Erlent

163 látnir eftir að bátur fórst undan ströndum Egyptalands

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Búið er að bjarga um 160 manns en samkvæmt heimildum BBC á staðnum er líklegt að hundruð fleiri séu látnir.
Búið er að bjarga um 160 manns en samkvæmt heimildum BBC á staðnum er líklegt að hundruð fleiri séu látnir. Vísir/EPA
Minnst 162 eru látnir eftir að bátur sökk undan ströndum Egyptalands í gær. Í bátnum voru milli 450 og 600 flóttamenn frá Egyptalandi, Sýrlandi, Súdan, Erítreu og Sómalíu. Búið er að bjarga um 160 manns en samkvæmt heimildum BBC á staðnum er líklegt að hundruð fleiri séu látnir.

Fjórir áhafnarmeðlimir hafa verið handteknir undir grun um manndráp af gáleysi og mansal, samkvæmt egypskum yfirvöldum. Þá er talið að smyglararnir hafi rukkað flóttamennina aukalega ef þeir óskuðu eftir björgunarvestum.

Bátnum var haldið rétt undan ströndinni í fimm daga á meðan fleiri flóttamenn komu um borð. Talið er að báturinn hafi sokkið eftir að ríflega 150 manns var komið fyrir í honum.

Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa ríflega 10 þúsund manns látið lífið við að reyna að komast yfir Miðjarðarhafið til Evrópu frá árinu 2014.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×