204 milljónir í laun aðstoðarmanna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 9. desember 2014 11:15 Alls eru tuttugu manns starfandi í dag sem aðstoðarmenn ráðherra. Heildarlaunakostnaður þessara tuttugu starfsmanna á ársgrundvelli er 203,7 milljónir króna. Af þessum tuttugu aðstoðarmönnum starfa sjö fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson í forsætisráðuneytinu. Þessir aðstoðarmenn Sigmundar þiggja alls að minnsta kosti 64,3 milljónir í árslaun fyrir störf sín. Það eru Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður, Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir verkefnisstjóri, Hrannar Pétursson verkefnisstjóri, Margrét Gísladóttir, sérstakur ráðgjafi ráðherra, og Ásmundur Einar Daðason aðstoðarmaður, en hann er jafnframt þingmaður og þiggur ekki laun fyrir vinnu sína fyrir ráðherra umfram þingfararkaup sitt. Aðrir ráðherrar eru með færri aðstoðarmenn á sínum snærum. Flesta á eftir Sigmundi hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, með þrjá aðstoðarmenn. Tveir ráðherrar hafa tvo sér til aðstoðar. Þau eru þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálamálaráðherra. Að auki var Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra með tvo aðstoðarmenn áður en hún sagði af sér embætti og búast má við að nýr ráðherra, Ólöf Nordal, muni einnig fá til liðs við sig tvo aðstoðarmenn. Aðrir ráðherrar hafa einn aðstoðarmann; þau Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, en hann var tímabundið með tvo.Í svari Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, við fyrirspurn Fréttablaðsins um launakjör aðstoðarmanna segir að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands fari um laun aðstoðarmanna ráðherra, sem ráðnir eru á grundvelli 22. greinar, samkvæmt ákvörðun kjararáðs um kjör skrifstofustjóra. Aðstoðarmenn ráðherra sem ráðnir eru á grundvelli þessa ákvæðis njóta allir sömu kjara sem eru 764.614 krónur í mánaðarlaun og 128.754 krónur í kjararáðseiningar. Samtals eru mánaðarlaun aðstoðarmanna því 893.368 króna eða 10.720.416 krónur í árslaun. Óljóst er hvort allir þeir aðstoðarmenn sem starfa fyrir Sigmund eru á þessum aðstoðarmannalaunum eða hærri sérfræðingalaunum í ráðuneytinu. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Alls eru tuttugu manns starfandi í dag sem aðstoðarmenn ráðherra. Heildarlaunakostnaður þessara tuttugu starfsmanna á ársgrundvelli er 203,7 milljónir króna. Af þessum tuttugu aðstoðarmönnum starfa sjö fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson í forsætisráðuneytinu. Þessir aðstoðarmenn Sigmundar þiggja alls að minnsta kosti 64,3 milljónir í árslaun fyrir störf sín. Það eru Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður, Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir verkefnisstjóri, Hrannar Pétursson verkefnisstjóri, Margrét Gísladóttir, sérstakur ráðgjafi ráðherra, og Ásmundur Einar Daðason aðstoðarmaður, en hann er jafnframt þingmaður og þiggur ekki laun fyrir vinnu sína fyrir ráðherra umfram þingfararkaup sitt. Aðrir ráðherrar eru með færri aðstoðarmenn á sínum snærum. Flesta á eftir Sigmundi hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, með þrjá aðstoðarmenn. Tveir ráðherrar hafa tvo sér til aðstoðar. Þau eru þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálamálaráðherra. Að auki var Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra með tvo aðstoðarmenn áður en hún sagði af sér embætti og búast má við að nýr ráðherra, Ólöf Nordal, muni einnig fá til liðs við sig tvo aðstoðarmenn. Aðrir ráðherrar hafa einn aðstoðarmann; þau Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, en hann var tímabundið með tvo.Í svari Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, við fyrirspurn Fréttablaðsins um launakjör aðstoðarmanna segir að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands fari um laun aðstoðarmanna ráðherra, sem ráðnir eru á grundvelli 22. greinar, samkvæmt ákvörðun kjararáðs um kjör skrifstofustjóra. Aðstoðarmenn ráðherra sem ráðnir eru á grundvelli þessa ákvæðis njóta allir sömu kjara sem eru 764.614 krónur í mánaðarlaun og 128.754 krónur í kjararáðseiningar. Samtals eru mánaðarlaun aðstoðarmanna því 893.368 króna eða 10.720.416 krónur í árslaun. Óljóst er hvort allir þeir aðstoðarmenn sem starfa fyrir Sigmund eru á þessum aðstoðarmannalaunum eða hærri sérfræðingalaunum í ráðuneytinu.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira