„Það er búið að eyðileggja nóg hérna“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2016 12:30 Grasbrekkan undir Löngu sem Hulda vill halda ósnertu á meðan Árni sér fyrir sér strönd á pari við Mallorca á góðviðrisdögum. Mynd/Hulda Sig „Þeir fara sko ekki í þetta. Það er alveg á hreinu,“ segir Hulda Vatnsdal, Eyjakona í húð og hár, um áætlanir Árna Johnsen að grafa göng til að opna fyrir aðgengi fólks undir Löngu í Vestmannaeyjum. Hún segir ekki koma til greina að eyðileggja bergið eða svæðið stórkostlega að nokkru leyti. Auk þess sé mikil slysahætta undir Löngu og dæmið sé augljóslega ekki hugsað til enda. Árni lagði erindi þess efnis að grafa fjögurra metra há og jafnbreið göngugöng fyrir Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja á mánudaginn og fékk þau svör að ráðið væri sammála því að bæta eigi aðgengi á svæðið. Árni segist vera í forsvari fyrir hóp en aðspurður hve fjölmennur hópurinn sé segir hann einfaldlega að um hóp sé að ræða. „Langan í Vestmannaeyjahöfn er stórkostlegt útivistarsvæði,“ sagði Árni í samtali við Vísi í morgun. Þar hafi á árum áður verið baðströnd og sandbrekka en þar sé nú grasbrekka. Á góðum dögum sé Langan á við tvöfalda Mallorca. Hulda segir Árna geta búið til einhver göng heima hjá sér. „Hann er með þetta á heilanum.“Bergmyndanir í móberginu eru mjög fallegar að sögn Huldu.Mynd/Hulda SigSammála en samt mjög ósammála Árni og Hulda eru greinilega á sama máli að svæðið undir Löngu sé stórkostlegt. Líklega deila fáir Eyjapeyjar við þau um það. Skoðun þeirra á því hvað eigi að gera með svæðið er þó gjörólíkur. „Þetta svæði er alveg stórkostlegt en við viljum ekki átroðning og eyðileggingu,“ segir Hulda sem hefur tekið afar fallegar myndir af svæðinu og sömuleiðis fallegum bergmyndunum í móbergsstapanum. „Bergmyndanirnar eru stórkostlegar. Við viljum ekki láta eyðileggja þetta,“ segir Hulda. Hvort meirihluti bæjarbúa deili skoðunum sinnar eða Árna telur hún fleiri hljóta að vera á móti gangnagerð. Hins vegar sjái vafalítið einhverjir tækifæri í þessu til að græða peninga af túristum og skoðun þeirra stjórnist af því.Heimaklettur. Langan er á þeirri hlið sem snýr frá eyjunni fögru.Mynd/Daníel SteingrímssonHefur ekki verið hugsað til enda Hulda útskýrir að í dag fari mjög fáir undir Löngu. Það sé helst að einstaka maður klifri eða fari á gúmmíbát. „Þetta er algjörlega ósnert og þannig viljum við hafa þetta. Það er búið að eyðileggja nóg hérna,“ segir Hulda og vandar Umhverfis- og skipulagsráði ekki kveðjurnar. „Þeir víla ekkert fyrir sér. Það er vaðið í allt og eyðilagt. Við erum ekki á stórri eyju. Það má ekki miklu raska.“ Að sögn Huldu varð hrun úr Heimakletti í desember. Stór rák sé niður úr Heimakletti og niður allan klettinn. Grjótið hafi líklega farið niður í löngu. „Þetta er rosaleg slysahætta útaf hruni. Þetta hefur ekki verið hugsað til enda.“ Tengdar fréttir „Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca“ Árni Johnsen vill að Vestmannaeyingar endurheimti baðströndina sína undir Löngu. Til þess þarf að bora 70 metra löng göng. 3. febrúar 2016 10:33 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
„Þeir fara sko ekki í þetta. Það er alveg á hreinu,“ segir Hulda Vatnsdal, Eyjakona í húð og hár, um áætlanir Árna Johnsen að grafa göng til að opna fyrir aðgengi fólks undir Löngu í Vestmannaeyjum. Hún segir ekki koma til greina að eyðileggja bergið eða svæðið stórkostlega að nokkru leyti. Auk þess sé mikil slysahætta undir Löngu og dæmið sé augljóslega ekki hugsað til enda. Árni lagði erindi þess efnis að grafa fjögurra metra há og jafnbreið göngugöng fyrir Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja á mánudaginn og fékk þau svör að ráðið væri sammála því að bæta eigi aðgengi á svæðið. Árni segist vera í forsvari fyrir hóp en aðspurður hve fjölmennur hópurinn sé segir hann einfaldlega að um hóp sé að ræða. „Langan í Vestmannaeyjahöfn er stórkostlegt útivistarsvæði,“ sagði Árni í samtali við Vísi í morgun. Þar hafi á árum áður verið baðströnd og sandbrekka en þar sé nú grasbrekka. Á góðum dögum sé Langan á við tvöfalda Mallorca. Hulda segir Árna geta búið til einhver göng heima hjá sér. „Hann er með þetta á heilanum.“Bergmyndanir í móberginu eru mjög fallegar að sögn Huldu.Mynd/Hulda SigSammála en samt mjög ósammála Árni og Hulda eru greinilega á sama máli að svæðið undir Löngu sé stórkostlegt. Líklega deila fáir Eyjapeyjar við þau um það. Skoðun þeirra á því hvað eigi að gera með svæðið er þó gjörólíkur. „Þetta svæði er alveg stórkostlegt en við viljum ekki átroðning og eyðileggingu,“ segir Hulda sem hefur tekið afar fallegar myndir af svæðinu og sömuleiðis fallegum bergmyndunum í móbergsstapanum. „Bergmyndanirnar eru stórkostlegar. Við viljum ekki láta eyðileggja þetta,“ segir Hulda. Hvort meirihluti bæjarbúa deili skoðunum sinnar eða Árna telur hún fleiri hljóta að vera á móti gangnagerð. Hins vegar sjái vafalítið einhverjir tækifæri í þessu til að græða peninga af túristum og skoðun þeirra stjórnist af því.Heimaklettur. Langan er á þeirri hlið sem snýr frá eyjunni fögru.Mynd/Daníel SteingrímssonHefur ekki verið hugsað til enda Hulda útskýrir að í dag fari mjög fáir undir Löngu. Það sé helst að einstaka maður klifri eða fari á gúmmíbát. „Þetta er algjörlega ósnert og þannig viljum við hafa þetta. Það er búið að eyðileggja nóg hérna,“ segir Hulda og vandar Umhverfis- og skipulagsráði ekki kveðjurnar. „Þeir víla ekkert fyrir sér. Það er vaðið í allt og eyðilagt. Við erum ekki á stórri eyju. Það má ekki miklu raska.“ Að sögn Huldu varð hrun úr Heimakletti í desember. Stór rák sé niður úr Heimakletti og niður allan klettinn. Grjótið hafi líklega farið niður í löngu. „Þetta er rosaleg slysahætta útaf hruni. Þetta hefur ekki verið hugsað til enda.“
Tengdar fréttir „Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca“ Árni Johnsen vill að Vestmannaeyingar endurheimti baðströndina sína undir Löngu. Til þess þarf að bora 70 metra löng göng. 3. febrúar 2016 10:33 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
„Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca“ Árni Johnsen vill að Vestmannaeyingar endurheimti baðströndina sína undir Löngu. Til þess þarf að bora 70 metra löng göng. 3. febrúar 2016 10:33