130 glaðir birnir Sólveig Gísladóttir skrifar 4. september 2013 12:30 Góður hópur á Þingvöllum. Gestum hátíðarinnar Bears on Ice hefur fjölgað ár frá ári. Árið 2005 voru þeir 20 en í ár er von á um 130 björnum frá fjölmörgum löndum. Mynd/Bears on ice Bears on Ice-hátíðin er nú haldin í níunda sinn, en hún hefur verið haldin árlega á Íslandi frá árinu 2005. Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hennar frá upphafi. „Þetta byrjaði með því að breskir vinir mínir hringdu og spurðu hvort ekki væri góð hugmynd að koma til Íslands eina helgi og halda partí. Ég tók hugmyndina aðeins lengra og bjó þá til viðburðinn Bears on Ice, þriggja daga hátíð sem var sambland af skemmtun og skoðunarferðum,“ segir Frosti. Viðburðurinn hefur mælst mjög vel fyrir, enda sést það á fjölgun bjarnanna sem hingað koma. „Fyrsta árið slefaði fjöldinn í tuttugu manns. Í fyrra mættu um sjötíu en í ár verða birnirnir í kringum 130,“ upplýsir Frosti en tekur fram að ekkert kappsmál sé að búa til sem stærsta hátíð. „Þetta snýst meira um gæði en magn. Við viljum búa til afslappað og vinalegt umhverfi og andrúmsloft þar sem öllum líður vel.“ En hvað eru birnir? „Birnir hafa verið skilgreindir sem hommar sem eru yfir meðallagi í þyngd, oft loðnir og stundum skeggjaðir. Hins vegar snýst þetta ekki bara um útlit heldur mikið fremur hugarfar,“ útskýrir Frosti. „Bangsasenan gengur út á að allir eru velkomnir alveg óháð því hvernig þeir líta út, hvort þeir eru stórir, smáir, loðnir, feitir eða mjóir.“Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar frá upphafi. Mynd/GVAHátíðin hefur lítið verið auglýst en hróður hennar spurst út, mann frá manni, víða um lönd. Í ár koma gestir frá fjölmörgum löndum, meðal annars Kanada, Bandaríkjunum, Írlandi, Bretlandi, Þýskalandi, Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum. „Þeir sem koma lengst að koma frá Ástralíu,“ segir Frosti. Birnirnir eru væntanlegir til landsins á morgun og hefst dagskráin með opnunarpartíi. „Á föstudaginn förum við Gullna hringinn og um kvöldið er partí. Bláa lónið verður heimsótt á laugardag og um kvöldið er strákaball,“ segir Frosti, en ferðinni lýkur með kveðjudögurði á sunnudeginum. Frosti segir mikinn vinskap myndast milli gesta hátíðarinnar. „Þetta er orðin ein stór fjölskylda og margir halda sambandi eftir að hátíðinni lýkur,“ segir hann og bætir við að sumir komi aftur og aftur. „Í ár eru einir þrír eða fjórir sem eru að koma í fjórða sinn,“ segir hann glaðlega. Gróðasjónarmið eru skipuleggjendum víðsfjarri. „Þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu. Við höfum þó notað tækifærið í gegnum tíðina að styrkja starf Samtakanna ‘78 með einum eða öðrum hætti og í ár verður strákaballið á Harlem á laugardagskvöldinu styrktardansleikur fyrir Samtökin.“ Þeir sem vilja kynna sér nánar hátíðina Bears on Ice geta farið á síðurnar gayiceland og gayice. Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Bears on Ice-hátíðin er nú haldin í níunda sinn, en hún hefur verið haldin árlega á Íslandi frá árinu 2005. Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hennar frá upphafi. „Þetta byrjaði með því að breskir vinir mínir hringdu og spurðu hvort ekki væri góð hugmynd að koma til Íslands eina helgi og halda partí. Ég tók hugmyndina aðeins lengra og bjó þá til viðburðinn Bears on Ice, þriggja daga hátíð sem var sambland af skemmtun og skoðunarferðum,“ segir Frosti. Viðburðurinn hefur mælst mjög vel fyrir, enda sést það á fjölgun bjarnanna sem hingað koma. „Fyrsta árið slefaði fjöldinn í tuttugu manns. Í fyrra mættu um sjötíu en í ár verða birnirnir í kringum 130,“ upplýsir Frosti en tekur fram að ekkert kappsmál sé að búa til sem stærsta hátíð. „Þetta snýst meira um gæði en magn. Við viljum búa til afslappað og vinalegt umhverfi og andrúmsloft þar sem öllum líður vel.“ En hvað eru birnir? „Birnir hafa verið skilgreindir sem hommar sem eru yfir meðallagi í þyngd, oft loðnir og stundum skeggjaðir. Hins vegar snýst þetta ekki bara um útlit heldur mikið fremur hugarfar,“ útskýrir Frosti. „Bangsasenan gengur út á að allir eru velkomnir alveg óháð því hvernig þeir líta út, hvort þeir eru stórir, smáir, loðnir, feitir eða mjóir.“Frosti Jónsson hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar frá upphafi. Mynd/GVAHátíðin hefur lítið verið auglýst en hróður hennar spurst út, mann frá manni, víða um lönd. Í ár koma gestir frá fjölmörgum löndum, meðal annars Kanada, Bandaríkjunum, Írlandi, Bretlandi, Þýskalandi, Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum. „Þeir sem koma lengst að koma frá Ástralíu,“ segir Frosti. Birnirnir eru væntanlegir til landsins á morgun og hefst dagskráin með opnunarpartíi. „Á föstudaginn förum við Gullna hringinn og um kvöldið er partí. Bláa lónið verður heimsótt á laugardag og um kvöldið er strákaball,“ segir Frosti, en ferðinni lýkur með kveðjudögurði á sunnudeginum. Frosti segir mikinn vinskap myndast milli gesta hátíðarinnar. „Þetta er orðin ein stór fjölskylda og margir halda sambandi eftir að hátíðinni lýkur,“ segir hann og bætir við að sumir komi aftur og aftur. „Í ár eru einir þrír eða fjórir sem eru að koma í fjórða sinn,“ segir hann glaðlega. Gróðasjónarmið eru skipuleggjendum víðsfjarri. „Þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu. Við höfum þó notað tækifærið í gegnum tíðina að styrkja starf Samtakanna ‘78 með einum eða öðrum hætti og í ár verður strákaballið á Harlem á laugardagskvöldinu styrktardansleikur fyrir Samtökin.“ Þeir sem vilja kynna sér nánar hátíðina Bears on Ice geta farið á síðurnar gayiceland og gayice.
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira