"Múslimar eru að dreifa sér um heiminn og við eigum að halda þeim í skefjum" Jóhannes Stefánsson skrifar 10. júlí 2013 18:12 Ekki eru allir á sama máli um nýja mosku í Reykjavík. E. Ól/Anton Brink "Múslimar eru að dreifa sér um heiminn og við eigum að halda þeim í skefjum," segir Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri um áform Félags Múslima á Íslandi um að reisa mosku á lóð sem félaginu hefur verið fært að gjöf af Reykjavíkurborg. Þetta sagði Ólafur í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Ólafur skrifaði grein í Morgunblaðið í morgun þar sem hann sagði meðal annars: „Það er áhyggjuefni að enginn vandi mun vera fyrir múslíma hér á landi að fjármagna slíka mosku með fé frá útbreiðslusamtökum múslíma erlendis frá. Þar geta komið við sögu samtök, sem vilja auka áhrif íslamstrúar á Íslandi, sem í öðrum löndum. Það getur verið varasamt fyrir þjóðmenningu okkar og öryggi."Finnst afstaða Ólafs sorgleg Salmann Tamimi, talsmaður Félags múslima, segir í viðtali við Bylgjuna vegna greinaskrifa Ólafs að þessi afstaða hans sé sorgleg. „Mér finnst voðalega sorglegt að fyrrverandi borgarstjóri skuli vera með svona áróður. Hann virðist ekki þekkja staðreyndir. Múslimar eru búnir að vera með mosku á landinu síðan 1997. Núna erum við að fara að byggja félagsheimili og spurningin er, hvaða hætta er þetta sem hann er að tala um? Þetta er það sem við skiljum ekki og okkur finnst þetta sorglegt," segir Salmann. „Það er til hófsöm manneskja og snargeggjuð manneskja. Það er allt saman til og hefur ekkert með islam að gera. Eg er búinn að vera hérna í 42 eða 43 ár í landinu og ég held ég hafi ekkert gert nema gott hérna. Það er ekki hægt að mála okkur alla í sama lit eins og einhverja hryðjuverkamenn," segir Salmann Salmann telur að með sömu rökum mætti segja að íslendingar væru þjóð ofbeldismanna. „Þetta er sama röksemdafærsla og að segja að allir íslendingar misþyrmi konum sínum, þar sem að 30% konum eru beittar ofbeldi hérna í landinu. Það er fáránlegt." Hann bætir svo við: „Mér sýnist múslimar blómstra á hinum Norðurlöndunum, til dæmis í stjórnmálum. En það eru til svartir sauðir allsstaðar," segir hann svo að lokum.Múslimar að dreifa sér og valda vandamálum á Norðurlöndunum Ólafur var svo í viðtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann tjáði sig nánar um afstöðu sína til málsins. Ólafur var spurður hvað hann sæi athugavert við að erlend samtök múslima myndu greiða fyrir byggingu moskunnar. „Allt. Íslam eru trúarbrögð sem hafa það á stefnu sinni að ryðja öðrum trúarbrögðum burtu og koma sér fyrir út um allan heim. Reynslan á Norðurlöndum sýnir það nú að múslimarnir eru alls ekki að aðlagast samfélögunum. Þetta er orðið stærðar vandamál, til dæmis í Malmö. Nú um daginn átti að fara að reisa mosku í Þrándheimi en það var hætt við það af norskum yfirvöldum einmitt vegna þess að það voru einhver sádi-arabísk samtök sem ætluðu að kosta það og málið var sett á hold." Ólafur segir múslima dreifa sér um allan heim, sem sé áhyggjuefni fyrir fólk sem er annarar trúarskoðunar. „Það er bara því miður staðreynd að múslimar eru að dreifa sér um heiminn, um vesturlönd, Norðurlönd og hér, og við eigum að halda sér í skefjum. Þeir eiga ekkert að fá umfram aðra."Vil að Ásatrúarfélagið fái byggingarreitinn „Þeir geta fengið einhverja lítið áberandi mosku mín vegna, en að þeir fái [byggingarlóð] við bæjarhlið Reykjavíkur kemur ekki til greina," segir Ólafur síðan. „Því á sama tíma erum við með Ásatrúarsöfnuð sem er margfalt stærri og búinn að vera til í landinu alla tíð, ekki söfnuðurinn sem slíkur, og hann á skilyrðislausan rétt á besta plássi sem til er fyrir söfnuð. Enda voru ásatrúarmenn hér áður en kristnir menn komu hér og þröngvuðu sinni hugmyndafræði upp á þá. Ég vil að ásatrúarmenn fái þessa lóð, þeir eiga það skilið. Það myndi stórefla söfnuð þeirra og vera mikil ferðamannamiðstöð á þessum stað."Segir Íslam hlaðið kvenfyrirlitningu Ólafur vandar íslamstrú ekki kveðjuna og segir hana hlaðna kvenfyrirlitningu. „Innbyggt í hans [Múhameðs] kenningu, sem á að vera ógagnrýnanleg, er djúptæk kvenfyrirlitning. Mér finnst hallærislegt að Samfylking og Vinstri Græn með allan sinn feminisma séu svo umburðarlyndir gagnvart trúarskoðun sem hefur allar konur að litlu. Ég bendi bara á kvenfyrirlitninguna sem er innbygð í Íslam, og mér finnst alveg ótrúlegt að fullt af íslenskum feministum skuli vera mjög hlynntir múslimum hér á íslandi. Það er innbyggt í þeirra trú að konur séu kúgaðar. Það er innbyggt í þeirra trú fjölkvæni og það er innbyggt í þeirra trú að konur skuli haga sér skikkanlega og klæða sig eftir einhverjum reglum sem eru búnar til af öfgamanninum Múhameð. Ólafur segir skoðanir sínar á málinu ekkert eiga skylt við kynþáttafordóma. „Þetta á ekkert skylt við rasisma, þetta á skylt við það að verja konur fyrir ofbeldi og verja þjóðina og menningu hennar." Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
"Múslimar eru að dreifa sér um heiminn og við eigum að halda þeim í skefjum," segir Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri um áform Félags Múslima á Íslandi um að reisa mosku á lóð sem félaginu hefur verið fært að gjöf af Reykjavíkurborg. Þetta sagði Ólafur í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Ólafur skrifaði grein í Morgunblaðið í morgun þar sem hann sagði meðal annars: „Það er áhyggjuefni að enginn vandi mun vera fyrir múslíma hér á landi að fjármagna slíka mosku með fé frá útbreiðslusamtökum múslíma erlendis frá. Þar geta komið við sögu samtök, sem vilja auka áhrif íslamstrúar á Íslandi, sem í öðrum löndum. Það getur verið varasamt fyrir þjóðmenningu okkar og öryggi."Finnst afstaða Ólafs sorgleg Salmann Tamimi, talsmaður Félags múslima, segir í viðtali við Bylgjuna vegna greinaskrifa Ólafs að þessi afstaða hans sé sorgleg. „Mér finnst voðalega sorglegt að fyrrverandi borgarstjóri skuli vera með svona áróður. Hann virðist ekki þekkja staðreyndir. Múslimar eru búnir að vera með mosku á landinu síðan 1997. Núna erum við að fara að byggja félagsheimili og spurningin er, hvaða hætta er þetta sem hann er að tala um? Þetta er það sem við skiljum ekki og okkur finnst þetta sorglegt," segir Salmann. „Það er til hófsöm manneskja og snargeggjuð manneskja. Það er allt saman til og hefur ekkert með islam að gera. Eg er búinn að vera hérna í 42 eða 43 ár í landinu og ég held ég hafi ekkert gert nema gott hérna. Það er ekki hægt að mála okkur alla í sama lit eins og einhverja hryðjuverkamenn," segir Salmann Salmann telur að með sömu rökum mætti segja að íslendingar væru þjóð ofbeldismanna. „Þetta er sama röksemdafærsla og að segja að allir íslendingar misþyrmi konum sínum, þar sem að 30% konum eru beittar ofbeldi hérna í landinu. Það er fáránlegt." Hann bætir svo við: „Mér sýnist múslimar blómstra á hinum Norðurlöndunum, til dæmis í stjórnmálum. En það eru til svartir sauðir allsstaðar," segir hann svo að lokum.Múslimar að dreifa sér og valda vandamálum á Norðurlöndunum Ólafur var svo í viðtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann tjáði sig nánar um afstöðu sína til málsins. Ólafur var spurður hvað hann sæi athugavert við að erlend samtök múslima myndu greiða fyrir byggingu moskunnar. „Allt. Íslam eru trúarbrögð sem hafa það á stefnu sinni að ryðja öðrum trúarbrögðum burtu og koma sér fyrir út um allan heim. Reynslan á Norðurlöndum sýnir það nú að múslimarnir eru alls ekki að aðlagast samfélögunum. Þetta er orðið stærðar vandamál, til dæmis í Malmö. Nú um daginn átti að fara að reisa mosku í Þrándheimi en það var hætt við það af norskum yfirvöldum einmitt vegna þess að það voru einhver sádi-arabísk samtök sem ætluðu að kosta það og málið var sett á hold." Ólafur segir múslima dreifa sér um allan heim, sem sé áhyggjuefni fyrir fólk sem er annarar trúarskoðunar. „Það er bara því miður staðreynd að múslimar eru að dreifa sér um heiminn, um vesturlönd, Norðurlönd og hér, og við eigum að halda sér í skefjum. Þeir eiga ekkert að fá umfram aðra."Vil að Ásatrúarfélagið fái byggingarreitinn „Þeir geta fengið einhverja lítið áberandi mosku mín vegna, en að þeir fái [byggingarlóð] við bæjarhlið Reykjavíkur kemur ekki til greina," segir Ólafur síðan. „Því á sama tíma erum við með Ásatrúarsöfnuð sem er margfalt stærri og búinn að vera til í landinu alla tíð, ekki söfnuðurinn sem slíkur, og hann á skilyrðislausan rétt á besta plássi sem til er fyrir söfnuð. Enda voru ásatrúarmenn hér áður en kristnir menn komu hér og þröngvuðu sinni hugmyndafræði upp á þá. Ég vil að ásatrúarmenn fái þessa lóð, þeir eiga það skilið. Það myndi stórefla söfnuð þeirra og vera mikil ferðamannamiðstöð á þessum stað."Segir Íslam hlaðið kvenfyrirlitningu Ólafur vandar íslamstrú ekki kveðjuna og segir hana hlaðna kvenfyrirlitningu. „Innbyggt í hans [Múhameðs] kenningu, sem á að vera ógagnrýnanleg, er djúptæk kvenfyrirlitning. Mér finnst hallærislegt að Samfylking og Vinstri Græn með allan sinn feminisma séu svo umburðarlyndir gagnvart trúarskoðun sem hefur allar konur að litlu. Ég bendi bara á kvenfyrirlitninguna sem er innbygð í Íslam, og mér finnst alveg ótrúlegt að fullt af íslenskum feministum skuli vera mjög hlynntir múslimum hér á íslandi. Það er innbyggt í þeirra trú að konur séu kúgaðar. Það er innbyggt í þeirra trú fjölkvæni og það er innbyggt í þeirra trú að konur skuli haga sér skikkanlega og klæða sig eftir einhverjum reglum sem eru búnar til af öfgamanninum Múhameð. Ólafur segir skoðanir sínar á málinu ekkert eiga skylt við kynþáttafordóma. „Þetta á ekkert skylt við rasisma, þetta á skylt við það að verja konur fyrir ofbeldi og verja þjóðina og menningu hennar."
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira