„Menningarbylting“ í Breiðholtinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. október 2014 19:30 Borgaryfirvöld hafa lagst í miklar umbætur í Breiðholti með það fyrir augum að gera hverfið meira aðlaðandi. Nýlistasafnið er komið í Völvufell og tæknivædd þrívíddarhönnun finnst nú í Eddufelli. Hefur verið rætt um menningarbyltingu í Breiðholti. Á síðustu misserum hafa borgaryfirvöld varið talsverðu fjármagni í uppbyggingu í Breiðholtinu með það fyrir augum að gera hverfið meira aðlaðandi. Þá hefur borgin tekið allar skólalóðir í Breiðholtinu í gegn og farið í geðræktarátak.Börn og fullorðnir sækja í Fab Lab Helsta breytingin felst í því sem kalla mætti „menningarbyltingu í Breiðholtinu,“ í jákvæðri merkingu orðsins. Í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands opnaði Reykjavíkurborg FabLab (Fabrication Lab) í Eddufelli sem við sjáum hér en FabLab er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fólk á öllum aldri sækir í smiðjuna. „Þetta er allt frá mjög ungum krökkum til gamals fólks. Sumir vilja gera eitthvað skemmtilegt fyrir heimilið,sumir eru að hefja rekstur og vilja gera sínar eigin frumgerðir,hanna eitthvað til að uppfylla þarfir sínar, kannski húsgögn, kannski leikföng,“ segir Linda Wanders starfsmaður Fab Lab í Eddufelli. Heldurðu að þessi vinnustofa hafi endurlífgað menningarlega sjálfsmynd hverfisins? „Já, ég held það. Margir eru að fá meira sjálfstraust og þetta er góður vettvangur fyrir fólk að byrja á,“ segir Wanders. Í FabLab er meðal annars þrívíddarprentari og krakkarnir í hverfinu hafa komið og hannað sín eigin leikföng og framleitt þau í smiðjunni. „Hingað hafa komið ungir krakkar til að læra að móta hluti í þrívídd. Þau gerðu sína eigin Pokémon-fígúru og prentuðu hana út í þrívíddarprentaranum okkar. Það var frábært. Þannig lærðu þau þetta allt,“ segir Bas Withagen umsjónarmaður Fab Lab. Opnun safns liður í uppbyggingu félagsauðs Það er fleira sem heillar í Fellahverfinu. Fyrir tveimur vikum flutti Nýlistasafn Íslands í Völvufell en safnið fékk húsnæðið afhent fyrir sex vikum. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts, segir að opnun safnsins sé liður í uppbyggingu félagsauðs (e. social capital) í hverfinu og að íbúarnir hafi tekið þessari menningarvakningu opnum örmum. Annað sem sett hefur sterkan svip á hverfið eru nýju vegglistaverkin. Þetta hér (sjá myndskeið) er verk eftir Söru Riel sem var klárað núna í haust. Þá má nefna þetta verk eftir Erró á vegg fjölbýlishúss í Álftahólum. Það sést að úr fjárlægð og vekur forvitni þeirra sem eiga leið hjá. Erró sjálfur var viðstaddur opnun verksins fyrr í haust og var virkilega ánægður með hvernig til tókst. Annað verk eftir Erró mun svo líta dagsins ljós á vegg íþróttamiðstöðvarinnar í Austurbergi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þörfin hafi verið mest í Breiðholtinu þegar borgarstjórn hafi ákveðið að ráðast í uppbyggingu og hann segir að verkefninu sé hvergi nærri lokið. „Hér í Fellagörðum var ástand sem enginn var stoltur af, hvorki íbúarnir né borgin og þess vegna lögðum við áherslu á þetta svæði. En ég er mjög stoltur af Breiðholtinu og því sem er að gerast um allt hverfi,“ segir Dagur. Sjá má umfjöllun um menningarvakningu Breiðholtsins og viðtal við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í meðfylgandi myndskeiði. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Borgaryfirvöld hafa lagst í miklar umbætur í Breiðholti með það fyrir augum að gera hverfið meira aðlaðandi. Nýlistasafnið er komið í Völvufell og tæknivædd þrívíddarhönnun finnst nú í Eddufelli. Hefur verið rætt um menningarbyltingu í Breiðholti. Á síðustu misserum hafa borgaryfirvöld varið talsverðu fjármagni í uppbyggingu í Breiðholtinu með það fyrir augum að gera hverfið meira aðlaðandi. Þá hefur borgin tekið allar skólalóðir í Breiðholtinu í gegn og farið í geðræktarátak.Börn og fullorðnir sækja í Fab Lab Helsta breytingin felst í því sem kalla mætti „menningarbyltingu í Breiðholtinu,“ í jákvæðri merkingu orðsins. Í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands opnaði Reykjavíkurborg FabLab (Fabrication Lab) í Eddufelli sem við sjáum hér en FabLab er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fólk á öllum aldri sækir í smiðjuna. „Þetta er allt frá mjög ungum krökkum til gamals fólks. Sumir vilja gera eitthvað skemmtilegt fyrir heimilið,sumir eru að hefja rekstur og vilja gera sínar eigin frumgerðir,hanna eitthvað til að uppfylla þarfir sínar, kannski húsgögn, kannski leikföng,“ segir Linda Wanders starfsmaður Fab Lab í Eddufelli. Heldurðu að þessi vinnustofa hafi endurlífgað menningarlega sjálfsmynd hverfisins? „Já, ég held það. Margir eru að fá meira sjálfstraust og þetta er góður vettvangur fyrir fólk að byrja á,“ segir Wanders. Í FabLab er meðal annars þrívíddarprentari og krakkarnir í hverfinu hafa komið og hannað sín eigin leikföng og framleitt þau í smiðjunni. „Hingað hafa komið ungir krakkar til að læra að móta hluti í þrívídd. Þau gerðu sína eigin Pokémon-fígúru og prentuðu hana út í þrívíddarprentaranum okkar. Það var frábært. Þannig lærðu þau þetta allt,“ segir Bas Withagen umsjónarmaður Fab Lab. Opnun safns liður í uppbyggingu félagsauðs Það er fleira sem heillar í Fellahverfinu. Fyrir tveimur vikum flutti Nýlistasafn Íslands í Völvufell en safnið fékk húsnæðið afhent fyrir sex vikum. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts, segir að opnun safnsins sé liður í uppbyggingu félagsauðs (e. social capital) í hverfinu og að íbúarnir hafi tekið þessari menningarvakningu opnum örmum. Annað sem sett hefur sterkan svip á hverfið eru nýju vegglistaverkin. Þetta hér (sjá myndskeið) er verk eftir Söru Riel sem var klárað núna í haust. Þá má nefna þetta verk eftir Erró á vegg fjölbýlishúss í Álftahólum. Það sést að úr fjárlægð og vekur forvitni þeirra sem eiga leið hjá. Erró sjálfur var viðstaddur opnun verksins fyrr í haust og var virkilega ánægður með hvernig til tókst. Annað verk eftir Erró mun svo líta dagsins ljós á vegg íþróttamiðstöðvarinnar í Austurbergi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þörfin hafi verið mest í Breiðholtinu þegar borgarstjórn hafi ákveðið að ráðast í uppbyggingu og hann segir að verkefninu sé hvergi nærri lokið. „Hér í Fellagörðum var ástand sem enginn var stoltur af, hvorki íbúarnir né borgin og þess vegna lögðum við áherslu á þetta svæði. En ég er mjög stoltur af Breiðholtinu og því sem er að gerast um allt hverfi,“ segir Dagur. Sjá má umfjöllun um menningarvakningu Breiðholtsins og viðtal við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í meðfylgandi myndskeiði.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira