Erlent

15 ára stúlka kom í veg fyrir fleiri morð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá heimilinu í Spring í Texas í gær.
Frá heimilinu í Spring í Texas í gær. Vísir/AP
Maðurinn sem myrti sex manns í smábænum Spring í Texas í gær ætlaði sér að drepa fleiri fjölskyldumeðlimi. 15 ára særð stúlka kom í veg fyrir að fleiri létu lífið.

Maðurinn skaut stúlkuna en henni tókst samt sem áður að greina lögreglu frá því hver árásarmaðurinn væri. Hún var í kjölfarið flutt með þyrlu á sjúkrahús í Houston. Stúlkan er sú eina á heimilinu sem lifði af árásina.

Táningurinn hringdi í neyðarlínuna eftir að hún varð fyrir skotinu og greindi lögrelgu frá því að maðurinn, sem skaut fjögur systkini hennar á aldrinum 4-13 ára og foreldra, ætlaði sér næst að myrða afa þeirra og ömmu.

„Hún gat sagt okkur nafn þess sem skaut þau og hvert hann ætlaði sér,“ sagði Ron Hickman hjá lögreglustjóri á blaðamannafundi seint í gær. Upphaflega var sagt að árásarmaðurinn hefði verið faðir stúlkunnar en þau ummæli voru dregin til baka í dag en þó ekki leiðrétt.

Frétt ABC má sjá hér að neðan.


ABC News | ABC Sports News

Tengdar fréttir

Fjöldamorð í Texas

Að minnsta kosti sex manns féllu í skotárás í Spring, úthverfi Houston í Texas, í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×