Innlent

„Það væri gaman að tala í talstöð en ég bara get það ekki“

Loftið var spennu þrungið á bensínstöð í efri byggðum Reykjavíkur í bítið þar sem 16 jeppar og tugir manna biðu þess óþreyjufullir að leggja á Langjökul. Þrátt fyrir spennu voru hvorki hlátrasköll né mannalæti á bensínstöðinni, eins og ætla mætti þar sem hópur jeppakarla og kerlinga kemur saman í upphafi ferðar.

„Þetta er hópur jeppaeigenda innan Félags heyrnarlausra sem leitaði til klúbbsins um aðstoða við að prófa jeppamennsku á fjöllum," Kristján Kristjánsson, jeppakarl í 4x4.

Því þótt heyrnarlausir hafi hendur til að halda utan um stýri þykja talstöðvar nauðsynlegt öryggistæki í alvöru fjallaferðum og þar stendur hnífurinn í kúnni. „Það væri gaman að tala í talstöð en ég bara get það ekki. Ég verð að tala táknmál. Það verður leiðsögumaður í hverjum bíl með talstöð þannig að okkur er borgið," segir Guðmundur Ingason, jeppakarl úr Félagi heyrnarlausra.

Laila Margrét Arnþórsdóttir, ráðgjafi hjá Félagi heyrnarlausra, segir að 4x4-klúbburinn hafi tekið afskaplega vel í erindi félagsins. „Þeir sögðu að það eru engin vandamál, bara lausnir."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×