Viðskipti innlent

1% verðbólga í nóvember

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur lækkað um 0,3% síðasta árið.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur lækkað um 0,3% síðasta árið. Vísir/Vilhelm
Verðbólga á  ársgrundvelli mældist 1% í nóvember samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands um vísitölu neysluverðs sem birtar voru í dag. Vísitalan án húsnæðis hefur svo lækkað um 0,3% síðasta árið.

Fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar að undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,5%. Það jafngildir 2% verðhjöðnun á ársgrundvelli.

Verðlagsbreytingar eru ekki miklar en þó segir í frétt Hagstofunnar að flugfargjöld hafi lækkað um 17,3% á milli mánaða og verð á bensíni og olíu hafi lækkað um 2,6%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×