"Ríkisstjórnin skynjar vel að málið er nánast dautt“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. janúar 2013 12:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vísir / Stefán Karlsson Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að minni stuðningur almennings við aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið endurspegli að málið sé að deyja, en nú er 16 prósent minni stuðningur við viðræðurnar en fyrir rúmu ári síðan. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í desember 2011 vildu 65,3 prósent ljúka viðræðum við Evrópusambandið en 34,7 prósent sögðust vilja draga umsóknina til baka. Um 36 prósent landsmanna vilja nú draga aðildarumsókn að ESB til baka, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 og 49 prósent vilja ljúka viðræðunum. Rúm 15 prósent vilja gera hlé á viðræðum og hefja þær ekki aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir niðurstöðurnar býsna afdráttarlausar. „Ég held að niðurstaðan sé mjög einföld. Tveir þriðju vildu í desember 2011 ljúka viðræðum við Evrópusambandið, en núna vill minna en helmingur ljúka aðildarviðræðum. Það er auðvitað mjög mikil breyting og menn skynja það mjög víða að málið er í rauninni að deyja," segir Hannes Hólmsteinn. Hannes segir aðalatriðið í málinu að núna vilji rúmur helmingur draga umsóknina til baka eða gera hlé og halda þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ríkisstjórnin hefur brugðist við þessu með því að fresta þessum viðræðum. Það er greinilegt að ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta þessum viðræðum í bili og bíða fram yfir kosningar þannig að í raun er verið að framkvæma það sem þessi rúmlega helmingur landsmanna vill gera. Það er vegna þess að ríkisstjórnin skynjar vel að málið er nánast dautt." Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins frá 2011 segir: „Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Einungis 15,2 prósent vilja fara þessa leið, samkvæmt könnuninni.Nú er landsfundur framundan hjá Sjálfstæðisflokknum. Á flokkurinn að halda þessari ályktun óbreyttri eða breyta orðalaginu? „Ég er nú þeirrar skoðunar að það sé langbest að hætta þessu. Þetta á sér enga stoð í skoðunum meirihluta þjóðarinnar." thorbjorn@stod2.is Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að minni stuðningur almennings við aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið endurspegli að málið sé að deyja, en nú er 16 prósent minni stuðningur við viðræðurnar en fyrir rúmu ári síðan. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í desember 2011 vildu 65,3 prósent ljúka viðræðum við Evrópusambandið en 34,7 prósent sögðust vilja draga umsóknina til baka. Um 36 prósent landsmanna vilja nú draga aðildarumsókn að ESB til baka, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 og 49 prósent vilja ljúka viðræðunum. Rúm 15 prósent vilja gera hlé á viðræðum og hefja þær ekki aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir niðurstöðurnar býsna afdráttarlausar. „Ég held að niðurstaðan sé mjög einföld. Tveir þriðju vildu í desember 2011 ljúka viðræðum við Evrópusambandið, en núna vill minna en helmingur ljúka aðildarviðræðum. Það er auðvitað mjög mikil breyting og menn skynja það mjög víða að málið er í rauninni að deyja," segir Hannes Hólmsteinn. Hannes segir aðalatriðið í málinu að núna vilji rúmur helmingur draga umsóknina til baka eða gera hlé og halda þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ríkisstjórnin hefur brugðist við þessu með því að fresta þessum viðræðum. Það er greinilegt að ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta þessum viðræðum í bili og bíða fram yfir kosningar þannig að í raun er verið að framkvæma það sem þessi rúmlega helmingur landsmanna vill gera. Það er vegna þess að ríkisstjórnin skynjar vel að málið er nánast dautt." Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins frá 2011 segir: „Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Einungis 15,2 prósent vilja fara þessa leið, samkvæmt könnuninni.Nú er landsfundur framundan hjá Sjálfstæðisflokknum. Á flokkurinn að halda þessari ályktun óbreyttri eða breyta orðalaginu? „Ég er nú þeirrar skoðunar að það sé langbest að hætta þessu. Þetta á sér enga stoð í skoðunum meirihluta þjóðarinnar." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira