Erlent

25 hermenn létust í bílsprengju á Sinai-skaga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Egypski herinn hefur átt í miklum átökum við íslamska vígamenn á Sinai-skaga.
Egypski herinn hefur átt í miklum átökum við íslamska vígamenn á Sinai-skaga. Mynd/Getty
Sprengja sem sprakk í bíl við eftirlitsstöð á norðanverðum Sinai-skaga í Egyptalandi varð 25 hermönnum að bana fyrr í dag. Íslamskir öfgamenn standa á bak við árásina.

Í frétt BBC segir að þetta sé ein mannskæðasta árás á Sinai-skaga síðustu mánuði en herinn hefur barist þar við vígamenn í nokkurn tíma.

Ástandið í þessum hluta Egyptalands hefur versnað stöðugt frá því að Hosni Mubarak var steypt af forsetastóli árið 2011.

Sinai-skagi liggur að Ísrael.Mynd/Google Maps



Fleiri fréttir

Sjá meira


×