14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. janúar 2015 10:23 Snædís Birta er hér til vinstri. Vísir/facebook/getty/skjáskot „Þú ert ógeð, hengdu þig, fokking mellan þín, fokk dreptu þig, ert ógeðslega ljót, þú ert fokking misheppnuð.“ Þetta eru orð sem Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur þurft að lesa um sig á netinu. Hún tjáði sig um eineltið í samtali við Pressuna í gær. Drífa Viðarsdóttir og Ásgeir Örn Ásgeirsson, foreldrar Snædísar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta var algjört högg í magann og maður er bara orðlaus og í raun og veru algjörlega bjargarlaus, því það er svo lítið sem við sem foreldrar getum gert í þessu,“ segir Drífa. Dóttir hennar hefur fengið þessi skilaboð frá fólki í nafnleynd. „Við vitum ekki hver er að senda þessi skilaboð, þetta getur verið einn einstaklingur eða margir krakkar.“Hrósar unga drengnum Ásgeir segir að einn drengur í bekknum hafi fengið nóg og tilkynnt eineltið til móður sinnar. Hún hafi því næst farið með málið inn í skólann og rætt við kennarann. Snædís hefur verið lögð í einelti síðan hún var 9 ára. Nú fer eineltið að stórum hluta fram á samfélagsmiðlum og á síðunni ask.fm. „Dóttir okkar birgir þetta bara inni í sér og segir okkur ekkert frá þessu. Hún vildi ekki að við yrðum reið,“ segir Ásgeir. Drífa segir að ungu drengurinn sem tilkynnti málið eigi hrós skilið.Meiðir fólk og er ofbeldi „Foreldar út í bæ þekkja ekkert þessar síður. Svona er nútímaeinelti í dag. Skilaboðunum er beint til hennar en allir sem eru virkir á síðunni geta lesið þau,“ segir Drífa. Þau hafi um leið farið með málið á borð lögreglu. „Okkar reiði var gríðarleg. Lögreglumaðurinn segir þá við okkur að það sé ekki hægt að rekja þessar færslur og því lítið hægt að gera. Ég vil bara segja við þá krakka sem eru að hlusta núna, hugsið aðeins um það hvað þið setjið á netið. Þetta getur meitt fólk og þetta er ofbeldi.“ Drífa segir að skólinn hafi tekið mjög vel á málinu. „Í dag er fyrsti skóladagurinn hjá henni og vissulega er hún kvíðin en ég veit að hún er með stuðning þar,“ segir Drífa. Rætt verður við Snædísi Birtu í þættinum Ísland í dag annað kvöld. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
„Þú ert ógeð, hengdu þig, fokking mellan þín, fokk dreptu þig, ert ógeðslega ljót, þú ert fokking misheppnuð.“ Þetta eru orð sem Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur þurft að lesa um sig á netinu. Hún tjáði sig um eineltið í samtali við Pressuna í gær. Drífa Viðarsdóttir og Ásgeir Örn Ásgeirsson, foreldrar Snædísar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta var algjört högg í magann og maður er bara orðlaus og í raun og veru algjörlega bjargarlaus, því það er svo lítið sem við sem foreldrar getum gert í þessu,“ segir Drífa. Dóttir hennar hefur fengið þessi skilaboð frá fólki í nafnleynd. „Við vitum ekki hver er að senda þessi skilaboð, þetta getur verið einn einstaklingur eða margir krakkar.“Hrósar unga drengnum Ásgeir segir að einn drengur í bekknum hafi fengið nóg og tilkynnt eineltið til móður sinnar. Hún hafi því næst farið með málið inn í skólann og rætt við kennarann. Snædís hefur verið lögð í einelti síðan hún var 9 ára. Nú fer eineltið að stórum hluta fram á samfélagsmiðlum og á síðunni ask.fm. „Dóttir okkar birgir þetta bara inni í sér og segir okkur ekkert frá þessu. Hún vildi ekki að við yrðum reið,“ segir Ásgeir. Drífa segir að ungu drengurinn sem tilkynnti málið eigi hrós skilið.Meiðir fólk og er ofbeldi „Foreldar út í bæ þekkja ekkert þessar síður. Svona er nútímaeinelti í dag. Skilaboðunum er beint til hennar en allir sem eru virkir á síðunni geta lesið þau,“ segir Drífa. Þau hafi um leið farið með málið á borð lögreglu. „Okkar reiði var gríðarleg. Lögreglumaðurinn segir þá við okkur að það sé ekki hægt að rekja þessar færslur og því lítið hægt að gera. Ég vil bara segja við þá krakka sem eru að hlusta núna, hugsið aðeins um það hvað þið setjið á netið. Þetta getur meitt fólk og þetta er ofbeldi.“ Drífa segir að skólinn hafi tekið mjög vel á málinu. „Í dag er fyrsti skóladagurinn hjá henni og vissulega er hún kvíðin en ég veit að hún er með stuðning þar,“ segir Drífa. Rætt verður við Snædísi Birtu í þættinum Ísland í dag annað kvöld.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira