250 milljarða króna útgjöld án efnislegrar umræðu Frosti Ólafsson skrifar 10. júlí 2014 07:00 Skýr langtímastefna í efnahagsmálum og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Í kosningum virðist uppskriftin að árangri hins vegar frekar liggja í loforðum um töfralausnir og andstöðu við kerfisbreytingar. Vegna þessarar þversagnar fer lítið fyrir efnislegri umræðu um ýmsa kerfisgalla sem hafa mikil áhrif á efnahagslega frammistöðu. Þetta vandamál ristir sérstaklega djúpt á sveitarstjórnarstiginu enda er ábyrgðin dreifðari og stjórnmálamennirnir fleiri. Í nýafstaðinni kosningabaráttu var lítið fjallað um tækifæri til umbóta í rekstri sveitarfélaga eða framlag þeirra til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stefna stjórnmálaflokka í veigamiklum málaflokkum, s.s. skóla- og skattamálum, var jafnframt óskýr og lítið um afgerandi breytingartillögur á núverandi kerfi. Þetta er áhyggjuefni enda standa sveitarfélög fyrir nærri þriðjungi opinberra útgjalda, eða um 250 milljörðum króna. Ef nýta á opinbera fjármuni með skynsamlegum hætti er nauðsynlegt að dýpri efnisleg umræða eigi sér stað um helstu viðfangsefni sveitarfélaga. Liður í þeirri umræðu snýr að því hvort þau hafi yfirhöfuð stjórnskipulega burði til að framkvæma samræmdar umbætur undir núverandi fyrirkomulagi.Mikil tækifæri til umbóta Óbreytt staða væri bagaleg enda eru mikil tækifæri til umbóta á sveitarstjórnarstiginu. Sveitarfélög á Íslandi eru of mörg og fámenn. Í dag eru þau 74 talsins og þau minnstu telja rétt ríflega 50 íbúa. Smærri sveitarfélög hafa minni burði til að veita íbúum sínum fullnægjandi þjónustu og eru dýrari í rekstri. Þannig er stjórnsýslukostnaður á hvern íbúa rúmlega tvisvar sinnum hærri hjá sveitarfélögum með innan við 500 íbúa en hjá sveitarfélögum með 8.000 íbúa eða fleiri. Heildstæð áætlun sem miðar að fækkun og eflingu sveitarfélaga myndi spara fjármagn og bæta þjónustu. Grunnskólastigið á Íslandi er það óhagkvæmasta innan OECD. Útgjöld á hvern grunnskólanemanda eru hærri en útgjöld á hvern háskólanema sem er þveröfugt við það sem tíðkast annars staðar. Þrátt fyrir þetta er námsárangur grunnskólanema lakari en í grannríkjunum og kjör grunnskólakennara afleit. Ríflega fjórðungur útgjalda sveitarfélaganna fer í rekstur grunnskólastigsins og því til mikils að vinna. Til að leysa þennan vanda þarf að ráðast í heildstæða endurskoðun á grunnskólakerfinu. Veigamiklir skattstofnar sveitarfélaganna eru flóknir og ógagnsæir. Samanlagt má rekja um þriðjung skatttekna sveitarfélaganna til framlaga úr jöfnunarsjóði og fasteignaskatta. Framlög til jöfnunarsjóðs koma frá ríkissjóði og er útdeilt til sveitarfélaga samkvæmt afar flóknu og ógagnsæju fyrirkomulagi. Tekjur af fasteignasköttum byggja á fasteignamati sem er ákvarðað af Þjóðskrá Íslands samkvæmt óopinberri aðferðafræði. Einfaldara og gagnsærra fyrirkomulag hvað þessa skattstofna varðar er nauðsynlegt til að hægt sé að veita sveitarfélögum aðhald og eiga upplýstari umræðu um tekjuöflun þeirra. Hér eru aðeins dregin upp nokkur tækifæri af mörgum en þau eiga það öll sammerkt að fela í sér kröfu um samræmdar umbætur.Hvað er til ráða? Til að skapa sterkari forsendur fyrir umbótum eru ýmsar leiðir færar. Stærri sveitarfélög eru ekki aðeins hagkvæmari í rekstri heldur eru þau jafnframt líklegri til að standa undir kröfum um kerfisbreytingar. Lögboðnar lágmarksstærðir sveitarfélaga og fjárhagslegir hvatar til sameininga væru því heppilegar lausnir. Annar möguleiki fæli í sér aukið umboð Sambands íslenskra sveitarfélaga til að innleiða kerfislægar umbætur á sveitarstjórnarstigi. Ef ekki er vilji til að beita slíkum aðferðum er fátt í stöðunni annað en að endurskoða verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Tilfærsla verkefna felur ekki í sér fullkomna lausn á áðurnefndum vanda stjórnmálanna. Það er engu að síður ljóst að getan til að ráðast í kerfisbreytingar er frekar til staðar þegar áhersla á nærhagsmuni er minnkuð. Aukin framleiðni og betri nýting fjármuna er grundvöllur lífskjarabóta til lengri tíma. Til að unnt sé að ná þeim markmiðum er ótækt að þriðjungi opinberra fjármuna sé ráðstafað án upplýstrar umræðu um tækifæri til umbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Skýr langtímastefna í efnahagsmálum og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Í kosningum virðist uppskriftin að árangri hins vegar frekar liggja í loforðum um töfralausnir og andstöðu við kerfisbreytingar. Vegna þessarar þversagnar fer lítið fyrir efnislegri umræðu um ýmsa kerfisgalla sem hafa mikil áhrif á efnahagslega frammistöðu. Þetta vandamál ristir sérstaklega djúpt á sveitarstjórnarstiginu enda er ábyrgðin dreifðari og stjórnmálamennirnir fleiri. Í nýafstaðinni kosningabaráttu var lítið fjallað um tækifæri til umbóta í rekstri sveitarfélaga eða framlag þeirra til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stefna stjórnmálaflokka í veigamiklum málaflokkum, s.s. skóla- og skattamálum, var jafnframt óskýr og lítið um afgerandi breytingartillögur á núverandi kerfi. Þetta er áhyggjuefni enda standa sveitarfélög fyrir nærri þriðjungi opinberra útgjalda, eða um 250 milljörðum króna. Ef nýta á opinbera fjármuni með skynsamlegum hætti er nauðsynlegt að dýpri efnisleg umræða eigi sér stað um helstu viðfangsefni sveitarfélaga. Liður í þeirri umræðu snýr að því hvort þau hafi yfirhöfuð stjórnskipulega burði til að framkvæma samræmdar umbætur undir núverandi fyrirkomulagi.Mikil tækifæri til umbóta Óbreytt staða væri bagaleg enda eru mikil tækifæri til umbóta á sveitarstjórnarstiginu. Sveitarfélög á Íslandi eru of mörg og fámenn. Í dag eru þau 74 talsins og þau minnstu telja rétt ríflega 50 íbúa. Smærri sveitarfélög hafa minni burði til að veita íbúum sínum fullnægjandi þjónustu og eru dýrari í rekstri. Þannig er stjórnsýslukostnaður á hvern íbúa rúmlega tvisvar sinnum hærri hjá sveitarfélögum með innan við 500 íbúa en hjá sveitarfélögum með 8.000 íbúa eða fleiri. Heildstæð áætlun sem miðar að fækkun og eflingu sveitarfélaga myndi spara fjármagn og bæta þjónustu. Grunnskólastigið á Íslandi er það óhagkvæmasta innan OECD. Útgjöld á hvern grunnskólanemanda eru hærri en útgjöld á hvern háskólanema sem er þveröfugt við það sem tíðkast annars staðar. Þrátt fyrir þetta er námsárangur grunnskólanema lakari en í grannríkjunum og kjör grunnskólakennara afleit. Ríflega fjórðungur útgjalda sveitarfélaganna fer í rekstur grunnskólastigsins og því til mikils að vinna. Til að leysa þennan vanda þarf að ráðast í heildstæða endurskoðun á grunnskólakerfinu. Veigamiklir skattstofnar sveitarfélaganna eru flóknir og ógagnsæir. Samanlagt má rekja um þriðjung skatttekna sveitarfélaganna til framlaga úr jöfnunarsjóði og fasteignaskatta. Framlög til jöfnunarsjóðs koma frá ríkissjóði og er útdeilt til sveitarfélaga samkvæmt afar flóknu og ógagnsæju fyrirkomulagi. Tekjur af fasteignasköttum byggja á fasteignamati sem er ákvarðað af Þjóðskrá Íslands samkvæmt óopinberri aðferðafræði. Einfaldara og gagnsærra fyrirkomulag hvað þessa skattstofna varðar er nauðsynlegt til að hægt sé að veita sveitarfélögum aðhald og eiga upplýstari umræðu um tekjuöflun þeirra. Hér eru aðeins dregin upp nokkur tækifæri af mörgum en þau eiga það öll sammerkt að fela í sér kröfu um samræmdar umbætur.Hvað er til ráða? Til að skapa sterkari forsendur fyrir umbótum eru ýmsar leiðir færar. Stærri sveitarfélög eru ekki aðeins hagkvæmari í rekstri heldur eru þau jafnframt líklegri til að standa undir kröfum um kerfisbreytingar. Lögboðnar lágmarksstærðir sveitarfélaga og fjárhagslegir hvatar til sameininga væru því heppilegar lausnir. Annar möguleiki fæli í sér aukið umboð Sambands íslenskra sveitarfélaga til að innleiða kerfislægar umbætur á sveitarstjórnarstigi. Ef ekki er vilji til að beita slíkum aðferðum er fátt í stöðunni annað en að endurskoða verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Tilfærsla verkefna felur ekki í sér fullkomna lausn á áðurnefndum vanda stjórnmálanna. Það er engu að síður ljóst að getan til að ráðast í kerfisbreytingar er frekar til staðar þegar áhersla á nærhagsmuni er minnkuð. Aukin framleiðni og betri nýting fjármuna er grundvöllur lífskjarabóta til lengri tíma. Til að unnt sé að ná þeim markmiðum er ótækt að þriðjungi opinberra fjármuna sé ráðstafað án upplýstrar umræðu um tækifæri til umbóta.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar