Innlent

"Óþolandi ofbeldi gegn fjölskyldubílnum“

Lögreglan í Reykjavík er mætt í Laugardalinn þar sem landsfundur Sjálfstæðismanna fer fram um helgina. Lögreglunni var þó ekki formlega boðið á fundinn.

Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og lögfræðinemi við Háskólann Í Reykjavík, birti meðfylgjandi mynd á Instragram-síðu sinni í dag. Þar sést lögreglumaður sekta bifreið sem reikna má að sé í eigu einhvers sem fundinn situr.

„Óþolandi ofbeldi gegn fjölskyldubílnum. Þessir bilar eru ekki fyrir neinum," skrifar Björn Jón með myndinni.

Björn Jón hefur farið mikinn í umræðu um að loka hluta Laugavegar yfir sumartímann.

„Nú hefur Laugavegurinn verið opnaður á nýjan leik frá Vatnsstíg og iðandi mannlíf í götunni, en verslun hefur tekið mikinn kipp í vikunni. Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg voru stofnuð nú á vordögum en félagmenn eru um eitt hundrað talsins. Samtökin sendu frá sér ályktun fyrir viku síðan, þar sem því var fagnað að senn hillti undir að Laugavegur yrði opnaður á ný, en tilraunir borgaryfirvalda til lokunar undanfarin ár hafa gefist einkar illa," skrifaði Björn Jón í pistli á Pressunni síðastliðið sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×