa samvinnu- og samfélagsvettvang sem fylgir ekki hefðbundnum valdastrúktúr heldur brýtur hann niður? Því hvort sem er á heimsvísu eða heimavísu er öruggt að það hagsmunakerfi sem skóp vandann mun ekki leggja sjálft sig niður til að leysa hann.Nauðsyn þess að byrja heima Þegar Ísland samþykkti að afmá fátækt átti það líka við um fátækt á Íslandi. Fátækir á Íslandi eru um 10% af landsmönnum. Barnahjálpin bendir á splunkunýja rannsókn sem sýnir að 10% barna í landinu líði skort og 2-3% mikinn skort. Í áratugi hefur verið talað um að hinar gríðarlegu auðlindir Íslendinga verði lýstar þjóðareign í stjórnarskrá. Nú er enn ein stjórnarskrárnefndin að gefast upp. Lífsþreytt valdastofnun sem nýtur trausts innan við 20% landsmanna hundsar kröfu meirihluta Íslendinga um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tugir þúsunda landsmanna samþykktu að það synjunarvald á lögum frá Alþingi sem forseti Íslands einn hefur nú – án reglu eða festu – verði falið þjóðinni til að veita fulltrúalýðræðinu aðhald. Þessi sáraeinfalda tillaga er drepin. Svona birtist okkur að jafnvel á Íslandi eru sömu átök og standa um allan heim. Um jöfnuð, forræði yfir auðlindum og lýðræðislegan rétt.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun