„Sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginhneyksli“ ingvar haraldsson skrifar 5. maí 2015 13:37 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gagnrýnir söluna á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun árið 2006 harðlega. vísir/vilhelm „Það sannast nú enn og aftur að sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginhneyksli,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgastjóri í færslu sem hann ritar á Facebook við frétt um að Landsvirkjun muni geta greitt tíu til tuttugu milljarða í arð árlega eftir tvö til þrjú ár. Sjá einnig: Tuttugu milljarðar í arð á áriÁrið 2006 seldu Akureyrarbær og Reykjavíkurborg ríkinu samanlagt helmingshlut í Landsvirkjun. Þar af átti Reykjavíkurborg 44,5% og Akureyrarbær 5,5%. Fyrir hlutina voru greiddir 30,25 milljarðar, þar af 3,4 milljarðar þegar kaupin gengu í gegn við upphaf árs 2007. Eftirstöðvarnar voru greiddar með skuldabréfum til 28 ára sem runnið hafa til lífeyrissjóða sveitarfélaganna, þ.e. Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar, til að mæta lífeyrisskuldbindingum vegna starfsmanna þeirra. Dagur segir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi keyrt söluna í gegn þrátt fyrir hörð mótmæli og baráttu minnihlutans. „Okkar megingagnrýni, sem úttektarnefnd Reykjavíkurborgar tók síðar undir, var sú að verðmæti Landsvirkjunar væru gróflega vanmetin. Þessar áætlanir um framtíðar-arð eru enn ein staðfestingin á því," segir Dagur.Borgin í ábyrgð fyrir lánum eftir söluna Í kaupsamningnum voru ákvæði um að Reykjavíkurborg yrði áfram í ábyrgð fyrir hluta af skuldum Landsvirkjunar eftir söluna. Þær ábyrgðir stóðu í 110 milljörðum króna um mitt ár 2009 samkvæmt frétt Eyjunnar. Hefði Landsvirkjun lent í greiðsluerfiðleikum og ekki geta greitt af lánum sínum hefði hluti af skuldum fyrirtækisins lent á Reykjavíkurborg þrátt fyrir að borgin ætti ekki lengur hlut í fyrirtækinu. Dagur segir að helstu rökin fyrir sölunni hafi verið að borgarbúar væru í of miklum ábyrgðum í orkumálum, sem nær helmingseigendur í Landsvirkjun og 96% eigendur að Orkuveitu Reykjavíkur. „Borgarfulltrúar eiga gæta hagsmuna borgarbúa og borgarsjóðs - meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu það ekki í þessu máli og verða að svara fyrir það,“ segir Dagur.Það sannast nú enn og aftur að sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginnhneyksli. Meirihluti Sjálfstæðisflokks...Posted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, May 5, 2015 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
„Það sannast nú enn og aftur að sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginhneyksli,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgastjóri í færslu sem hann ritar á Facebook við frétt um að Landsvirkjun muni geta greitt tíu til tuttugu milljarða í arð árlega eftir tvö til þrjú ár. Sjá einnig: Tuttugu milljarðar í arð á áriÁrið 2006 seldu Akureyrarbær og Reykjavíkurborg ríkinu samanlagt helmingshlut í Landsvirkjun. Þar af átti Reykjavíkurborg 44,5% og Akureyrarbær 5,5%. Fyrir hlutina voru greiddir 30,25 milljarðar, þar af 3,4 milljarðar þegar kaupin gengu í gegn við upphaf árs 2007. Eftirstöðvarnar voru greiddar með skuldabréfum til 28 ára sem runnið hafa til lífeyrissjóða sveitarfélaganna, þ.e. Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar, til að mæta lífeyrisskuldbindingum vegna starfsmanna þeirra. Dagur segir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi keyrt söluna í gegn þrátt fyrir hörð mótmæli og baráttu minnihlutans. „Okkar megingagnrýni, sem úttektarnefnd Reykjavíkurborgar tók síðar undir, var sú að verðmæti Landsvirkjunar væru gróflega vanmetin. Þessar áætlanir um framtíðar-arð eru enn ein staðfestingin á því," segir Dagur.Borgin í ábyrgð fyrir lánum eftir söluna Í kaupsamningnum voru ákvæði um að Reykjavíkurborg yrði áfram í ábyrgð fyrir hluta af skuldum Landsvirkjunar eftir söluna. Þær ábyrgðir stóðu í 110 milljörðum króna um mitt ár 2009 samkvæmt frétt Eyjunnar. Hefði Landsvirkjun lent í greiðsluerfiðleikum og ekki geta greitt af lánum sínum hefði hluti af skuldum fyrirtækisins lent á Reykjavíkurborg þrátt fyrir að borgin ætti ekki lengur hlut í fyrirtækinu. Dagur segir að helstu rökin fyrir sölunni hafi verið að borgarbúar væru í of miklum ábyrgðum í orkumálum, sem nær helmingseigendur í Landsvirkjun og 96% eigendur að Orkuveitu Reykjavíkur. „Borgarfulltrúar eiga gæta hagsmuna borgarbúa og borgarsjóðs - meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu það ekki í þessu máli og verða að svara fyrir það,“ segir Dagur.Það sannast nú enn og aftur að sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginnhneyksli. Meirihluti Sjálfstæðisflokks...Posted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, May 5, 2015
Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira