„Við erum ekki þjónustustofnun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 10:59 Ólöf Snæhólm Baldursdóttir er upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Vísir Reglulega kemur upp umræða um að björgunarsveitirnar rukki fólk sem hefur komið sér í ógöngur vísvitandi, eins og raunin virðist vera með mann sem bjargað var í nótt á fjallvegi skammt frá höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn hafði virt lokanir að vettugi og fest jeppling sem hann var á. Þegar björgunarsveitarmenn komu svo á vettvang var hann ósáttur við að þeir neituðu að koma bílnum til byggða. Sjá einnig: Fastur á fjallvegi í lakkskóm og leðurjakkaEkki komið til tals að rukka fólk fyrir björgun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að ekki hafi komið til tals innan Landsbjargar að samræma einhvers konar gjaldtöku og rukka fólk fyrir björgun. Hitt sé svo annað mál að björgunarsveitirnar eru ekki þjónustustofnun. „Við höfum ekki viljað rukka fólk fyrir björgun ef það er hætta á ferð. Ef hins vegar er um að ræða þjónustuverkefni þar sem losa á til dæmis bíl þá þekkist það alveg að björgunarsveitirnar hafa fengið greitt fyrir það. Við gefum okkur auðvitað út fyrir að aðstoða fólk í neyð og bjarga mannslífum og verðmætum en við erum ekki þjónustustofnun,“ segir Ólöf. Hún segir fólk oft borga fyrir aðstoð að eigin frumkvæði en stundum óska björgunarsveitirnar eftir greiðslu. Ólöf segir að það þurfi einfaldlega að meta hvert tilvik fyrir sig og björgunarsveitirnar ráða þessu svolítið sjálfar.Atvikið í nótt ekki einsdæmi „Við höfum tekið þann pól í hæðina að koma fólki til byggða en skilja bílana eftir. Það hafa náttúrulega komið upp atvik þar sem bílar hafa skemmst þegar þeir hafa verið dregnir í burtu. Í slíkum tilfellum eru björgunarsveitirnar bótaskyldar,“ segir Ólöf. Hún segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að björgunarsveitirnar séu mannaðar af sjálfboðaliðum sem fjármagni starfið sjálfir með fjáröflunum. Starf björgunarsveitanna er því ekki fjármagnað með skattfé almennings. Ólöf segir að atvikið í nótt sé ekkert einsdæmi; svona komi upp af og til. „Þetta er samt mikill minnihluti og ég held að flestir skilji starf björgunarsveitanna betur heldur en viðkomandi.“ Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Reglulega kemur upp umræða um að björgunarsveitirnar rukki fólk sem hefur komið sér í ógöngur vísvitandi, eins og raunin virðist vera með mann sem bjargað var í nótt á fjallvegi skammt frá höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn hafði virt lokanir að vettugi og fest jeppling sem hann var á. Þegar björgunarsveitarmenn komu svo á vettvang var hann ósáttur við að þeir neituðu að koma bílnum til byggða. Sjá einnig: Fastur á fjallvegi í lakkskóm og leðurjakkaEkki komið til tals að rukka fólk fyrir björgun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að ekki hafi komið til tals innan Landsbjargar að samræma einhvers konar gjaldtöku og rukka fólk fyrir björgun. Hitt sé svo annað mál að björgunarsveitirnar eru ekki þjónustustofnun. „Við höfum ekki viljað rukka fólk fyrir björgun ef það er hætta á ferð. Ef hins vegar er um að ræða þjónustuverkefni þar sem losa á til dæmis bíl þá þekkist það alveg að björgunarsveitirnar hafa fengið greitt fyrir það. Við gefum okkur auðvitað út fyrir að aðstoða fólk í neyð og bjarga mannslífum og verðmætum en við erum ekki þjónustustofnun,“ segir Ólöf. Hún segir fólk oft borga fyrir aðstoð að eigin frumkvæði en stundum óska björgunarsveitirnar eftir greiðslu. Ólöf segir að það þurfi einfaldlega að meta hvert tilvik fyrir sig og björgunarsveitirnar ráða þessu svolítið sjálfar.Atvikið í nótt ekki einsdæmi „Við höfum tekið þann pól í hæðina að koma fólki til byggða en skilja bílana eftir. Það hafa náttúrulega komið upp atvik þar sem bílar hafa skemmst þegar þeir hafa verið dregnir í burtu. Í slíkum tilfellum eru björgunarsveitirnar bótaskyldar,“ segir Ólöf. Hún segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að björgunarsveitirnar séu mannaðar af sjálfboðaliðum sem fjármagni starfið sjálfir með fjáröflunum. Starf björgunarsveitanna er því ekki fjármagnað með skattfé almennings. Ólöf segir að atvikið í nótt sé ekkert einsdæmi; svona komi upp af og til. „Þetta er samt mikill minnihluti og ég held að flestir skilji starf björgunarsveitanna betur heldur en viðkomandi.“
Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira