Innlent

„Þurfti að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum"

Breki Logason skrifar
Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði í handbolta var einn þeirra sem tók þátt í pallborðsumræðum í Norræna húsinu en þar var í dag sett þriggja daga karókí maraþon. Það er Björk Guðmundsdóttir og fleiri sem standa að uppákomunni en markmiðið er að vekja athygli á undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að þjóðin fái að kjósa um hvort auðlindir landsins verði framvegis í lögsögu þjóðarinnar.

Ólafur hefur miklar skoðanir á þessum málum og segist vona til þess að fólk fari að horfa í kringum sig og hugsa um þessa hluti. Sjálfur segist hann hafa þurft að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum fyrir þremur mánuðum þar sem honum finnst flokkurinn við það að viðhalda eignarétti fólks, hvernig sem sá fengur sé fenginn eins og hann orðar það.

Hægt er að horfa á ítarlegt viðtal við Ólaf Stefánsson með þessari frétt hér að ofan, einnig ef smellt er hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×