"Kosningaloforð stjórnarflokkanna í vor þau sömu og fyrir 10 árum" Hjörtur Hjartarson skrifar 3. júlí 2013 19:13 Félagsmálaráðherra segir að Framsóknarflokkurinn hafi gert upp sína pólitísku fortíð og vinni nú að því að því að bæta íslenska stjórnmálamenningu. Steingrímur J. Sigfússon segir að kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, fyrir áratug hafi lagt grunninn að mörg hundruð milljarða tapi ríkissjóðs. Kosningaloforðin í vor séu keimlík. Skýrslan um Íbúðalánasjóð var til umræðu á Alþingi í dag og tóku fjölmargir þingmenn til máls.Þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon sem sagði tap Íbúðalánasjóðs liggja hjá stjórnarflokkunum. "Gjaldþrot Seðlabankans undir stjórn Davíð Oddssonar er svipað kjaftshögg á íslenska ríkið og höggið á Íbúðarlánasjóð undir forystu Framsóknarflokk", sagði Steingrímur úr ræðustól Alþingis í dag. Steingrímur sagði að kosningaloforð flokkanna tveggja fyrir 10 árum vera keimlík þeim sem gefin voru í vor. "Sjálfstæðisflokkurinn lofaði gríðarlegum skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofaði í húsnæðismálum. Hafið þið heyrt þetta aftur? Seðlabankinn og fleiri vöruðu við en þetta var samt gert. Hver er staðan núna? Hvernig voru kosningarnar 2013? Sjálfstæðisflokkurinn lofar skattalækkanir og Framsóknarflokkurinn lofar í húsnæðismálum. Og Seðlabankinn er byrjaður að vara við." Ein af helstu niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar er sú að 90 prósenta húsnæðislánin hafi lagt grunninn að vandræðum Íbúðalánasjóðs. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks benti á að fleiri en þingmenn Framsóknarflokks hefðu á sínum tíma talað fyrir innleiðingu slíkra lána. "Þá kom fram tillaga frá þingmönnum Samfylkingarinnar þar sem þau hvöttu til þess að þegar í stað yrði boðið upp á 90 prósenta lán. Þó að niðurstaða eftirlitsstofnunnar EFTA lægi ekki fyrir." Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna telur að þessi málflutningur sé til þess fallinn að slá ryki í augum fólks og færa ábyrgðina þaðan sem hún á heima. "Staðreyndin er náttúrulega sú að rannsóknarskýrslan tekur til ára sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru við stjórn í landinu og hljóta að bera ábyrgð á mörgu af því sem úrskeiðis fór," segir Ögmundur. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra segir að niðurstöður skýrslunnar hafi ekki komið sér á óvart. "Þarna koma fram mjög sambærilegir hlutir sem komu fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna. Þannig að því leytinu kom hún ekki á óvart." Stjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn sérstaklega hafa mátt þola mikla gagnrýni fyrir sinn þátt í vandræðum Íbúðalánasjóðs. En hefur Framsóknarflokkurinn slitið sig frá þessum fortíðardraugum sem hann er gagnrýndur fyrir í skýrslunni? "Við höfum tekið mjög alvarlega það sem hefur gerst á undanförnum árum. Við höfum farið í gegnum miklar breytingar sem flokkur og við teljum að það sé mjög brýnt að bæta íslenska stjórnmálamenningu, já", sagði Eygló. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra en hann sagði það ekki tímabært á þessari stundu. Þá náðist ekki í Guðmund Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Íbúðalánasjóðs né Árna Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir að Framsóknarflokkurinn hafi gert upp sína pólitísku fortíð og vinni nú að því að því að bæta íslenska stjórnmálamenningu. Steingrímur J. Sigfússon segir að kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, fyrir áratug hafi lagt grunninn að mörg hundruð milljarða tapi ríkissjóðs. Kosningaloforðin í vor séu keimlík. Skýrslan um Íbúðalánasjóð var til umræðu á Alþingi í dag og tóku fjölmargir þingmenn til máls.Þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon sem sagði tap Íbúðalánasjóðs liggja hjá stjórnarflokkunum. "Gjaldþrot Seðlabankans undir stjórn Davíð Oddssonar er svipað kjaftshögg á íslenska ríkið og höggið á Íbúðarlánasjóð undir forystu Framsóknarflokk", sagði Steingrímur úr ræðustól Alþingis í dag. Steingrímur sagði að kosningaloforð flokkanna tveggja fyrir 10 árum vera keimlík þeim sem gefin voru í vor. "Sjálfstæðisflokkurinn lofaði gríðarlegum skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofaði í húsnæðismálum. Hafið þið heyrt þetta aftur? Seðlabankinn og fleiri vöruðu við en þetta var samt gert. Hver er staðan núna? Hvernig voru kosningarnar 2013? Sjálfstæðisflokkurinn lofar skattalækkanir og Framsóknarflokkurinn lofar í húsnæðismálum. Og Seðlabankinn er byrjaður að vara við." Ein af helstu niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar er sú að 90 prósenta húsnæðislánin hafi lagt grunninn að vandræðum Íbúðalánasjóðs. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks benti á að fleiri en þingmenn Framsóknarflokks hefðu á sínum tíma talað fyrir innleiðingu slíkra lána. "Þá kom fram tillaga frá þingmönnum Samfylkingarinnar þar sem þau hvöttu til þess að þegar í stað yrði boðið upp á 90 prósenta lán. Þó að niðurstaða eftirlitsstofnunnar EFTA lægi ekki fyrir." Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna telur að þessi málflutningur sé til þess fallinn að slá ryki í augum fólks og færa ábyrgðina þaðan sem hún á heima. "Staðreyndin er náttúrulega sú að rannsóknarskýrslan tekur til ára sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru við stjórn í landinu og hljóta að bera ábyrgð á mörgu af því sem úrskeiðis fór," segir Ögmundur. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra segir að niðurstöður skýrslunnar hafi ekki komið sér á óvart. "Þarna koma fram mjög sambærilegir hlutir sem komu fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna. Þannig að því leytinu kom hún ekki á óvart." Stjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn sérstaklega hafa mátt þola mikla gagnrýni fyrir sinn þátt í vandræðum Íbúðalánasjóðs. En hefur Framsóknarflokkurinn slitið sig frá þessum fortíðardraugum sem hann er gagnrýndur fyrir í skýrslunni? "Við höfum tekið mjög alvarlega það sem hefur gerst á undanförnum árum. Við höfum farið í gegnum miklar breytingar sem flokkur og við teljum að það sé mjög brýnt að bæta íslenska stjórnmálamenningu, já", sagði Eygló. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra en hann sagði það ekki tímabært á þessari stundu. Þá náðist ekki í Guðmund Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Íbúðalánasjóðs né Árna Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira