„Óvenjulegt tilvik“ að semja við heimamenn um uppbyggingu Sveinn Arnarsson skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Samningarnir voru undirritaðir í gær á flugvellinum á Norðfirði. Forseti bæjarstjórnar segir samninginn ánægjulegan. Undirritaður var í gær á Norðfjarðarflugvelli samningur milli Fjarðabyggðar og innanríkisráðuneytisins um fjármögnun og framkvæmdir á Norðfjarðarflugvelli sem gera flugvöllinn hæfan til að sinna öryggishlutverki fyrir landsfjórðunginn. Greiðir sveitarfélagið helming kostnaðar á móti ríkinu við endurbætur á flugvellinum. „Þetta er óvenjulegt tilvik en þarna er um að ræða flugvöll sem er ekki í grunnneti flugvalla. Hér er um að ræða lendingarflugvöll og sveitarfélagið sér hag í því að nýta hann betur og mér finnst það ágætt,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Bæjarráð Fjarðabyggðar afhenti Ólöfu Nordal, ráðherra samgöngumála, harðorða ályktun við tilefnið þar sem harmað er að samfélag heimamanna þurfi að greiða bæði uppbyggingu með skattfé sínu til ríkisins sem og útsvari sínu til sveitarfélagsins. Því væri ekki fyrir að fara annars staðar á landinu. „Bæjarráð vill árétta að þátttaka sveitarfélagsins og milliganga um fjármögnun í verkefnum sem er að öllu leyti á forræði ríkisins, er ekki til eftirbreytni. Hlutverk ríkisvaldsins er að tryggja þá innviði samfélagsins, sem snúa að öryggi og heilbrigði landsmanna.“ segir í bókun bæjarráðs. „Við erum afskaplega ánægð með að framkvæmdir munu hefjast því þetta er mikilvægt samgöngutæki fyrir okkur Austfirðinga. Að sama skapi er það dapurt að í sömu andrá og þessi neyðarbraut er gerð klár til notkunar er annarri lokað í Reykjavík sem skerðir lífsgæði okkar,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Undirritaður var í gær á Norðfjarðarflugvelli samningur milli Fjarðabyggðar og innanríkisráðuneytisins um fjármögnun og framkvæmdir á Norðfjarðarflugvelli sem gera flugvöllinn hæfan til að sinna öryggishlutverki fyrir landsfjórðunginn. Greiðir sveitarfélagið helming kostnaðar á móti ríkinu við endurbætur á flugvellinum. „Þetta er óvenjulegt tilvik en þarna er um að ræða flugvöll sem er ekki í grunnneti flugvalla. Hér er um að ræða lendingarflugvöll og sveitarfélagið sér hag í því að nýta hann betur og mér finnst það ágætt,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Bæjarráð Fjarðabyggðar afhenti Ólöfu Nordal, ráðherra samgöngumála, harðorða ályktun við tilefnið þar sem harmað er að samfélag heimamanna þurfi að greiða bæði uppbyggingu með skattfé sínu til ríkisins sem og útsvari sínu til sveitarfélagsins. Því væri ekki fyrir að fara annars staðar á landinu. „Bæjarráð vill árétta að þátttaka sveitarfélagsins og milliganga um fjármögnun í verkefnum sem er að öllu leyti á forræði ríkisins, er ekki til eftirbreytni. Hlutverk ríkisvaldsins er að tryggja þá innviði samfélagsins, sem snúa að öryggi og heilbrigði landsmanna.“ segir í bókun bæjarráðs. „Við erum afskaplega ánægð með að framkvæmdir munu hefjast því þetta er mikilvægt samgöngutæki fyrir okkur Austfirðinga. Að sama skapi er það dapurt að í sömu andrá og þessi neyðarbraut er gerð klár til notkunar er annarri lokað í Reykjavík sem skerðir lífsgæði okkar,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira