„Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. júlí 2015 21:42 Róttæk hækkun á leiguverði hátt í níutíu íbúða í Reykjanesbæ, sem getur numið tugum þúsunda, setur líf fjölmargra fjölskyldna úr skorðum. Margir íhuga nú stöðu sína og sjá sér ekki annan kost færan en að flytja. Leigufélagið Tjarnarverk, sem keypti tæplega níutíu íbúðir í Keflavík, Innri-Njarðvík og Vogunum af Íbúðalánasjóði í maí, tilkynnti leigjendum á dögunum að leiguverð mun hækka um tugi þúsunda. Þessi hækkun hefur áhrif á tugi fjölskyldna. Og hjá mörgum þeirra er staðan nokkuð einföld. Annað hvort að punga út tuttugu, þrjátíu, fjörutíu þúsund krónur aukalega á mánuði, eða einfaldlega pakka saman og fara. Erna og Sigurrós eru nágrannar í Svölutjörn. Hækkun Ernu hljóðar upp á fimmtíu og fimm þúsund krónur. „Ég veit bara ekkert hvað ég á að gera,“ segir Erna Bára Magnúsdóttir, leigjandi. „Við þurfum að íhuga okkar stöðu. Þetta er of mikil hækkun.“ Sigurrós Hrefna Skúladóttir, nágranni Ernu, tekur í sama streng. „Maður er alveg tilbúinn að borga eitthvað meira og maður bjóst við því. En 40% hækkun er svolítið mikið. Þetta er ekki eitthvað sem maður dregur upp úr rassvasanum.“ Erna, Sigurrós og fleiri viðmælendur fréttastofu sem leigja hjá Tjarnarverki benda jafnframt á ástand íbúðanna og segja engan hafa komið frá fyrirtækinu til að meta eignirnar áður en ákveðið var að hækka leiguna. Valgerður Kristjánsdóttir og Sigrún Dóra Jónsdóttir búa nokkrum húsum neðar í götunni. Báðar segja að boðuð hækkun á leiguverði þýði einfaldlega eitt. Þær og fjölskyldur þeirra þurfa að flytja. „Hér eru frábærir leikskólar, við erum gríðarlega heppin með nágranna og höfum eignast gott vinafólk hér,“ segir Sigrún. „Okkur líður vel hérna,“ segir Valgerður. „Okkur langar ekki að fara úr þessari íbúð. Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða.“ Í samtali við Vísi segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, að þessi hækkun sé ekki í neinu samræmi við íbúðaverð í bænum, sem þó fer hækkandi. Engu að síður mun bærinn ekki hlutast til um málið. Leigjendur hafa leitað til Neytendasamtakanna og bíða nú eftir nýju bréfi frá Tjarnarverki. Ekki náðist í neinn hjá Tjarnarverki í dag vegna málsins en ráðgjafi hjá fyrirtækinu sagði við Vísi í gær að verið væri að gefa íbúum kost á meira öryggi með því að bjóða eins árs samning frá og með morgundeginum. Hugnist þeim ekki leiguverðið hafi þeir tíma til að finna sér annað húsnæði. Valgerður segir vonleysi og hræðslu gæta meðal íbúanna. „Þetta var svo svívirðilegt. Hvernig þeir geta leyft sér að skella þessu svona fram. Og skýla sér svo á bakvið eitthvað bull. Þó við búum á Suðurnesjunum þá eru ekkert bara bjánar sem búa hérna. Við látum ekki bjóða okkur hvað sem er.“ Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Róttæk hækkun á leiguverði hátt í níutíu íbúða í Reykjanesbæ, sem getur numið tugum þúsunda, setur líf fjölmargra fjölskyldna úr skorðum. Margir íhuga nú stöðu sína og sjá sér ekki annan kost færan en að flytja. Leigufélagið Tjarnarverk, sem keypti tæplega níutíu íbúðir í Keflavík, Innri-Njarðvík og Vogunum af Íbúðalánasjóði í maí, tilkynnti leigjendum á dögunum að leiguverð mun hækka um tugi þúsunda. Þessi hækkun hefur áhrif á tugi fjölskyldna. Og hjá mörgum þeirra er staðan nokkuð einföld. Annað hvort að punga út tuttugu, þrjátíu, fjörutíu þúsund krónur aukalega á mánuði, eða einfaldlega pakka saman og fara. Erna og Sigurrós eru nágrannar í Svölutjörn. Hækkun Ernu hljóðar upp á fimmtíu og fimm þúsund krónur. „Ég veit bara ekkert hvað ég á að gera,“ segir Erna Bára Magnúsdóttir, leigjandi. „Við þurfum að íhuga okkar stöðu. Þetta er of mikil hækkun.“ Sigurrós Hrefna Skúladóttir, nágranni Ernu, tekur í sama streng. „Maður er alveg tilbúinn að borga eitthvað meira og maður bjóst við því. En 40% hækkun er svolítið mikið. Þetta er ekki eitthvað sem maður dregur upp úr rassvasanum.“ Erna, Sigurrós og fleiri viðmælendur fréttastofu sem leigja hjá Tjarnarverki benda jafnframt á ástand íbúðanna og segja engan hafa komið frá fyrirtækinu til að meta eignirnar áður en ákveðið var að hækka leiguna. Valgerður Kristjánsdóttir og Sigrún Dóra Jónsdóttir búa nokkrum húsum neðar í götunni. Báðar segja að boðuð hækkun á leiguverði þýði einfaldlega eitt. Þær og fjölskyldur þeirra þurfa að flytja. „Hér eru frábærir leikskólar, við erum gríðarlega heppin með nágranna og höfum eignast gott vinafólk hér,“ segir Sigrún. „Okkur líður vel hérna,“ segir Valgerður. „Okkur langar ekki að fara úr þessari íbúð. Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða.“ Í samtali við Vísi segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, að þessi hækkun sé ekki í neinu samræmi við íbúðaverð í bænum, sem þó fer hækkandi. Engu að síður mun bærinn ekki hlutast til um málið. Leigjendur hafa leitað til Neytendasamtakanna og bíða nú eftir nýju bréfi frá Tjarnarverki. Ekki náðist í neinn hjá Tjarnarverki í dag vegna málsins en ráðgjafi hjá fyrirtækinu sagði við Vísi í gær að verið væri að gefa íbúum kost á meira öryggi með því að bjóða eins árs samning frá og með morgundeginum. Hugnist þeim ekki leiguverðið hafi þeir tíma til að finna sér annað húsnæði. Valgerður segir vonleysi og hræðslu gæta meðal íbúanna. „Þetta var svo svívirðilegt. Hvernig þeir geta leyft sér að skella þessu svona fram. Og skýla sér svo á bakvið eitthvað bull. Þó við búum á Suðurnesjunum þá eru ekkert bara bjánar sem búa hérna. Við látum ekki bjóða okkur hvað sem er.“
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira