Innlent

15 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Frá björgunaraðgerðum á Flateyri 1995
Frá björgunaraðgerðum á Flateyri 1995 Mynd: GVA
Í dag eru fimmtán ár liðin frá snjóflóðinu á Flateyri þar sem tuttugu manns fórust. Snjóflóðið féll 26. október 1995 og höfðu þessar mannskæðu náttúruhamfarir gríðarleg áhrif á alla landsmenn. Íbúar á Flateyri og nærsveitum minnast þessa válega atburðar með sorg í hjarta.

Nú fyrir helgina var frumsýnd heimildarmyndin Norð Vestur, eftir önfirska leikstjórann Einar Þór Gunnlaugsson, um snjóflóðið á Flateyri og björgun þeirra sem bjargað varð. Í myndinni er varpað ljósi á þau tímamót sem urðu þetta sorgarár á sviði rannsókna og viðhorfa til hættumast vegna snjóflóðahættu, byggingu varnargarða og áfallahjálpar.

Fleiri sýningar verða á næstunni á Ísafirði.

Heimasíða myndarinnar Norð Vestur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×