SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 11:07

Fangarnir grófu sig út úr tugthúsinu

FRÉTTIR

30 ţúsund lítrum af jólabjór fargađ

 
Innlent
07:00 15. JANÚAR 2016
Agnes Anna Sigurđardóttir, framkvćmdastjóri Kalda, segir fyrirtćkiđ ađeins fá til baka 700 af um 170 ţúsund flöskum af jólabjór.
Agnes Anna Sigurđardóttir, framkvćmdastjóri Kalda, segir fyrirtćkiđ ađeins fá til baka 700 af um 170 ţúsund flöskum af jólabjór.
Sveinn Arnarson skrifar

745 þúsund lítrar af jólabjór seldust í vínbúðunum um síðustu jól og er það 11,4 prósenta aukning frá því í fyrra þegar um 669 þúsund lítrar af bjór seldust. 33 þúsund lítrar seldust ekki fyrir 6. janúar og verða endursendir til birgja og framleiðenda og langmestu af bjórnum verður fargað.

Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Kalda á Árskógsandi, segir vel hafa gengið hjá fyrirtækinu við sölu jólabjórs. „Af um 170 þúsund flöskum sem við framleiddum í fyrra eru um 700 flöskur að koma til baka. Langstærstum hluta verður fargað til að fá endurgreitt áfengisgjald og skilagjald sem eru stórir kostnaðarliðir hjá okkur,“ segir Agnes.

Tuborg-jólabjórinn var mest seldi jólabjórinn um þessi jól. Rétt tæplega 300 þúsund lítrar af honum voru seldir í vínbúðunum eða um 40 prósent alls jólabjórs. Víking jólabjór var seldur í um 120 þúsund lítrum og Thule í tæplega 90 þúsund lítrum. Jólagull og Jólakaldi voru á svipuðum slóðum í ár en um 50 þúsund lítrar af þeim bjórum seldust um þessi jól.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / 30 ţúsund lítrum af jólabjór fargađ
Fara efst