Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2015 11:44 "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. „Það er bara vægast sagt stórfurðulegt að frétta það að Framsókn sé að taka þessa ákvörðun. Að setja hann í sæti til að fara að fjalla um málefni minnihluta í þessu samfélagi. Það finnst okkur stórfurðulegt og hreinlega galið,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78, í samtali við Vísi. Gústaf Adolf Níelsson sagnfræðingur var í gær skipaður varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli í garð múslima en hann ritaði einnig pistil um hjónaband samkynhneigðra og barneignir í Morgunblaðinu árið 2005.„Börn til útdeilingar handa hommum og lesbíum“ „[...] En úr því að sú nöturlega staðreynd blasir við, er réttast að gera þá kröfu á ríkið að börn séu til útdeilingar handa hommum og lesbíum í hjónabandi – í jafnréttisskyni. Þá er auðvitað enginn að huga að þeim sjálfsögu mannréttindum barna, að eiga bæði föður og móður,“ ritaði Gústaf. „Það hefur löngum verið þekkt að sumt fólk leggur ást á sitt eigið kyn, en það er ekki þar meðsagt að slík háttsemi sé eðlileg, heldur þvert á móti.“Sjá einnig: Ólga innan Framsóknarflokks„Sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar“ Hilmar furðar sig á ákvörðun Framsóknarflokksins. „Gústaf Adolf Níelsson er annálaður hatursmaður hinsegin fólks á Íslandi og hefur verið um árabil. Við erum hugsi yfir ákvörðunum flokksins og hann hlýtur að vita það að í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar og bætir við að samtökin hvetji forystu Framsóknar til að endurskoða hug sinn, bæði í málefnum hinsegin fólks og útlendinga „Þetta er klárlega fingur framan í okkur. Það er verið að senda okkur fingurinn, það er bara þannig. Ég get ekki lýst þessu með öðrum orðum,“ segir Hilmar að lokum. Samtökin '78 sendu frá sér ályktun í dag en hana má sjá hér fyrir neðan.Samtökin '78 furða sig á skipan Framsóknar og flugvallarvina á Gústafi Adolf Níelssyni sem varamanni í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Það er ekki nóg með að Framsókn og flugvallarvinir skipi einn háværasta hatursmann hinsegin fólks á Íslandi um árabil til ábyrðgarstarfa í ráði sem fer með málefni viðkvæmustu hópa samfélagsins - hópa sem Gústaf Adolf Níelsson hefur hingað til sýnt andúð, hroka og fyrirlitningu. Nei, Framsókn og flugvallarvinir gera meira en það. Þau hreinlega leggja lykkju á leið sína og skipa mann sem er flokksbundinn í öðrum stjórnmálasamtökum. Til þess að láta 'rödd hans heyrast' eins og þau orða það svo snyrtilega.Ef að raddir haturs, þröngsýni og hinseginfóbíu eru þær raddir sem Framsókn og flugvallarvinum finnst ástæða til að hampa - og það á sjálfum vettvangi mannréttindaráðs - líta Samtökin '78 svo á að Framsókn hafi sent hinsegin fólki fingurinn, svo pent sé til orða tekið, og sé nákvæmlega sama um hagi þess og líf. Innlegg frá Samtökin '78. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
„Það er bara vægast sagt stórfurðulegt að frétta það að Framsókn sé að taka þessa ákvörðun. Að setja hann í sæti til að fara að fjalla um málefni minnihluta í þessu samfélagi. Það finnst okkur stórfurðulegt og hreinlega galið,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78, í samtali við Vísi. Gústaf Adolf Níelsson sagnfræðingur var í gær skipaður varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli í garð múslima en hann ritaði einnig pistil um hjónaband samkynhneigðra og barneignir í Morgunblaðinu árið 2005.„Börn til útdeilingar handa hommum og lesbíum“ „[...] En úr því að sú nöturlega staðreynd blasir við, er réttast að gera þá kröfu á ríkið að börn séu til útdeilingar handa hommum og lesbíum í hjónabandi – í jafnréttisskyni. Þá er auðvitað enginn að huga að þeim sjálfsögu mannréttindum barna, að eiga bæði föður og móður,“ ritaði Gústaf. „Það hefur löngum verið þekkt að sumt fólk leggur ást á sitt eigið kyn, en það er ekki þar meðsagt að slík háttsemi sé eðlileg, heldur þvert á móti.“Sjá einnig: Ólga innan Framsóknarflokks„Sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar“ Hilmar furðar sig á ákvörðun Framsóknarflokksins. „Gústaf Adolf Níelsson er annálaður hatursmaður hinsegin fólks á Íslandi og hefur verið um árabil. Við erum hugsi yfir ákvörðunum flokksins og hann hlýtur að vita það að í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar og bætir við að samtökin hvetji forystu Framsóknar til að endurskoða hug sinn, bæði í málefnum hinsegin fólks og útlendinga „Þetta er klárlega fingur framan í okkur. Það er verið að senda okkur fingurinn, það er bara þannig. Ég get ekki lýst þessu með öðrum orðum,“ segir Hilmar að lokum. Samtökin '78 sendu frá sér ályktun í dag en hana má sjá hér fyrir neðan.Samtökin '78 furða sig á skipan Framsóknar og flugvallarvina á Gústafi Adolf Níelssyni sem varamanni í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Það er ekki nóg með að Framsókn og flugvallarvinir skipi einn háværasta hatursmann hinsegin fólks á Íslandi um árabil til ábyrðgarstarfa í ráði sem fer með málefni viðkvæmustu hópa samfélagsins - hópa sem Gústaf Adolf Níelsson hefur hingað til sýnt andúð, hroka og fyrirlitningu. Nei, Framsókn og flugvallarvinir gera meira en það. Þau hreinlega leggja lykkju á leið sína og skipa mann sem er flokksbundinn í öðrum stjórnmálasamtökum. Til þess að láta 'rödd hans heyrast' eins og þau orða það svo snyrtilega.Ef að raddir haturs, þröngsýni og hinseginfóbíu eru þær raddir sem Framsókn og flugvallarvinum finnst ástæða til að hampa - og það á sjálfum vettvangi mannréttindaráðs - líta Samtökin '78 svo á að Framsókn hafi sent hinsegin fólki fingurinn, svo pent sé til orða tekið, og sé nákvæmlega sama um hagi þess og líf. Innlegg frá Samtökin '78.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira