„Menningarbylting“ í Breiðholtinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. október 2014 19:30 Borgaryfirvöld hafa lagst í miklar umbætur í Breiðholti með það fyrir augum að gera hverfið meira aðlaðandi. Nýlistasafnið er komið í Völvufell og tæknivædd þrívíddarhönnun finnst nú í Eddufelli. Hefur verið rætt um menningarbyltingu í Breiðholti. Á síðustu misserum hafa borgaryfirvöld varið talsverðu fjármagni í uppbyggingu í Breiðholtinu með það fyrir augum að gera hverfið meira aðlaðandi. Þá hefur borgin tekið allar skólalóðir í Breiðholtinu í gegn og farið í geðræktarátak.Börn og fullorðnir sækja í Fab Lab Helsta breytingin felst í því sem kalla mætti „menningarbyltingu í Breiðholtinu,“ í jákvæðri merkingu orðsins. Í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands opnaði Reykjavíkurborg FabLab (Fabrication Lab) í Eddufelli sem við sjáum hér en FabLab er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fólk á öllum aldri sækir í smiðjuna. „Þetta er allt frá mjög ungum krökkum til gamals fólks. Sumir vilja gera eitthvað skemmtilegt fyrir heimilið,sumir eru að hefja rekstur og vilja gera sínar eigin frumgerðir,hanna eitthvað til að uppfylla þarfir sínar, kannski húsgögn, kannski leikföng,“ segir Linda Wanders starfsmaður Fab Lab í Eddufelli. Heldurðu að þessi vinnustofa hafi endurlífgað menningarlega sjálfsmynd hverfisins? „Já, ég held það. Margir eru að fá meira sjálfstraust og þetta er góður vettvangur fyrir fólk að byrja á,“ segir Wanders. Í FabLab er meðal annars þrívíddarprentari og krakkarnir í hverfinu hafa komið og hannað sín eigin leikföng og framleitt þau í smiðjunni. „Hingað hafa komið ungir krakkar til að læra að móta hluti í þrívídd. Þau gerðu sína eigin Pokémon-fígúru og prentuðu hana út í þrívíddarprentaranum okkar. Það var frábært. Þannig lærðu þau þetta allt,“ segir Bas Withagen umsjónarmaður Fab Lab. Opnun safns liður í uppbyggingu félagsauðs Það er fleira sem heillar í Fellahverfinu. Fyrir tveimur vikum flutti Nýlistasafn Íslands í Völvufell en safnið fékk húsnæðið afhent fyrir sex vikum. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts, segir að opnun safnsins sé liður í uppbyggingu félagsauðs (e. social capital) í hverfinu og að íbúarnir hafi tekið þessari menningarvakningu opnum örmum. Annað sem sett hefur sterkan svip á hverfið eru nýju vegglistaverkin. Þetta hér (sjá myndskeið) er verk eftir Söru Riel sem var klárað núna í haust. Þá má nefna þetta verk eftir Erró á vegg fjölbýlishúss í Álftahólum. Það sést að úr fjárlægð og vekur forvitni þeirra sem eiga leið hjá. Erró sjálfur var viðstaddur opnun verksins fyrr í haust og var virkilega ánægður með hvernig til tókst. Annað verk eftir Erró mun svo líta dagsins ljós á vegg íþróttamiðstöðvarinnar í Austurbergi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þörfin hafi verið mest í Breiðholtinu þegar borgarstjórn hafi ákveðið að ráðast í uppbyggingu og hann segir að verkefninu sé hvergi nærri lokið. „Hér í Fellagörðum var ástand sem enginn var stoltur af, hvorki íbúarnir né borgin og þess vegna lögðum við áherslu á þetta svæði. En ég er mjög stoltur af Breiðholtinu og því sem er að gerast um allt hverfi,“ segir Dagur. Sjá má umfjöllun um menningarvakningu Breiðholtsins og viðtal við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í meðfylgandi myndskeiði. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Borgaryfirvöld hafa lagst í miklar umbætur í Breiðholti með það fyrir augum að gera hverfið meira aðlaðandi. Nýlistasafnið er komið í Völvufell og tæknivædd þrívíddarhönnun finnst nú í Eddufelli. Hefur verið rætt um menningarbyltingu í Breiðholti. Á síðustu misserum hafa borgaryfirvöld varið talsverðu fjármagni í uppbyggingu í Breiðholtinu með það fyrir augum að gera hverfið meira aðlaðandi. Þá hefur borgin tekið allar skólalóðir í Breiðholtinu í gegn og farið í geðræktarátak.Börn og fullorðnir sækja í Fab Lab Helsta breytingin felst í því sem kalla mætti „menningarbyltingu í Breiðholtinu,“ í jákvæðri merkingu orðsins. Í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands opnaði Reykjavíkurborg FabLab (Fabrication Lab) í Eddufelli sem við sjáum hér en FabLab er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fólk á öllum aldri sækir í smiðjuna. „Þetta er allt frá mjög ungum krökkum til gamals fólks. Sumir vilja gera eitthvað skemmtilegt fyrir heimilið,sumir eru að hefja rekstur og vilja gera sínar eigin frumgerðir,hanna eitthvað til að uppfylla þarfir sínar, kannski húsgögn, kannski leikföng,“ segir Linda Wanders starfsmaður Fab Lab í Eddufelli. Heldurðu að þessi vinnustofa hafi endurlífgað menningarlega sjálfsmynd hverfisins? „Já, ég held það. Margir eru að fá meira sjálfstraust og þetta er góður vettvangur fyrir fólk að byrja á,“ segir Wanders. Í FabLab er meðal annars þrívíddarprentari og krakkarnir í hverfinu hafa komið og hannað sín eigin leikföng og framleitt þau í smiðjunni. „Hingað hafa komið ungir krakkar til að læra að móta hluti í þrívídd. Þau gerðu sína eigin Pokémon-fígúru og prentuðu hana út í þrívíddarprentaranum okkar. Það var frábært. Þannig lærðu þau þetta allt,“ segir Bas Withagen umsjónarmaður Fab Lab. Opnun safns liður í uppbyggingu félagsauðs Það er fleira sem heillar í Fellahverfinu. Fyrir tveimur vikum flutti Nýlistasafn Íslands í Völvufell en safnið fékk húsnæðið afhent fyrir sex vikum. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts, segir að opnun safnsins sé liður í uppbyggingu félagsauðs (e. social capital) í hverfinu og að íbúarnir hafi tekið þessari menningarvakningu opnum örmum. Annað sem sett hefur sterkan svip á hverfið eru nýju vegglistaverkin. Þetta hér (sjá myndskeið) er verk eftir Söru Riel sem var klárað núna í haust. Þá má nefna þetta verk eftir Erró á vegg fjölbýlishúss í Álftahólum. Það sést að úr fjárlægð og vekur forvitni þeirra sem eiga leið hjá. Erró sjálfur var viðstaddur opnun verksins fyrr í haust og var virkilega ánægður með hvernig til tókst. Annað verk eftir Erró mun svo líta dagsins ljós á vegg íþróttamiðstöðvarinnar í Austurbergi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þörfin hafi verið mest í Breiðholtinu þegar borgarstjórn hafi ákveðið að ráðast í uppbyggingu og hann segir að verkefninu sé hvergi nærri lokið. „Hér í Fellagörðum var ástand sem enginn var stoltur af, hvorki íbúarnir né borgin og þess vegna lögðum við áherslu á þetta svæði. En ég er mjög stoltur af Breiðholtinu og því sem er að gerast um allt hverfi,“ segir Dagur. Sjá má umfjöllun um menningarvakningu Breiðholtsins og viðtal við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í meðfylgandi myndskeiði.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira