Lífið

100 athugasemdir á 10 tímum: Svona er að vera kona í New York

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maður sem labbaði á undan konunni var með falda myndavél í bakpokanum og tók upp í hvert einasta skipti sem einhver kallaði á hana eða blístraði í átt að henni. Myndin er skjáskot.
Maður sem labbaði á undan konunni var með falda myndavél í bakpokanum og tók upp í hvert einasta skipti sem einhver kallaði á hana eða blístraði í átt að henni. Myndin er skjáskot.
Myndband af konu sem labbar um New York í 10 klukkutíma án þess að tala við neinn sýnir greinilega hversu mikilli áreitni konur verða fyrir á götum úti.

Maður sem labbaði á undan konunni var með falda myndavél í bakpokanum og tók upp í hvert einasta skipti sem einhver kallaði á hana eða blístraði í átt að henni.

Einnig má sjá í myndbandinu þegar einn karlmaður gengur við hlið konunnar í fimm mínútur, án þess að segja orð, en hann hafði áður reynt að tala við hana og hún ekki svarað.

Samtök sem berjast gegn áreitni og ógnunum á götum úti stóðu fyrir gerð myndbandsins og segja að konan hafi verið áreitt yfir 100 sinnum á 10 tíma göngu sinni um borgina.

Myndbandið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×