„Þú vissir að ég myndi kæra þig og vissir að þú myndir tapa því máli“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2014 19:34 „Þú ert ekki bara að stöðva rútufyrirtæki, heldur einnig menn eins og mig. Þú þorðir því ekki. Þú vissir að ég myndi kæra þig og vissir að þú myndir tapa því máli,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður, en orðaskipti hans og Óskars Magnússonar, eins eiganda Kersins, voru ansi hörð í þættinum Reykjavík síðdegis fyrr í kvöld. Ögmundur hefur verið harðorður og gagnrýninn á ákvörðun þeirra landeigenda sem hafa þegar, eða ætla sér að hefja gjaldtöku við náttúruperlur Íslands, en fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands um að setja lögbann á gjaldtökuna við Geysissvæðið í Haukadal. Ögmundur líkir gjaldtökum sem þessum við ofbeldi og segir að verið sé að kvótavæða Ísland á nýjan hátt. „Við munum ekki láta mann eins og þig, eða aðra landeigendur, komast upp með þetta ofbeldi. Þetta er ekkert annað en ofbeldi. Þú hefur ekki verið að fara að lögum. Þið ætlið að taka náttúruperlurnar og gera þær að arðsemis maskínum fyrir ykkar hagsmuni og svo veifið þið þessu tali um að þið séuð að passa náttúruna.“ „Þetta er fullyrðing þingmannsins sem hefur aldrei lesið þau. Hann getur ekki túlkað þau nema elsa þau. Ég held að enginn lögfróður maður muni halda því fram að það sé líku saman að jafna við Geysi,“ segir Óskar.Óskar Magnússon segir nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. Landið verði að öðrum kosti fótum troðið.vísir/vilhelmÓskar segir gjaldtökuna byggjast á því að fjölgun ferðamanna hefur aukist mikið síðastliðin ár. Hann segir að ekki sé hægt að láta það viðgangast að landið sé fótum troðið og því sé nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. „Ástandið er tiltölulega skárra við Kerið en víða annars staðar. Það skilur það eiginlega öll þjóðin, en að vísu ekki allir. Þeir sem skemma eiga að bæta fyrir. Það er gömul og góð regla. Sá sem fótum treður íslenska náttúru, er ekki eðlilegt að hann greiði fyrir það? Svo hægt sé að hafa hana í lagi til að aðrir geti komið á eftir og skoðað? Það tel ég.“ Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gær að sýslumaður skuli framfylgja lögbanni ríkisins gegn gjaldtöku á Geysissvæðinu og var landeigendum því gert að hætta gjaldtökunni. Málsmeðferð vegna lögbannskröfunnar hófst síðastliðinn fimmtudag. Ögmundur mætti fjórum sinnum, fylktu liði, að Geysissvæðinu og mótmælti. Hann segir gjaldtökuna við Kerið jafn ólöglega og gjaldtökuna við Geysi, en gjaldtaka við Kerið hófst síðasta vor og kostar 350 krónur inn á svæðið. Hann ætlar sér að ganga jafn hart fram gegn gjaldtökunni við Kerið og hann gerði við Geysi. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Þú ert ekki bara að stöðva rútufyrirtæki, heldur einnig menn eins og mig. Þú þorðir því ekki. Þú vissir að ég myndi kæra þig og vissir að þú myndir tapa því máli,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður, en orðaskipti hans og Óskars Magnússonar, eins eiganda Kersins, voru ansi hörð í þættinum Reykjavík síðdegis fyrr í kvöld. Ögmundur hefur verið harðorður og gagnrýninn á ákvörðun þeirra landeigenda sem hafa þegar, eða ætla sér að hefja gjaldtöku við náttúruperlur Íslands, en fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands um að setja lögbann á gjaldtökuna við Geysissvæðið í Haukadal. Ögmundur líkir gjaldtökum sem þessum við ofbeldi og segir að verið sé að kvótavæða Ísland á nýjan hátt. „Við munum ekki láta mann eins og þig, eða aðra landeigendur, komast upp með þetta ofbeldi. Þetta er ekkert annað en ofbeldi. Þú hefur ekki verið að fara að lögum. Þið ætlið að taka náttúruperlurnar og gera þær að arðsemis maskínum fyrir ykkar hagsmuni og svo veifið þið þessu tali um að þið séuð að passa náttúruna.“ „Þetta er fullyrðing þingmannsins sem hefur aldrei lesið þau. Hann getur ekki túlkað þau nema elsa þau. Ég held að enginn lögfróður maður muni halda því fram að það sé líku saman að jafna við Geysi,“ segir Óskar.Óskar Magnússon segir nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. Landið verði að öðrum kosti fótum troðið.vísir/vilhelmÓskar segir gjaldtökuna byggjast á því að fjölgun ferðamanna hefur aukist mikið síðastliðin ár. Hann segir að ekki sé hægt að láta það viðgangast að landið sé fótum troðið og því sé nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. „Ástandið er tiltölulega skárra við Kerið en víða annars staðar. Það skilur það eiginlega öll þjóðin, en að vísu ekki allir. Þeir sem skemma eiga að bæta fyrir. Það er gömul og góð regla. Sá sem fótum treður íslenska náttúru, er ekki eðlilegt að hann greiði fyrir það? Svo hægt sé að hafa hana í lagi til að aðrir geti komið á eftir og skoðað? Það tel ég.“ Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gær að sýslumaður skuli framfylgja lögbanni ríkisins gegn gjaldtöku á Geysissvæðinu og var landeigendum því gert að hætta gjaldtökunni. Málsmeðferð vegna lögbannskröfunnar hófst síðastliðinn fimmtudag. Ögmundur mætti fjórum sinnum, fylktu liði, að Geysissvæðinu og mótmælti. Hann segir gjaldtökuna við Kerið jafn ólöglega og gjaldtökuna við Geysi, en gjaldtaka við Kerið hófst síðasta vor og kostar 350 krónur inn á svæðið. Hann ætlar sér að ganga jafn hart fram gegn gjaldtökunni við Kerið og hann gerði við Geysi.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira