11 milljarðar í ný hjúkrunarheimili Magnús Orri Schram skrifar 15. október 2009 06:00 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að stefna að byggingu nýrra hjúkrunarheimila með 361 rými á árunum 2010 til 2012. Verkefnið kemur á góðum tíma fyrir byggingariðnað á krepputíma og hefur í för með sér verulega breytingu á aðstæðum aldraðra. Á næstu vikum verða lögð fram lagafrumvörp sem annars vegar heimila Íbúðalánasjóði að lána til þessara framkvæmda og hins vegar framkvæmdasjóði aldraðra að taka þátt í rekstrar- og leigukostnaði heimilanna þangað til ríkið getur tekið á sig þær skuldbindingar árið 2014. Þannig verði ráðist í framkvæmdir, án aukinna skuldbindinga fyrir stjórnvöld á viðkvæmasta tímanum fyrir ríkissjóð, þ.e. til 2014. Ráðist verður í byggingu hjúkrunarheimila á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Borgarbyggð, Fljótsdalshéraði, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Alls verða byggð 361 rými, 200 þeirra munu leysa af hólmi tvíbýlisrými, svo að hrein fjölgun er upp á 161 rými. Næstu skref félags- og tryggingamálaráðherra eru að leita samninga við sveitarfélög með það að markmiði að framkvæmdir við nýbyggingar geti hafist sem fyrst. Hér er á ferð enn eitt merkið um jákvæða þróun mála hér á landi síðustu misserin. Samningar um tilhögun bankastarfsemi, betri endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans, minni vöxtur atvinnuleysis en áður var spáð og fjölmörg áhugaverð verkefni einkaaðila, sýnir að margt er að falla með okkur um þessar mundir. Auk þess er uppbygging háskólasjúkrahúss og Búðarhálsvirkjun í góðum farvegi hjá lífeyrissjóðunum og stjórnkerfi. Þessi tillaga ráðherra um ellefu milljarða innspýtingu í byggingargeirann, sem léttir á atvinnuleysi meðal iðnaðarmanna og fjölgar hjúkrunarrýmum umtalsvert, er gott skref í rétta átt. Það eru erfiðir tímar og vissulega mætti margt betur fara á ýmsum sviðum. Að því leyti eru stjórnvöld ekki stikkfrí né hafin yfir gagnrýni. En látum hins vegar ekki bölmóðinn ná tökum á umræðunni, heldur tökumst á við verkefnin með jákvæðni að vopni. Þannig náum við miklu lengra. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að stefna að byggingu nýrra hjúkrunarheimila með 361 rými á árunum 2010 til 2012. Verkefnið kemur á góðum tíma fyrir byggingariðnað á krepputíma og hefur í för með sér verulega breytingu á aðstæðum aldraðra. Á næstu vikum verða lögð fram lagafrumvörp sem annars vegar heimila Íbúðalánasjóði að lána til þessara framkvæmda og hins vegar framkvæmdasjóði aldraðra að taka þátt í rekstrar- og leigukostnaði heimilanna þangað til ríkið getur tekið á sig þær skuldbindingar árið 2014. Þannig verði ráðist í framkvæmdir, án aukinna skuldbindinga fyrir stjórnvöld á viðkvæmasta tímanum fyrir ríkissjóð, þ.e. til 2014. Ráðist verður í byggingu hjúkrunarheimila á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Borgarbyggð, Fljótsdalshéraði, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Alls verða byggð 361 rými, 200 þeirra munu leysa af hólmi tvíbýlisrými, svo að hrein fjölgun er upp á 161 rými. Næstu skref félags- og tryggingamálaráðherra eru að leita samninga við sveitarfélög með það að markmiði að framkvæmdir við nýbyggingar geti hafist sem fyrst. Hér er á ferð enn eitt merkið um jákvæða þróun mála hér á landi síðustu misserin. Samningar um tilhögun bankastarfsemi, betri endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans, minni vöxtur atvinnuleysis en áður var spáð og fjölmörg áhugaverð verkefni einkaaðila, sýnir að margt er að falla með okkur um þessar mundir. Auk þess er uppbygging háskólasjúkrahúss og Búðarhálsvirkjun í góðum farvegi hjá lífeyrissjóðunum og stjórnkerfi. Þessi tillaga ráðherra um ellefu milljarða innspýtingu í byggingargeirann, sem léttir á atvinnuleysi meðal iðnaðarmanna og fjölgar hjúkrunarrýmum umtalsvert, er gott skref í rétta átt. Það eru erfiðir tímar og vissulega mætti margt betur fara á ýmsum sviðum. Að því leyti eru stjórnvöld ekki stikkfrí né hafin yfir gagnrýni. En látum hins vegar ekki bölmóðinn ná tökum á umræðunni, heldur tökumst á við verkefnin með jákvæðni að vopni. Þannig náum við miklu lengra. Höfundur er alþingismaður.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun