Enski boltinn

51 sending og mark hjá Liverpool | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Liverpool komst aftur á sigurbraut í gærkvöldi þegar liðið lagði Bournemouth, 3-1, í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. Raheem Sterling fór á kostum og skoraði tvö mörk fyrir rauða herinn.

Fyrsta mark Liverpool var magnað, en þar sendi liðið boltann 51 sinnum á milli sín áður en Sterling skallaði sendingu Jordans Hendersons í netið á 20. mínútu leiksins.

Sóknin tók tvær mínútur og 25 sekúndur og komu allir leikmenn Liverpool við boltann nema markvörðurinn Brad Jones.

Liverpool var búið að senda boltann 26 sinnum á milli manna áður en varnarmaður Bournemouth hreinsaði frá og gestirnir hófu 51-sendinga sóknina. Liverpool átti því 76 snertingar á boltann af 77 áður en það skoraði fyrsta markið.

Sigurinn fleytti Liverpool í undanúrslitin þar sem liðið mætir Chelsea heima og að heiman á nýju ári.

Þetta flotta liðsmark má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Liverpool og Tottenham í undanúrslitin - Sterling skoraði tvö

Ensku úrvalsdeildarliðin Liverpool og Tottenham tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum enska deildabikarsins. Liverpool sló út b-deildarliðið Bournemouth á útivelli en Tottenham vann 4-0 stórsigur á Newcastle á heimavelli.

Rodgers óttast ekki að missa Sterling

Það er mikið rætt og ritað um framtíð Raheem Sterling hjá Liverpool en ekki hefur gengið að fá leikmanninn unga til þess að skrifa undir nýjan samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×