„Við erum ekki þjónustustofnun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 10:59 Ólöf Snæhólm Baldursdóttir er upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Vísir Reglulega kemur upp umræða um að björgunarsveitirnar rukki fólk sem hefur komið sér í ógöngur vísvitandi, eins og raunin virðist vera með mann sem bjargað var í nótt á fjallvegi skammt frá höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn hafði virt lokanir að vettugi og fest jeppling sem hann var á. Þegar björgunarsveitarmenn komu svo á vettvang var hann ósáttur við að þeir neituðu að koma bílnum til byggða. Sjá einnig: Fastur á fjallvegi í lakkskóm og leðurjakkaEkki komið til tals að rukka fólk fyrir björgun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að ekki hafi komið til tals innan Landsbjargar að samræma einhvers konar gjaldtöku og rukka fólk fyrir björgun. Hitt sé svo annað mál að björgunarsveitirnar eru ekki þjónustustofnun. „Við höfum ekki viljað rukka fólk fyrir björgun ef það er hætta á ferð. Ef hins vegar er um að ræða þjónustuverkefni þar sem losa á til dæmis bíl þá þekkist það alveg að björgunarsveitirnar hafa fengið greitt fyrir það. Við gefum okkur auðvitað út fyrir að aðstoða fólk í neyð og bjarga mannslífum og verðmætum en við erum ekki þjónustustofnun,“ segir Ólöf. Hún segir fólk oft borga fyrir aðstoð að eigin frumkvæði en stundum óska björgunarsveitirnar eftir greiðslu. Ólöf segir að það þurfi einfaldlega að meta hvert tilvik fyrir sig og björgunarsveitirnar ráða þessu svolítið sjálfar.Atvikið í nótt ekki einsdæmi „Við höfum tekið þann pól í hæðina að koma fólki til byggða en skilja bílana eftir. Það hafa náttúrulega komið upp atvik þar sem bílar hafa skemmst þegar þeir hafa verið dregnir í burtu. Í slíkum tilfellum eru björgunarsveitirnar bótaskyldar,“ segir Ólöf. Hún segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að björgunarsveitirnar séu mannaðar af sjálfboðaliðum sem fjármagni starfið sjálfir með fjáröflunum. Starf björgunarsveitanna er því ekki fjármagnað með skattfé almennings. Ólöf segir að atvikið í nótt sé ekkert einsdæmi; svona komi upp af og til. „Þetta er samt mikill minnihluti og ég held að flestir skilji starf björgunarsveitanna betur heldur en viðkomandi.“ Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Reglulega kemur upp umræða um að björgunarsveitirnar rukki fólk sem hefur komið sér í ógöngur vísvitandi, eins og raunin virðist vera með mann sem bjargað var í nótt á fjallvegi skammt frá höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn hafði virt lokanir að vettugi og fest jeppling sem hann var á. Þegar björgunarsveitarmenn komu svo á vettvang var hann ósáttur við að þeir neituðu að koma bílnum til byggða. Sjá einnig: Fastur á fjallvegi í lakkskóm og leðurjakkaEkki komið til tals að rukka fólk fyrir björgun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að ekki hafi komið til tals innan Landsbjargar að samræma einhvers konar gjaldtöku og rukka fólk fyrir björgun. Hitt sé svo annað mál að björgunarsveitirnar eru ekki þjónustustofnun. „Við höfum ekki viljað rukka fólk fyrir björgun ef það er hætta á ferð. Ef hins vegar er um að ræða þjónustuverkefni þar sem losa á til dæmis bíl þá þekkist það alveg að björgunarsveitirnar hafa fengið greitt fyrir það. Við gefum okkur auðvitað út fyrir að aðstoða fólk í neyð og bjarga mannslífum og verðmætum en við erum ekki þjónustustofnun,“ segir Ólöf. Hún segir fólk oft borga fyrir aðstoð að eigin frumkvæði en stundum óska björgunarsveitirnar eftir greiðslu. Ólöf segir að það þurfi einfaldlega að meta hvert tilvik fyrir sig og björgunarsveitirnar ráða þessu svolítið sjálfar.Atvikið í nótt ekki einsdæmi „Við höfum tekið þann pól í hæðina að koma fólki til byggða en skilja bílana eftir. Það hafa náttúrulega komið upp atvik þar sem bílar hafa skemmst þegar þeir hafa verið dregnir í burtu. Í slíkum tilfellum eru björgunarsveitirnar bótaskyldar,“ segir Ólöf. Hún segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að björgunarsveitirnar séu mannaðar af sjálfboðaliðum sem fjármagni starfið sjálfir með fjáröflunum. Starf björgunarsveitanna er því ekki fjármagnað með skattfé almennings. Ólöf segir að atvikið í nótt sé ekkert einsdæmi; svona komi upp af og til. „Þetta er samt mikill minnihluti og ég held að flestir skilji starf björgunarsveitanna betur heldur en viðkomandi.“
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira