„Við getum orðið stórfyrirtæki“ 10. júlí 2010 05:00 Björn Lárus Örvar „Við getum orðið stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða innan skamms tíma," segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni. „Við erum að fara inn á lyfjaþróunarmarkaðinn. Þar erum við í viðræðum við indverska fjárfesta um að fara með okkur í stórt verkefni." ORF Líftækni hefur tvöfaldað fjölda starfsfólks frá hruni. Erlendir fagfjárfestar hafa gefið fyrirtækinu innspýtingu með nokkur hundruð milljóna króna framlagi. Fyrirtækið stefnir á stórfellda akuryrkju þar sem erfðabreytt bygg yrði ræktað til framleiðslu á líftæknivörum. Það eina sem stendur í veginum er úrskurður umhverfis-ráðherra um útiræktunarleyfi, sem Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu. Fyrirtækið framleiðir sérvirk prótein sem fyrirfinnast í mannslíkamanum. Til þessa er fræ byggplöntunnar nýtt sem verksmiðja. Próteinin nýtast til læknisrannsókna, lyfja- og snyrtivöruframleiðslu. Af þeim 130 próteinum sem fyrirtækið framleiðir eru 38 seld til útlanda. Eitt þeirra er selt hér á landi í húðdropum frá Sif Cosmetics, dótturfyrirtæki ORF. Heimsmarkaðurinn með próteinin, ef lyf eru undanskilin, er um einn milljarður Bandaríkjadala á ári, eða um 125 milljarðar króna. Markaðurinn fyrir eitt þeirra próteinlyfja sem þegar er komið á markað er hins vegar 625 milljarðar íslenskra króna á ári. Framleiðsla ORF tengist nýrri læknisfræði, svokallaðri vefjasmíði, þar sem próteinin eru nýtt við líffærasmíði. Þegar hefur verið búin til þvagblaðra. Einnig hjartalokur og vélinda. „Þessu má líkja við að hægt sé að smíða varahluti í menn," segir Björn. - shá Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
„Við getum orðið stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða innan skamms tíma," segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni. „Við erum að fara inn á lyfjaþróunarmarkaðinn. Þar erum við í viðræðum við indverska fjárfesta um að fara með okkur í stórt verkefni." ORF Líftækni hefur tvöfaldað fjölda starfsfólks frá hruni. Erlendir fagfjárfestar hafa gefið fyrirtækinu innspýtingu með nokkur hundruð milljóna króna framlagi. Fyrirtækið stefnir á stórfellda akuryrkju þar sem erfðabreytt bygg yrði ræktað til framleiðslu á líftæknivörum. Það eina sem stendur í veginum er úrskurður umhverfis-ráðherra um útiræktunarleyfi, sem Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu. Fyrirtækið framleiðir sérvirk prótein sem fyrirfinnast í mannslíkamanum. Til þessa er fræ byggplöntunnar nýtt sem verksmiðja. Próteinin nýtast til læknisrannsókna, lyfja- og snyrtivöruframleiðslu. Af þeim 130 próteinum sem fyrirtækið framleiðir eru 38 seld til útlanda. Eitt þeirra er selt hér á landi í húðdropum frá Sif Cosmetics, dótturfyrirtæki ORF. Heimsmarkaðurinn með próteinin, ef lyf eru undanskilin, er um einn milljarður Bandaríkjadala á ári, eða um 125 milljarðar króna. Markaðurinn fyrir eitt þeirra próteinlyfja sem þegar er komið á markað er hins vegar 625 milljarðar íslenskra króna á ári. Framleiðsla ORF tengist nýrri læknisfræði, svokallaðri vefjasmíði, þar sem próteinin eru nýtt við líffærasmíði. Þegar hefur verið búin til þvagblaðra. Einnig hjartalokur og vélinda. „Þessu má líkja við að hægt sé að smíða varahluti í menn," segir Björn. - shá
Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira