Innlent

300 fyrirburar fæðast árlega

Linda Blöndal skrifar
Höfði er baðaður fjólubláu ljósi en fjólublár er táknrænn litur fyrirbura. Drífa Baldursdóttir, lýðheilsufræðingur stofnandi Félags fyrirburaforeldra sagði í viðtali á Stöð 2 í kvöld þörf á fræðslu og umræðu. Börn sem fæðast fyrir 37.viku á meðgöngu eru fyrirburar og eru oftar en ekki í lífshættu fyrstu sólarhringana.

Meira en sex prósent fæðinga ótímabærar

Á facebook síðu félagsins eru meira en 300 manns virkir en hópur foreldra fyrirbura hafa ekki látið mikið fyrir sér fara hingað til en lífsreynslan er flestum mjög erfið. Í fyrra voru 6,5 prósent allra fæðinga ótímabærar.

Fara heim án barnsins

Reynsla foreldranna er sameiginleg og til að mynda hafa þau ekki fengið að fara heim með nýfædda barnið og  bíður oftar en ekki andvaka yfir símatalinu með slæmum fréttum.

Orsök fyrirburafæðinga getur verið ýmisleg, til dæmis meðgöngueitrun, leghálsbilun, fylgjulos og sýkingar. Einnig getur ótímabær fæðing barns mögulega gengið í erfðir.  

Dagsins er minnst í skugga verkfalls lækna sem er í dag á á Kvenna- og barnasviði Landspítalans. Fimm daga nýburaskoðun fellur meðal annars niður í dag og á morgun.  

Nánar má lesa um fyrirburafæðingar á vefsíðu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×