„Við erum ekki þjónustustofnun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 10:59 Ólöf Snæhólm Baldursdóttir er upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Vísir Reglulega kemur upp umræða um að björgunarsveitirnar rukki fólk sem hefur komið sér í ógöngur vísvitandi, eins og raunin virðist vera með mann sem bjargað var í nótt á fjallvegi skammt frá höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn hafði virt lokanir að vettugi og fest jeppling sem hann var á. Þegar björgunarsveitarmenn komu svo á vettvang var hann ósáttur við að þeir neituðu að koma bílnum til byggða. Sjá einnig: Fastur á fjallvegi í lakkskóm og leðurjakkaEkki komið til tals að rukka fólk fyrir björgun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að ekki hafi komið til tals innan Landsbjargar að samræma einhvers konar gjaldtöku og rukka fólk fyrir björgun. Hitt sé svo annað mál að björgunarsveitirnar eru ekki þjónustustofnun. „Við höfum ekki viljað rukka fólk fyrir björgun ef það er hætta á ferð. Ef hins vegar er um að ræða þjónustuverkefni þar sem losa á til dæmis bíl þá þekkist það alveg að björgunarsveitirnar hafa fengið greitt fyrir það. Við gefum okkur auðvitað út fyrir að aðstoða fólk í neyð og bjarga mannslífum og verðmætum en við erum ekki þjónustustofnun,“ segir Ólöf. Hún segir fólk oft borga fyrir aðstoð að eigin frumkvæði en stundum óska björgunarsveitirnar eftir greiðslu. Ólöf segir að það þurfi einfaldlega að meta hvert tilvik fyrir sig og björgunarsveitirnar ráða þessu svolítið sjálfar.Atvikið í nótt ekki einsdæmi „Við höfum tekið þann pól í hæðina að koma fólki til byggða en skilja bílana eftir. Það hafa náttúrulega komið upp atvik þar sem bílar hafa skemmst þegar þeir hafa verið dregnir í burtu. Í slíkum tilfellum eru björgunarsveitirnar bótaskyldar,“ segir Ólöf. Hún segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að björgunarsveitirnar séu mannaðar af sjálfboðaliðum sem fjármagni starfið sjálfir með fjáröflunum. Starf björgunarsveitanna er því ekki fjármagnað með skattfé almennings. Ólöf segir að atvikið í nótt sé ekkert einsdæmi; svona komi upp af og til. „Þetta er samt mikill minnihluti og ég held að flestir skilji starf björgunarsveitanna betur heldur en viðkomandi.“ Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Táningsstúlkan sem lést var á íslenskum hesti Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Reglulega kemur upp umræða um að björgunarsveitirnar rukki fólk sem hefur komið sér í ógöngur vísvitandi, eins og raunin virðist vera með mann sem bjargað var í nótt á fjallvegi skammt frá höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn hafði virt lokanir að vettugi og fest jeppling sem hann var á. Þegar björgunarsveitarmenn komu svo á vettvang var hann ósáttur við að þeir neituðu að koma bílnum til byggða. Sjá einnig: Fastur á fjallvegi í lakkskóm og leðurjakkaEkki komið til tals að rukka fólk fyrir björgun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að ekki hafi komið til tals innan Landsbjargar að samræma einhvers konar gjaldtöku og rukka fólk fyrir björgun. Hitt sé svo annað mál að björgunarsveitirnar eru ekki þjónustustofnun. „Við höfum ekki viljað rukka fólk fyrir björgun ef það er hætta á ferð. Ef hins vegar er um að ræða þjónustuverkefni þar sem losa á til dæmis bíl þá þekkist það alveg að björgunarsveitirnar hafa fengið greitt fyrir það. Við gefum okkur auðvitað út fyrir að aðstoða fólk í neyð og bjarga mannslífum og verðmætum en við erum ekki þjónustustofnun,“ segir Ólöf. Hún segir fólk oft borga fyrir aðstoð að eigin frumkvæði en stundum óska björgunarsveitirnar eftir greiðslu. Ólöf segir að það þurfi einfaldlega að meta hvert tilvik fyrir sig og björgunarsveitirnar ráða þessu svolítið sjálfar.Atvikið í nótt ekki einsdæmi „Við höfum tekið þann pól í hæðina að koma fólki til byggða en skilja bílana eftir. Það hafa náttúrulega komið upp atvik þar sem bílar hafa skemmst þegar þeir hafa verið dregnir í burtu. Í slíkum tilfellum eru björgunarsveitirnar bótaskyldar,“ segir Ólöf. Hún segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að björgunarsveitirnar séu mannaðar af sjálfboðaliðum sem fjármagni starfið sjálfir með fjáröflunum. Starf björgunarsveitanna er því ekki fjármagnað með skattfé almennings. Ólöf segir að atvikið í nótt sé ekkert einsdæmi; svona komi upp af og til. „Þetta er samt mikill minnihluti og ég held að flestir skilji starf björgunarsveitanna betur heldur en viðkomandi.“
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Táningsstúlkan sem lést var á íslenskum hesti Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira