"Kosningaloforð stjórnarflokkanna í vor þau sömu og fyrir 10 árum" Hjörtur Hjartarson skrifar 3. júlí 2013 19:13 Félagsmálaráðherra segir að Framsóknarflokkurinn hafi gert upp sína pólitísku fortíð og vinni nú að því að því að bæta íslenska stjórnmálamenningu. Steingrímur J. Sigfússon segir að kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, fyrir áratug hafi lagt grunninn að mörg hundruð milljarða tapi ríkissjóðs. Kosningaloforðin í vor séu keimlík. Skýrslan um Íbúðalánasjóð var til umræðu á Alþingi í dag og tóku fjölmargir þingmenn til máls.Þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon sem sagði tap Íbúðalánasjóðs liggja hjá stjórnarflokkunum. "Gjaldþrot Seðlabankans undir stjórn Davíð Oddssonar er svipað kjaftshögg á íslenska ríkið og höggið á Íbúðarlánasjóð undir forystu Framsóknarflokk", sagði Steingrímur úr ræðustól Alþingis í dag. Steingrímur sagði að kosningaloforð flokkanna tveggja fyrir 10 árum vera keimlík þeim sem gefin voru í vor. "Sjálfstæðisflokkurinn lofaði gríðarlegum skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofaði í húsnæðismálum. Hafið þið heyrt þetta aftur? Seðlabankinn og fleiri vöruðu við en þetta var samt gert. Hver er staðan núna? Hvernig voru kosningarnar 2013? Sjálfstæðisflokkurinn lofar skattalækkanir og Framsóknarflokkurinn lofar í húsnæðismálum. Og Seðlabankinn er byrjaður að vara við." Ein af helstu niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar er sú að 90 prósenta húsnæðislánin hafi lagt grunninn að vandræðum Íbúðalánasjóðs. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks benti á að fleiri en þingmenn Framsóknarflokks hefðu á sínum tíma talað fyrir innleiðingu slíkra lána. "Þá kom fram tillaga frá þingmönnum Samfylkingarinnar þar sem þau hvöttu til þess að þegar í stað yrði boðið upp á 90 prósenta lán. Þó að niðurstaða eftirlitsstofnunnar EFTA lægi ekki fyrir." Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna telur að þessi málflutningur sé til þess fallinn að slá ryki í augum fólks og færa ábyrgðina þaðan sem hún á heima. "Staðreyndin er náttúrulega sú að rannsóknarskýrslan tekur til ára sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru við stjórn í landinu og hljóta að bera ábyrgð á mörgu af því sem úrskeiðis fór," segir Ögmundur. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra segir að niðurstöður skýrslunnar hafi ekki komið sér á óvart. "Þarna koma fram mjög sambærilegir hlutir sem komu fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna. Þannig að því leytinu kom hún ekki á óvart." Stjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn sérstaklega hafa mátt þola mikla gagnrýni fyrir sinn þátt í vandræðum Íbúðalánasjóðs. En hefur Framsóknarflokkurinn slitið sig frá þessum fortíðardraugum sem hann er gagnrýndur fyrir í skýrslunni? "Við höfum tekið mjög alvarlega það sem hefur gerst á undanförnum árum. Við höfum farið í gegnum miklar breytingar sem flokkur og við teljum að það sé mjög brýnt að bæta íslenska stjórnmálamenningu, já", sagði Eygló. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra en hann sagði það ekki tímabært á þessari stundu. Þá náðist ekki í Guðmund Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Íbúðalánasjóðs né Árna Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir að Framsóknarflokkurinn hafi gert upp sína pólitísku fortíð og vinni nú að því að því að bæta íslenska stjórnmálamenningu. Steingrímur J. Sigfússon segir að kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, fyrir áratug hafi lagt grunninn að mörg hundruð milljarða tapi ríkissjóðs. Kosningaloforðin í vor séu keimlík. Skýrslan um Íbúðalánasjóð var til umræðu á Alþingi í dag og tóku fjölmargir þingmenn til máls.Þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon sem sagði tap Íbúðalánasjóðs liggja hjá stjórnarflokkunum. "Gjaldþrot Seðlabankans undir stjórn Davíð Oddssonar er svipað kjaftshögg á íslenska ríkið og höggið á Íbúðarlánasjóð undir forystu Framsóknarflokk", sagði Steingrímur úr ræðustól Alþingis í dag. Steingrímur sagði að kosningaloforð flokkanna tveggja fyrir 10 árum vera keimlík þeim sem gefin voru í vor. "Sjálfstæðisflokkurinn lofaði gríðarlegum skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofaði í húsnæðismálum. Hafið þið heyrt þetta aftur? Seðlabankinn og fleiri vöruðu við en þetta var samt gert. Hver er staðan núna? Hvernig voru kosningarnar 2013? Sjálfstæðisflokkurinn lofar skattalækkanir og Framsóknarflokkurinn lofar í húsnæðismálum. Og Seðlabankinn er byrjaður að vara við." Ein af helstu niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar er sú að 90 prósenta húsnæðislánin hafi lagt grunninn að vandræðum Íbúðalánasjóðs. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks benti á að fleiri en þingmenn Framsóknarflokks hefðu á sínum tíma talað fyrir innleiðingu slíkra lána. "Þá kom fram tillaga frá þingmönnum Samfylkingarinnar þar sem þau hvöttu til þess að þegar í stað yrði boðið upp á 90 prósenta lán. Þó að niðurstaða eftirlitsstofnunnar EFTA lægi ekki fyrir." Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna telur að þessi málflutningur sé til þess fallinn að slá ryki í augum fólks og færa ábyrgðina þaðan sem hún á heima. "Staðreyndin er náttúrulega sú að rannsóknarskýrslan tekur til ára sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru við stjórn í landinu og hljóta að bera ábyrgð á mörgu af því sem úrskeiðis fór," segir Ögmundur. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra segir að niðurstöður skýrslunnar hafi ekki komið sér á óvart. "Þarna koma fram mjög sambærilegir hlutir sem komu fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna. Þannig að því leytinu kom hún ekki á óvart." Stjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn sérstaklega hafa mátt þola mikla gagnrýni fyrir sinn þátt í vandræðum Íbúðalánasjóðs. En hefur Framsóknarflokkurinn slitið sig frá þessum fortíðardraugum sem hann er gagnrýndur fyrir í skýrslunni? "Við höfum tekið mjög alvarlega það sem hefur gerst á undanförnum árum. Við höfum farið í gegnum miklar breytingar sem flokkur og við teljum að það sé mjög brýnt að bæta íslenska stjórnmálamenningu, já", sagði Eygló. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra en hann sagði það ekki tímabært á þessari stundu. Þá náðist ekki í Guðmund Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Íbúðalánasjóðs né Árna Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels