Lífið

„Nú má ekki hlutgera konur lengur, og þá eru bara dýrin notuð“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Blær kemur fram í næsta þætti.
Blær kemur fram í næsta þætti. vísir
„Til þess að vera með geðveikt rappmyndband, þá er hefðin búin að vera sú að þú þarft að hlutgera einhvern til þess að þú sért nettari fyrir vikið,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, sem gengur undir nafninu MC Blær, en hún verður í viðtali við Dóra DNA í næsta þætti af Rapp í Reykjavík sem sýndur verður á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Blær er í sveitinni Reykjavíkudætur sem hefur slegið í gegn hér á landi.

Hún er gestur í þættinum ásamt strákunum í Shades of Reykjavík og Alexander Jarli.

„Bæði með breyttum tíðaranda og tilkomu Reykjavíkurdætra er þetta orðið mjög tabú. Nú er þetta orðið þannig að stelpurnar eru mest hardcore í myndböndunum sínum og rappa um píkur og kynlíf en strákarnir þurfa að finna nýjar hliðar, þeir þurfa að vera mjúkir,“ segir Blær og nefnir þá til sögunnar sveitina Úlfur Úlfur.

„Vinsælustu rappararnir í dag eru Úlfur Úlfur og þeir eru að rappa um tilfinningar og það er það sem fólk fílar. Ég held að strákum finnist æðislegt að sjá tvo töffara sem eru mjúkir, og fá útrás fyrir það hjá þeim, sem er geðveikt.“

Hún segir að í dag séu því strákarnir mjúkari og stelpurnar harðari.

„Nú má ekki hlutgera konur lengur, og þá eru bara dýrin notuð. Allir nota núna dýr til að vera nettir,“ segir hún og bætir við; „Ég er ekkert að segja að það sé eitthvað slæmt fyrir dýrin. Ég er bara að tala um hlutgerð, eitthvað er sett þarna til að þú sért nettur við hliðin á.“

Hér að neðan má sjá brot úr næsta þætti.


Tengdar fréttir

Bent grjótharður í Rapp í Reykjavík - Myndband

"Af hverju er ég búinn að vera tala svona mikið um partýhald? Mér finnst ég vera búinn að finna mína sérstöðu þar,“ segir Ágúst Bent Sigbertsson, rappari, sem verður í viðtali við Dóra DNA í næsta þætti af Rapp í Reykjavík.

Stunduðu það að taka hið alræmda ofskynjunarlyf Ayahuasca

Fjöllistahópurinn Shades of Reykjavík, sem samanstendur af röppurum, tónlistarmönnum, leikstjórum og skeiturum, verða til umfjöllunar í næsta þætti af Rapp í Reykjavík sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×