250 milljarða króna útgjöld án efnislegrar umræðu Frosti Ólafsson skrifar 10. júlí 2014 07:00 Skýr langtímastefna í efnahagsmálum og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Í kosningum virðist uppskriftin að árangri hins vegar frekar liggja í loforðum um töfralausnir og andstöðu við kerfisbreytingar. Vegna þessarar þversagnar fer lítið fyrir efnislegri umræðu um ýmsa kerfisgalla sem hafa mikil áhrif á efnahagslega frammistöðu. Þetta vandamál ristir sérstaklega djúpt á sveitarstjórnarstiginu enda er ábyrgðin dreifðari og stjórnmálamennirnir fleiri. Í nýafstaðinni kosningabaráttu var lítið fjallað um tækifæri til umbóta í rekstri sveitarfélaga eða framlag þeirra til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stefna stjórnmálaflokka í veigamiklum málaflokkum, s.s. skóla- og skattamálum, var jafnframt óskýr og lítið um afgerandi breytingartillögur á núverandi kerfi. Þetta er áhyggjuefni enda standa sveitarfélög fyrir nærri þriðjungi opinberra útgjalda, eða um 250 milljörðum króna. Ef nýta á opinbera fjármuni með skynsamlegum hætti er nauðsynlegt að dýpri efnisleg umræða eigi sér stað um helstu viðfangsefni sveitarfélaga. Liður í þeirri umræðu snýr að því hvort þau hafi yfirhöfuð stjórnskipulega burði til að framkvæma samræmdar umbætur undir núverandi fyrirkomulagi.Mikil tækifæri til umbóta Óbreytt staða væri bagaleg enda eru mikil tækifæri til umbóta á sveitarstjórnarstiginu. Sveitarfélög á Íslandi eru of mörg og fámenn. Í dag eru þau 74 talsins og þau minnstu telja rétt ríflega 50 íbúa. Smærri sveitarfélög hafa minni burði til að veita íbúum sínum fullnægjandi þjónustu og eru dýrari í rekstri. Þannig er stjórnsýslukostnaður á hvern íbúa rúmlega tvisvar sinnum hærri hjá sveitarfélögum með innan við 500 íbúa en hjá sveitarfélögum með 8.000 íbúa eða fleiri. Heildstæð áætlun sem miðar að fækkun og eflingu sveitarfélaga myndi spara fjármagn og bæta þjónustu. Grunnskólastigið á Íslandi er það óhagkvæmasta innan OECD. Útgjöld á hvern grunnskólanemanda eru hærri en útgjöld á hvern háskólanema sem er þveröfugt við það sem tíðkast annars staðar. Þrátt fyrir þetta er námsárangur grunnskólanema lakari en í grannríkjunum og kjör grunnskólakennara afleit. Ríflega fjórðungur útgjalda sveitarfélaganna fer í rekstur grunnskólastigsins og því til mikils að vinna. Til að leysa þennan vanda þarf að ráðast í heildstæða endurskoðun á grunnskólakerfinu. Veigamiklir skattstofnar sveitarfélaganna eru flóknir og ógagnsæir. Samanlagt má rekja um þriðjung skatttekna sveitarfélaganna til framlaga úr jöfnunarsjóði og fasteignaskatta. Framlög til jöfnunarsjóðs koma frá ríkissjóði og er útdeilt til sveitarfélaga samkvæmt afar flóknu og ógagnsæju fyrirkomulagi. Tekjur af fasteignasköttum byggja á fasteignamati sem er ákvarðað af Þjóðskrá Íslands samkvæmt óopinberri aðferðafræði. Einfaldara og gagnsærra fyrirkomulag hvað þessa skattstofna varðar er nauðsynlegt til að hægt sé að veita sveitarfélögum aðhald og eiga upplýstari umræðu um tekjuöflun þeirra. Hér eru aðeins dregin upp nokkur tækifæri af mörgum en þau eiga það öll sammerkt að fela í sér kröfu um samræmdar umbætur.Hvað er til ráða? Til að skapa sterkari forsendur fyrir umbótum eru ýmsar leiðir færar. Stærri sveitarfélög eru ekki aðeins hagkvæmari í rekstri heldur eru þau jafnframt líklegri til að standa undir kröfum um kerfisbreytingar. Lögboðnar lágmarksstærðir sveitarfélaga og fjárhagslegir hvatar til sameininga væru því heppilegar lausnir. Annar möguleiki fæli í sér aukið umboð Sambands íslenskra sveitarfélaga til að innleiða kerfislægar umbætur á sveitarstjórnarstigi. Ef ekki er vilji til að beita slíkum aðferðum er fátt í stöðunni annað en að endurskoða verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Tilfærsla verkefna felur ekki í sér fullkomna lausn á áðurnefndum vanda stjórnmálanna. Það er engu að síður ljóst að getan til að ráðast í kerfisbreytingar er frekar til staðar þegar áhersla á nærhagsmuni er minnkuð. Aukin framleiðni og betri nýting fjármuna er grundvöllur lífskjarabóta til lengri tíma. Til að unnt sé að ná þeim markmiðum er ótækt að þriðjungi opinberra fjármuna sé ráðstafað án upplýstrar umræðu um tækifæri til umbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Skýr langtímastefna í efnahagsmálum og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Í kosningum virðist uppskriftin að árangri hins vegar frekar liggja í loforðum um töfralausnir og andstöðu við kerfisbreytingar. Vegna þessarar þversagnar fer lítið fyrir efnislegri umræðu um ýmsa kerfisgalla sem hafa mikil áhrif á efnahagslega frammistöðu. Þetta vandamál ristir sérstaklega djúpt á sveitarstjórnarstiginu enda er ábyrgðin dreifðari og stjórnmálamennirnir fleiri. Í nýafstaðinni kosningabaráttu var lítið fjallað um tækifæri til umbóta í rekstri sveitarfélaga eða framlag þeirra til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stefna stjórnmálaflokka í veigamiklum málaflokkum, s.s. skóla- og skattamálum, var jafnframt óskýr og lítið um afgerandi breytingartillögur á núverandi kerfi. Þetta er áhyggjuefni enda standa sveitarfélög fyrir nærri þriðjungi opinberra útgjalda, eða um 250 milljörðum króna. Ef nýta á opinbera fjármuni með skynsamlegum hætti er nauðsynlegt að dýpri efnisleg umræða eigi sér stað um helstu viðfangsefni sveitarfélaga. Liður í þeirri umræðu snýr að því hvort þau hafi yfirhöfuð stjórnskipulega burði til að framkvæma samræmdar umbætur undir núverandi fyrirkomulagi.Mikil tækifæri til umbóta Óbreytt staða væri bagaleg enda eru mikil tækifæri til umbóta á sveitarstjórnarstiginu. Sveitarfélög á Íslandi eru of mörg og fámenn. Í dag eru þau 74 talsins og þau minnstu telja rétt ríflega 50 íbúa. Smærri sveitarfélög hafa minni burði til að veita íbúum sínum fullnægjandi þjónustu og eru dýrari í rekstri. Þannig er stjórnsýslukostnaður á hvern íbúa rúmlega tvisvar sinnum hærri hjá sveitarfélögum með innan við 500 íbúa en hjá sveitarfélögum með 8.000 íbúa eða fleiri. Heildstæð áætlun sem miðar að fækkun og eflingu sveitarfélaga myndi spara fjármagn og bæta þjónustu. Grunnskólastigið á Íslandi er það óhagkvæmasta innan OECD. Útgjöld á hvern grunnskólanemanda eru hærri en útgjöld á hvern háskólanema sem er þveröfugt við það sem tíðkast annars staðar. Þrátt fyrir þetta er námsárangur grunnskólanema lakari en í grannríkjunum og kjör grunnskólakennara afleit. Ríflega fjórðungur útgjalda sveitarfélaganna fer í rekstur grunnskólastigsins og því til mikils að vinna. Til að leysa þennan vanda þarf að ráðast í heildstæða endurskoðun á grunnskólakerfinu. Veigamiklir skattstofnar sveitarfélaganna eru flóknir og ógagnsæir. Samanlagt má rekja um þriðjung skatttekna sveitarfélaganna til framlaga úr jöfnunarsjóði og fasteignaskatta. Framlög til jöfnunarsjóðs koma frá ríkissjóði og er útdeilt til sveitarfélaga samkvæmt afar flóknu og ógagnsæju fyrirkomulagi. Tekjur af fasteignasköttum byggja á fasteignamati sem er ákvarðað af Þjóðskrá Íslands samkvæmt óopinberri aðferðafræði. Einfaldara og gagnsærra fyrirkomulag hvað þessa skattstofna varðar er nauðsynlegt til að hægt sé að veita sveitarfélögum aðhald og eiga upplýstari umræðu um tekjuöflun þeirra. Hér eru aðeins dregin upp nokkur tækifæri af mörgum en þau eiga það öll sammerkt að fela í sér kröfu um samræmdar umbætur.Hvað er til ráða? Til að skapa sterkari forsendur fyrir umbótum eru ýmsar leiðir færar. Stærri sveitarfélög eru ekki aðeins hagkvæmari í rekstri heldur eru þau jafnframt líklegri til að standa undir kröfum um kerfisbreytingar. Lögboðnar lágmarksstærðir sveitarfélaga og fjárhagslegir hvatar til sameininga væru því heppilegar lausnir. Annar möguleiki fæli í sér aukið umboð Sambands íslenskra sveitarfélaga til að innleiða kerfislægar umbætur á sveitarstjórnarstigi. Ef ekki er vilji til að beita slíkum aðferðum er fátt í stöðunni annað en að endurskoða verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Tilfærsla verkefna felur ekki í sér fullkomna lausn á áðurnefndum vanda stjórnmálanna. Það er engu að síður ljóst að getan til að ráðast í kerfisbreytingar er frekar til staðar þegar áhersla á nærhagsmuni er minnkuð. Aukin framleiðni og betri nýting fjármuna er grundvöllur lífskjarabóta til lengri tíma. Til að unnt sé að ná þeim markmiðum er ótækt að þriðjungi opinberra fjármuna sé ráðstafað án upplýstrar umræðu um tækifæri til umbóta.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar