14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. janúar 2015 10:23 Snædís Birta er hér til vinstri. Vísir/facebook/getty/skjáskot „Þú ert ógeð, hengdu þig, fokking mellan þín, fokk dreptu þig, ert ógeðslega ljót, þú ert fokking misheppnuð.“ Þetta eru orð sem Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur þurft að lesa um sig á netinu. Hún tjáði sig um eineltið í samtali við Pressuna í gær. Drífa Viðarsdóttir og Ásgeir Örn Ásgeirsson, foreldrar Snædísar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta var algjört högg í magann og maður er bara orðlaus og í raun og veru algjörlega bjargarlaus, því það er svo lítið sem við sem foreldrar getum gert í þessu,“ segir Drífa. Dóttir hennar hefur fengið þessi skilaboð frá fólki í nafnleynd. „Við vitum ekki hver er að senda þessi skilaboð, þetta getur verið einn einstaklingur eða margir krakkar.“Hrósar unga drengnum Ásgeir segir að einn drengur í bekknum hafi fengið nóg og tilkynnt eineltið til móður sinnar. Hún hafi því næst farið með málið inn í skólann og rætt við kennarann. Snædís hefur verið lögð í einelti síðan hún var 9 ára. Nú fer eineltið að stórum hluta fram á samfélagsmiðlum og á síðunni ask.fm. „Dóttir okkar birgir þetta bara inni í sér og segir okkur ekkert frá þessu. Hún vildi ekki að við yrðum reið,“ segir Ásgeir. Drífa segir að ungu drengurinn sem tilkynnti málið eigi hrós skilið.Meiðir fólk og er ofbeldi „Foreldar út í bæ þekkja ekkert þessar síður. Svona er nútímaeinelti í dag. Skilaboðunum er beint til hennar en allir sem eru virkir á síðunni geta lesið þau,“ segir Drífa. Þau hafi um leið farið með málið á borð lögreglu. „Okkar reiði var gríðarleg. Lögreglumaðurinn segir þá við okkur að það sé ekki hægt að rekja þessar færslur og því lítið hægt að gera. Ég vil bara segja við þá krakka sem eru að hlusta núna, hugsið aðeins um það hvað þið setjið á netið. Þetta getur meitt fólk og þetta er ofbeldi.“ Drífa segir að skólinn hafi tekið mjög vel á málinu. „Í dag er fyrsti skóladagurinn hjá henni og vissulega er hún kvíðin en ég veit að hún er með stuðning þar,“ segir Drífa. Rætt verður við Snædísi Birtu í þættinum Ísland í dag annað kvöld. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Þú ert ógeð, hengdu þig, fokking mellan þín, fokk dreptu þig, ert ógeðslega ljót, þú ert fokking misheppnuð.“ Þetta eru orð sem Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur þurft að lesa um sig á netinu. Hún tjáði sig um eineltið í samtali við Pressuna í gær. Drífa Viðarsdóttir og Ásgeir Örn Ásgeirsson, foreldrar Snædísar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta var algjört högg í magann og maður er bara orðlaus og í raun og veru algjörlega bjargarlaus, því það er svo lítið sem við sem foreldrar getum gert í þessu,“ segir Drífa. Dóttir hennar hefur fengið þessi skilaboð frá fólki í nafnleynd. „Við vitum ekki hver er að senda þessi skilaboð, þetta getur verið einn einstaklingur eða margir krakkar.“Hrósar unga drengnum Ásgeir segir að einn drengur í bekknum hafi fengið nóg og tilkynnt eineltið til móður sinnar. Hún hafi því næst farið með málið inn í skólann og rætt við kennarann. Snædís hefur verið lögð í einelti síðan hún var 9 ára. Nú fer eineltið að stórum hluta fram á samfélagsmiðlum og á síðunni ask.fm. „Dóttir okkar birgir þetta bara inni í sér og segir okkur ekkert frá þessu. Hún vildi ekki að við yrðum reið,“ segir Ásgeir. Drífa segir að ungu drengurinn sem tilkynnti málið eigi hrós skilið.Meiðir fólk og er ofbeldi „Foreldar út í bæ þekkja ekkert þessar síður. Svona er nútímaeinelti í dag. Skilaboðunum er beint til hennar en allir sem eru virkir á síðunni geta lesið þau,“ segir Drífa. Þau hafi um leið farið með málið á borð lögreglu. „Okkar reiði var gríðarleg. Lögreglumaðurinn segir þá við okkur að það sé ekki hægt að rekja þessar færslur og því lítið hægt að gera. Ég vil bara segja við þá krakka sem eru að hlusta núna, hugsið aðeins um það hvað þið setjið á netið. Þetta getur meitt fólk og þetta er ofbeldi.“ Drífa segir að skólinn hafi tekið mjög vel á málinu. „Í dag er fyrsti skóladagurinn hjá henni og vissulega er hún kvíðin en ég veit að hún er með stuðning þar,“ segir Drífa. Rætt verður við Snædísi Birtu í þættinum Ísland í dag annað kvöld.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira