Innlent

"Þetta eru mikil tímamót"

Sr. Agnes verður næsti biskup Íslands.
Sr. Agnes verður næsti biskup Íslands.
„Fyrsta verkefnið verður að heyra í starfsmönnum kirkjunnar," sagði Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörin biskup Íslands. Hún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag og ræddi við þáttastjórnendur um nýafstaðið biskupskjör.

Agnes segir að það hafi sannarlega blásið um kirkjuna á síðustu árum en bendir á að fráfarandi biskup og aðrir starfsmenn kirkjunnar hafi að mörgu leyst úr þeim. Það eru hins vegar önnur mál sem þurfi að leysa úr á næstu misserum og bendir Agnes á mikla aukningu í úrskráningum úr þjóðkirkjunni.

„Þetta er auðvitað mál sem þarf að hugleiða," segir Agnes. „Við þurfum að ræða við fólk og komast að því hvaða væntingar fólk hefur til kirkjunnar."

Agnes segir að það sé sannarlega sérstök tilfinning að vera fyrsta konan til að gegna embætti biskups hér á landi. „Það eru sannarlega tímamót í kirkjunni núna," segir Agnes.

Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Agnesi hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Kjörstjórn vinnur hörðum höndum á Dómkirkjuloftinu

Kjörstjórn í biskupkosningunum lokaði sig af á Dómkirkjuloftinu klukkan tíu í morgun og mun sitja við talningu atkvæða í seinni umferð kosninganna fram eftir degi. Tveir eru í framboði þau Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, og Agnes Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík, en þau fengu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna.

Nýr biskup þakklátur stuðningsmönnum sínum

"Nú þegar úrslit liggja fyrir í biskupskjörinu er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti til þeirra er hvöttu mig til að gefa kost á mér til embættis Biskups Íslands,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörin Biskup Íslands. Í yfirlýsingu segist hún þakklát þeim sem hafi stutt sig og hjálpað sér. "Bið ég Guð að launa það allt og blessa þau öll,“ segir Agnes.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×