MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 06:00

Bestu vinir urđu silfurvinir

SPORT

166 Albanir hafa sótt um hćli á Íslandi frá 2013

 
Innlent
14:14 16. FEBRÚAR 2016
Engum hefur veriđ veitt hćli hér á landi á tímabilinu.
Engum hefur veriđ veitt hćli hér á landi á tímabilinu. VÍSIR/STEFÁN

Af 166 Albönum sem sóttu um hæli hér á landi frá 2013 fékk enginn þeirra umsókn sína samþykkt. Flestum umsóknum var einfaldlega synjað en sjö einstaklingar voru sendir til annars Evrópuríkis á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Þetta kemur fram í svörum Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar. Þar kemur einnig fram að sextán umsóknir hafi verið dregnar til baka á tímabilinu; langflestar á síðasta ári eða fjórtán talsins.

108 umsóknir bárust frá albönskum ríkisborgurum á síðasta ári en af þeim eru 45 umsóknir enn í vinnslu. Upplýsingarnar í svari Ólafar ná frá ársbyrjun 2013 til 18. desember 2015.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / 166 Albanir hafa sótt um hćli á Íslandi frá 2013
Fara efst