10 milljónir á dag en ekki króna í virðisaukaskatt Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2015 10:48 Bláa lónið malar gull þessi dægrin. Vísir/GVA Eins og Vísir greindi frá nú á þriðjudag hagnaðist Bláa lónið um 1.8 milljarða króna á síðasta ári en tekjur lónsins námu um 6.2 milljörðum króna árið 2014. Alls sóttu 766 þúsund gestir Bláa lónið í fyrra og er það aukning um 18 prósent á milli ára, fjölgun sem nemur 119 þúsund manns. Þessir gestir greiddu alls 3.7 milljarða króna í aðgangseyri ofan í lónið eða rúmar tíu milljónir króna á dag. DV greindi frá þessu í morgun. Gestir Bláa lónsins þurfa að greiða 6800 krónur vilji þeir svamla í lóninu á háannatíma á sumrin en ódýrustu miðarnir seljast á 5300 krónur. Bláa lónið greiðir ekki virðisaukaskatt af aðgangseyrinum en stafsemi þess fellur undir starf sundstaða, heilsuræktarstarfsemi og íþróttastarfsemi sem er undanþegin skattinum. Þessi tekjuliður fyrirtækisins hefur tvöfaldast á þremur árum en aðrir tekjuliðir lónsins; svo sem sala á húðvörum, veitingum og öðrum varningi, hafa einnig aukist svo um munar á síðustu árum. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, hefur sagst vera fylgjandi því að undanþágum verði fækkað í virðisaukaskattkerfinu. Verði það gert í tilfelli aðgangseyrisins í lónið verði einfaldlega brugðist við því og miðaverð hækkað sem skattinum nemur. Tekið skal fram að Bláa lónið greiðir nú virðisaukaskatt af annarri starfsemi, meðal annars verslun, veitingum og gistiþjónustu. Á aðalfundi Bláa lónsins sem fór fram á þriðjudag var samþykkt að greiða 1.191 milljón króna í arð sem er aukning um rúmar 260 milljónir á milli ára. Arðgreiðslurnar nema því rúmlega 2 milljörðum króna á síðastliðnum tveimur árum. „Vöxtur Bláa Lónsins undanfarin ár hefur verið í takt við þróun ferðaþjónustunnar sem í dag aflar þjóðinni meiri gjaldeyristekna en nokkur önnur atvinnugrein,“ sagði Grímur í tilkynningu á þriðjudag. „Nú er unnið að áframhaldandi uppbyggingu sem felst í stækkun á upplifunarsvæði Bláa Lónsins og byggingu lúxushótels þar sem áherslan verður áfram á einstaka upplifun gesta og gæði,“ bætti hann við. Tengdar fréttir Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum. 16. september 2014 19:45 Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá nú á þriðjudag hagnaðist Bláa lónið um 1.8 milljarða króna á síðasta ári en tekjur lónsins námu um 6.2 milljörðum króna árið 2014. Alls sóttu 766 þúsund gestir Bláa lónið í fyrra og er það aukning um 18 prósent á milli ára, fjölgun sem nemur 119 þúsund manns. Þessir gestir greiddu alls 3.7 milljarða króna í aðgangseyri ofan í lónið eða rúmar tíu milljónir króna á dag. DV greindi frá þessu í morgun. Gestir Bláa lónsins þurfa að greiða 6800 krónur vilji þeir svamla í lóninu á háannatíma á sumrin en ódýrustu miðarnir seljast á 5300 krónur. Bláa lónið greiðir ekki virðisaukaskatt af aðgangseyrinum en stafsemi þess fellur undir starf sundstaða, heilsuræktarstarfsemi og íþróttastarfsemi sem er undanþegin skattinum. Þessi tekjuliður fyrirtækisins hefur tvöfaldast á þremur árum en aðrir tekjuliðir lónsins; svo sem sala á húðvörum, veitingum og öðrum varningi, hafa einnig aukist svo um munar á síðustu árum. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, hefur sagst vera fylgjandi því að undanþágum verði fækkað í virðisaukaskattkerfinu. Verði það gert í tilfelli aðgangseyrisins í lónið verði einfaldlega brugðist við því og miðaverð hækkað sem skattinum nemur. Tekið skal fram að Bláa lónið greiðir nú virðisaukaskatt af annarri starfsemi, meðal annars verslun, veitingum og gistiþjónustu. Á aðalfundi Bláa lónsins sem fór fram á þriðjudag var samþykkt að greiða 1.191 milljón króna í arð sem er aukning um rúmar 260 milljónir á milli ára. Arðgreiðslurnar nema því rúmlega 2 milljörðum króna á síðastliðnum tveimur árum. „Vöxtur Bláa Lónsins undanfarin ár hefur verið í takt við þróun ferðaþjónustunnar sem í dag aflar þjóðinni meiri gjaldeyristekna en nokkur önnur atvinnugrein,“ sagði Grímur í tilkynningu á þriðjudag. „Nú er unnið að áframhaldandi uppbyggingu sem felst í stækkun á upplifunarsvæði Bláa Lónsins og byggingu lúxushótels þar sem áherslan verður áfram á einstaka upplifun gesta og gæði,“ bætti hann við.
Tengdar fréttir Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum. 16. september 2014 19:45 Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum. 16. september 2014 19:45