„Þetta verður mjög erfitt fyrir kvikmyndagreinina“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. október 2013 00:01 Laufey segir kvikmyndagerð rekna á hagkvæman hátt, allt sé fjármagnað af einkaaðilum til móts við ríkið. Mynd/Anton Fallið er frá áformum um 470 milljón króna framlag í Kvikmyndasjóð sem veitt var á fjárlögum ársins 2013 auk 15 milljón króna lækkunar á framlögum til sjóðsins til að mæta markmiðum um aðhald í útgjaldaramma ráðuneytisins. Kvikmyndasjóður fær því 735 milljón krónur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en á fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir 1,1 milljarði. „Þetta verður mjög erfitt fyrir kvikmyndagreinina, það er alveg ljóst,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. „Fjármögnun verkefna hefur alltaf verið erfið og sjóðurinn hrundi með hruninu. Svo var gefið í á þessu ári með fjárfestingaráætluninni en nú hefur verið hætt við hana.“ Laufey segir að viðhalda þurfi fagmennskunni. „Hugmyndaríkir kvikmyndamenn þurfa tæki og tól. Það þarf peninga til.“ Að sögn Laufeyjar kemur niðurskurðinn ekki á óvart í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið viðhöfð undanfarið. „Hinsvegar held ég að kvikmyndagerðin hér sé rekin á mjög hagkvæman hátt,“ útskýrir Laufey. „Til móts við fjárframlög ríkisins kemur fjármagn frá einkaaðilum. Fjármögnun frá ríkinu margfaldast því í gegnum fjármögnun annars staðar. Hins vegar er ekkert hægt gera nema styrkveitingum frá ríkinu.“ Hún óttast það að hæfileikafólk í kvikmyndagerð flytji annað ef það verða ekki næg verkefni á boðstólum. „Það þarf alltaf visst mörg verkefni til þess að halda fólkinu innan greinarinnar og í þjálfun. Ég óttast að það verði erfitt. Þetta er alþjóðleg grein og fólk leitar annað,“ segir Laufey sem vonast þó til þess að okkar hæfileikafólk vilji dvelja hér á landi áfram. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Fallið er frá áformum um 470 milljón króna framlag í Kvikmyndasjóð sem veitt var á fjárlögum ársins 2013 auk 15 milljón króna lækkunar á framlögum til sjóðsins til að mæta markmiðum um aðhald í útgjaldaramma ráðuneytisins. Kvikmyndasjóður fær því 735 milljón krónur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en á fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir 1,1 milljarði. „Þetta verður mjög erfitt fyrir kvikmyndagreinina, það er alveg ljóst,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. „Fjármögnun verkefna hefur alltaf verið erfið og sjóðurinn hrundi með hruninu. Svo var gefið í á þessu ári með fjárfestingaráætluninni en nú hefur verið hætt við hana.“ Laufey segir að viðhalda þurfi fagmennskunni. „Hugmyndaríkir kvikmyndamenn þurfa tæki og tól. Það þarf peninga til.“ Að sögn Laufeyjar kemur niðurskurðinn ekki á óvart í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið viðhöfð undanfarið. „Hinsvegar held ég að kvikmyndagerðin hér sé rekin á mjög hagkvæman hátt,“ útskýrir Laufey. „Til móts við fjárframlög ríkisins kemur fjármagn frá einkaaðilum. Fjármögnun frá ríkinu margfaldast því í gegnum fjármögnun annars staðar. Hins vegar er ekkert hægt gera nema styrkveitingum frá ríkinu.“ Hún óttast það að hæfileikafólk í kvikmyndagerð flytji annað ef það verða ekki næg verkefni á boðstólum. „Það þarf alltaf visst mörg verkefni til þess að halda fólkinu innan greinarinnar og í þjálfun. Ég óttast að það verði erfitt. Þetta er alþjóðleg grein og fólk leitar annað,“ segir Laufey sem vonast þó til þess að okkar hæfileikafólk vilji dvelja hér á landi áfram.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir