Innlent

40 þúsund SMS til landsmanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Akureyri í morgun.
Frá Akureyri í morgun. MYnd/Akureyri.is
Almannavarnir hafa sent út SMS skilaboð vegna brennisteinsdíoxíðs mengunar á vestur- og norðurlandi nú í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá símafyrirtækjunum hafa nú þegar verið send út rúmlega 40.000 SMS skilaboð í 25.000 GSM síma bæði á íslensku og ensku.

„Í þessu samhengi er rétt að árétta að SMS skilaboð eru viðbótar viðvörunartæki til þess að auðvelda almannavörnum að ná til íbúa ákveðins svæðis. Reynslan hefur þó sýnt að ekki er hægt að tryggja að SMS boðin berist í alla farsíma á umræddu svæði. Fyrir því eru margar tæknilegar útskýringar,“ segir í tilkynningu frá Almannavörnum.

Boðin eru send á tiltekna senda sem senda boð á þá síma sem eru tengdir við þann sendi á því augnabliki.

Á vef Umhverfisstofnunar er hægt að finna upplýsingar um loftgæti á einstökum stöðum. Mælirinn sem Akureyringar fylgjast með er staðsettur í  Naustafjöru.


Tengdar fréttir

Mikil mengun á Akureyri

Íbúar á Akureyri hafa fengið varúðar sms um að halda sig innandyra í dag og loka gluggum vegna mengunar á svæðinu.

Mengun á Akureyri: Rúta send eftir krökkum í vettvangsferð

„Við erum með flotta nemendur sem bregðast vel við þessu. Margir þeirra fengu SMS frá Almannavörnum. Það eru allir að fylgjast með,“ segir Maríanna Ragnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Lundarskóla á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×