Erlent

Segir Bandaríkjamenn hafa stundað pyntingar í kjölfar 11. september

Atli Ísleifsson skrifar
Skýrsla öldungadeildar Bandaríkjaþings um starfshætti leyniþjónustunnar í kjölfar 11. september 2001 verður kynnt á næstu dögum.
Skýrsla öldungadeildar Bandaríkjaþings um starfshætti leyniþjónustunnar í kjölfar 11. september 2001 verður kynnt á næstu dögum. Vísir/AP
Barrack Obama Bandaríkjaforseti segir að ekki beri að refsa starfsmönnum bandarísku leyniþjónustunnar of hart fyrir að hafa beitt grunuðum hryðjuverkamönnum pyntingum í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001.

Obama viðurkenndi á fréttamannafundi fyrr í dag að bandarísk yfirvöld hafi beitt pyntingum í kjölfar hryðjuverkanna. „Við gerðum hluti sem ganga gegn okkar gildum.“

Bandarísk stjórnvöld munu á næstu dögum opinbera niðurstöður rannsóknar öldungadeildar Bandaríkjaþings um framgöngu starfsmanna leyniþjónustunnar í leit að grunuðum hryðjuverkamönnum.

Obama segist þegar hafa vitað áður en hann varð forseti að fulltrúar bandarískra yfirvalda hafi framkvæmt ýmislegt eftir 11. september sem hafi verið rangir. „Við gerðum mjög margt sem var rétt, en við pyntuðum líka suma.“

Obama lagði þó áherslu á að starfsmenn leyniþjónustunnar hafi starfað undir miklum þrýstingi eftir árásirnar. „Menn vissu ekki hvort von væri á fleiri árásum og rannsóknarmenn og lögregla voru undir miklum þrýstingi.“

Á vef danska ríkisútvarpsins segir að bandaríska leyniþjónustan hafi lengi verið sökuð um að hafa beitt ólöglegum yfirheysluaðferðum á árunum 2002 til 2006 í leit sinni að liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×