"Skrítið að borgaryfirvöld eyði tíma í að ögra kristilegu fólki“ Jakob Bjarnar skrifar 30. september 2013 13:42 Franklin Graham predikar á hátíðinni sem fór fram í Laugardalshöll. Mynd/Facebook-síða Graham Mikil gleði ríkir í herbúðum þeirra sem tóku þátt í Hátíð vonar um helgina, þótt eitt og annað hafi verið gert til að skyggja á gleðina, segir Einar Jóhannes Guðnason lofgjörðarleiðtogi ungliðastarfs Fíladelfíusafnaðarins. Hátíð vonar fór fram úr hans björtustu vonum. Yfir 2.600 manns mættu í Laugadalshöll og fylltu þannig höllina í tvígang yfir helgina. Um 350 einstaklingar gengu fram og fengu sérlega blessun predikarans Franklin Grahams. Þrátt fyrir almenna ánægju er eitt og annað ský á himni. Mörgum finnst til dæmis sem umfjöllun fjölmiðla hafi verið afar einhliða. „Mér persónulega finnst hún hafa verið ósanngjörn, það hefur verið ýjað að því að hann sé hommahatari sem á ekki rétt hjá sér og er alls ekki rétt. Eins og hann sagði á hátíðinni að það skiptir ekki máli hver þú ert, eða hvernig þú lifir, Jesús elskar og vill að þú fylgir sér og gefur þér allt það besta,“ segir hann. Samtökin '78 stóðu fyrir mannréttindahátíð í Þóttaraheimilinu gegnt Laugardalshöll á sama tíma og Hátíð vonar fór fram og var lögð gangbraut við höllina í regnbogalitunum, merki samkynhneigðra. „Það böggaði mig ekkert enda er regnboginn sáttmáli milli Guðs og manna samkvæmt Biblíunni,“ segir hann.Finnst þér borgaryfirvöld, með því að taka afstöðu svona óbeint gegn hátíðinni, ekki vera á gráu svæði? „Það er frekar skrítið að borgaryfirvöld séu að eyða tíma og pening í það að ögra kristilegu fólki og líka brjóta umferðarlög með því merkja gangbrautir vitlaust. Þar sem allir voru að segja: Hver var að skemma þetta listaverk fyrir okkur? En það var náttúrulega lögreglan sem tók þetta upp, ég sá það persónulega allavega í annað skiptið,“ segir hann. Post by Dagur B. Eggertsson. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Mikil gleði ríkir í herbúðum þeirra sem tóku þátt í Hátíð vonar um helgina, þótt eitt og annað hafi verið gert til að skyggja á gleðina, segir Einar Jóhannes Guðnason lofgjörðarleiðtogi ungliðastarfs Fíladelfíusafnaðarins. Hátíð vonar fór fram úr hans björtustu vonum. Yfir 2.600 manns mættu í Laugadalshöll og fylltu þannig höllina í tvígang yfir helgina. Um 350 einstaklingar gengu fram og fengu sérlega blessun predikarans Franklin Grahams. Þrátt fyrir almenna ánægju er eitt og annað ský á himni. Mörgum finnst til dæmis sem umfjöllun fjölmiðla hafi verið afar einhliða. „Mér persónulega finnst hún hafa verið ósanngjörn, það hefur verið ýjað að því að hann sé hommahatari sem á ekki rétt hjá sér og er alls ekki rétt. Eins og hann sagði á hátíðinni að það skiptir ekki máli hver þú ert, eða hvernig þú lifir, Jesús elskar og vill að þú fylgir sér og gefur þér allt það besta,“ segir hann. Samtökin '78 stóðu fyrir mannréttindahátíð í Þóttaraheimilinu gegnt Laugardalshöll á sama tíma og Hátíð vonar fór fram og var lögð gangbraut við höllina í regnbogalitunum, merki samkynhneigðra. „Það böggaði mig ekkert enda er regnboginn sáttmáli milli Guðs og manna samkvæmt Biblíunni,“ segir hann.Finnst þér borgaryfirvöld, með því að taka afstöðu svona óbeint gegn hátíðinni, ekki vera á gráu svæði? „Það er frekar skrítið að borgaryfirvöld séu að eyða tíma og pening í það að ögra kristilegu fólki og líka brjóta umferðarlög með því merkja gangbrautir vitlaust. Þar sem allir voru að segja: Hver var að skemma þetta listaverk fyrir okkur? En það var náttúrulega lögreglan sem tók þetta upp, ég sá það persónulega allavega í annað skiptið,“ segir hann. Post by Dagur B. Eggertsson.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira