Innlent

Drengurinn sem týndur var á Heklu fundinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Leit stendur yfir á Heklu.
Leit stendur yfir á Heklu. Vísir/Vilhelm
Drengurinn sem leitað var að í hlíðum Heklu er fundinn. Hann fannst um kl. 23.10 og er heill á húfi. Verið er að flytja hann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Hellu þar sem fjölskylda hans bíður eftir honum. Þetta staðfestir Svanur Snær Lárusson hjá svæðisstjórn björgunarsveita í samtali við Vísi.

Um 60 manns komu að leitinni að drengnum ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar en hann hafði verið týndur frá klukkan 14 í dag þegar hann varð viðskila við móðir sína og systur á leið upp á tind Heklu.

Leit hófst síðdegis og voru leitarmenn í sambandi við hann til klukkan 18 en þá varð sími hans hleðslulaus. Hafði hann áður náð að koma því til skila við Neyðarlínuna að hann væri villtur eldfjalli áður en að faðir hans, sem beið fjölskyldu sinnar við fjallsrætur Heklu, hringdi í Neyðarlínuna. Leit hófst um 17 í dag.

Aðstæður til leitar voru þokkalegar þó að skýjahula yfir Heklu hafi gert mönnum erfiðara fyrir. Mun fjölskylda drengsins dvelja á Hellu í nótt.

*Þessi frétt var uppfærð kl. 23.23*


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×