Lífið

39 milljarða króna snekkja í Eyjafirði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Snekkjan er rúmlega 120 metra löng
Snekkjan er rúmlega 120 metra löng MYnd/vaðlaheiðargöng
Þeir sem hafa átt leið um Akureyri í dag hafa ekki farið varhluta af stærðarinnar snekkju sem liggur á Pollinum.

Þar er á ferðinni snekkja í eigu rússneska auðkýfingsins Andrey Melnichenko sem var í fyrra talinn 137 ríkasti maður í heimi.

Snekkjan, sem berið hið látlausa nafn „A“, er 120 metrar að lengd og hönnuð af hinum heimsfræga Philippe Starck. Hún er metin á rúmlega 323 milljónir dala, eða 39 milljarða króna.

mynd/vaðlaheiðargöng
Snekkjan líkist frekar geimskipi en snekkju en á henni má finna sundlaug, bar, þyrlupall og til þessa að komast inn í aðalsvefnhergið þarf að reiða sig á fingrafaraskanna. Einungis 5 einstaklingar komast þangað inn.

Þá er snekkjan drekkhlaðin speglum og kristal sem Melnichenko segist hafa mikið dálæti á.

Nánast hver einasta tomma í snekkjunni er sérhönnuð til þess að mæta þörfum Melnichenko. Í því samhengi má nefna kranana í sturtuklefa snekkjunnar sem hver um sig kostaði rúmlega 5 milljónir króna.

Í snekkjunni er einnig stærðarinnar bátaskýli sem hýsir þrjá fokdýra hraðbáta sem sá rússneski notar til að komast í land. Því má svo breyta í danssal þegar áhöfnin er í stuði.

Hér að neðan má sjá þegar Wall Street Journal leit inn i snekkjuna árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×