„Þú vissir að ég myndi kæra þig og vissir að þú myndir tapa því máli“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2014 19:34 „Þú ert ekki bara að stöðva rútufyrirtæki, heldur einnig menn eins og mig. Þú þorðir því ekki. Þú vissir að ég myndi kæra þig og vissir að þú myndir tapa því máli,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður, en orðaskipti hans og Óskars Magnússonar, eins eiganda Kersins, voru ansi hörð í þættinum Reykjavík síðdegis fyrr í kvöld. Ögmundur hefur verið harðorður og gagnrýninn á ákvörðun þeirra landeigenda sem hafa þegar, eða ætla sér að hefja gjaldtöku við náttúruperlur Íslands, en fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands um að setja lögbann á gjaldtökuna við Geysissvæðið í Haukadal. Ögmundur líkir gjaldtökum sem þessum við ofbeldi og segir að verið sé að kvótavæða Ísland á nýjan hátt. „Við munum ekki láta mann eins og þig, eða aðra landeigendur, komast upp með þetta ofbeldi. Þetta er ekkert annað en ofbeldi. Þú hefur ekki verið að fara að lögum. Þið ætlið að taka náttúruperlurnar og gera þær að arðsemis maskínum fyrir ykkar hagsmuni og svo veifið þið þessu tali um að þið séuð að passa náttúruna.“ „Þetta er fullyrðing þingmannsins sem hefur aldrei lesið þau. Hann getur ekki túlkað þau nema elsa þau. Ég held að enginn lögfróður maður muni halda því fram að það sé líku saman að jafna við Geysi,“ segir Óskar.Óskar Magnússon segir nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. Landið verði að öðrum kosti fótum troðið.vísir/vilhelmÓskar segir gjaldtökuna byggjast á því að fjölgun ferðamanna hefur aukist mikið síðastliðin ár. Hann segir að ekki sé hægt að láta það viðgangast að landið sé fótum troðið og því sé nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. „Ástandið er tiltölulega skárra við Kerið en víða annars staðar. Það skilur það eiginlega öll þjóðin, en að vísu ekki allir. Þeir sem skemma eiga að bæta fyrir. Það er gömul og góð regla. Sá sem fótum treður íslenska náttúru, er ekki eðlilegt að hann greiði fyrir það? Svo hægt sé að hafa hana í lagi til að aðrir geti komið á eftir og skoðað? Það tel ég.“ Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gær að sýslumaður skuli framfylgja lögbanni ríkisins gegn gjaldtöku á Geysissvæðinu og var landeigendum því gert að hætta gjaldtökunni. Málsmeðferð vegna lögbannskröfunnar hófst síðastliðinn fimmtudag. Ögmundur mætti fjórum sinnum, fylktu liði, að Geysissvæðinu og mótmælti. Hann segir gjaldtökuna við Kerið jafn ólöglega og gjaldtökuna við Geysi, en gjaldtaka við Kerið hófst síðasta vor og kostar 350 krónur inn á svæðið. Hann ætlar sér að ganga jafn hart fram gegn gjaldtökunni við Kerið og hann gerði við Geysi. Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Dónatal í desember Erlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
„Þú ert ekki bara að stöðva rútufyrirtæki, heldur einnig menn eins og mig. Þú þorðir því ekki. Þú vissir að ég myndi kæra þig og vissir að þú myndir tapa því máli,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður, en orðaskipti hans og Óskars Magnússonar, eins eiganda Kersins, voru ansi hörð í þættinum Reykjavík síðdegis fyrr í kvöld. Ögmundur hefur verið harðorður og gagnrýninn á ákvörðun þeirra landeigenda sem hafa þegar, eða ætla sér að hefja gjaldtöku við náttúruperlur Íslands, en fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands um að setja lögbann á gjaldtökuna við Geysissvæðið í Haukadal. Ögmundur líkir gjaldtökum sem þessum við ofbeldi og segir að verið sé að kvótavæða Ísland á nýjan hátt. „Við munum ekki láta mann eins og þig, eða aðra landeigendur, komast upp með þetta ofbeldi. Þetta er ekkert annað en ofbeldi. Þú hefur ekki verið að fara að lögum. Þið ætlið að taka náttúruperlurnar og gera þær að arðsemis maskínum fyrir ykkar hagsmuni og svo veifið þið þessu tali um að þið séuð að passa náttúruna.“ „Þetta er fullyrðing þingmannsins sem hefur aldrei lesið þau. Hann getur ekki túlkað þau nema elsa þau. Ég held að enginn lögfróður maður muni halda því fram að það sé líku saman að jafna við Geysi,“ segir Óskar.Óskar Magnússon segir nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. Landið verði að öðrum kosti fótum troðið.vísir/vilhelmÓskar segir gjaldtökuna byggjast á því að fjölgun ferðamanna hefur aukist mikið síðastliðin ár. Hann segir að ekki sé hægt að láta það viðgangast að landið sé fótum troðið og því sé nauðsynlegt að innheimta gjald svo hægt sé að varðveita náttúruna. „Ástandið er tiltölulega skárra við Kerið en víða annars staðar. Það skilur það eiginlega öll þjóðin, en að vísu ekki allir. Þeir sem skemma eiga að bæta fyrir. Það er gömul og góð regla. Sá sem fótum treður íslenska náttúru, er ekki eðlilegt að hann greiði fyrir það? Svo hægt sé að hafa hana í lagi til að aðrir geti komið á eftir og skoðað? Það tel ég.“ Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gær að sýslumaður skuli framfylgja lögbanni ríkisins gegn gjaldtöku á Geysissvæðinu og var landeigendum því gert að hætta gjaldtökunni. Málsmeðferð vegna lögbannskröfunnar hófst síðastliðinn fimmtudag. Ögmundur mætti fjórum sinnum, fylktu liði, að Geysissvæðinu og mótmælti. Hann segir gjaldtökuna við Kerið jafn ólöglega og gjaldtökuna við Geysi, en gjaldtaka við Kerið hófst síðasta vor og kostar 350 krónur inn á svæðið. Hann ætlar sér að ganga jafn hart fram gegn gjaldtökunni við Kerið og hann gerði við Geysi.
Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Dónatal í desember Erlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira