„Kjánalegt að gefa sér andstöðu okkar“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2013 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. „Það er engin ástæða til að ætla að þessi stjórnarandstaða muni haga sér með þeim hætti að frumvarpið fái ekki framgang á þinginu. Við höfum ekki tileinkað okkur vinnubrögð síðustu stjórnarandstöðu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær að það gæti tekið tíma að koma frumvarpi um skuldaleiðréttingu heimilanna í gegnum þingið. „Þegar þetta er kynnt þá þarf þetta augljóslega að fara til umræðu hjá þinginu og þar getur verið einhver fyrirstaða,“ segir Sigmundur Davíð sem einnig var spurður út í ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að líklega verði tillögur um bót á skuldavanda heimilanna ekki tilbúnar fyrr en eftir áramót. Bjarni sagði í svari við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku að tillögur myndu berast frá nefndum um skuldavandann í nóvember og desember og að taka þyrfti þær tillögur til skoðunar og eftir atvikum til meðferðar á þinginu. Því væri hann ekki vongóður um að búið yrði að fá hugmyndir, vinna úr þeim, tefla fram þingmálum og klára þau í gegnum þrjár umræður fyrir jól. Sigmundur Davíð segir enga ástæðu til að skilja ummæli Bjarna sem svo að sjálfstæðismenn ætli ekki að fylgja stjórnarsáttmálanum þar sem skuldaleiðrétting heimilanna sé skýrt útlistuð. „Bjarni var fyrst og fremst að lýsa áhyggjum af því að það gæti tekið tíma að koma þessu í gegnum þingið og það eru eðlilegar áhyggjur eins og stjórnarandstaðan hefur talað.“ Árni Páll segir ekki hægt að kenna stjórnarandstöðunni um verkleysi stjórnarinnar. „Það er kjánaleg smjörklípa að halda því fram að stjórnarandstaðan verði í andstöðu við mál sem við höfum aldrei séð. En ég vil auðvitað sjá hvað stendur til. Það fer eftir hvaða þingmann Framsóknarflokks þú talar við hvernig útfærslan á að vera. En forsætisráðherra verður að bera ábyrgð á málinu og ríkisstjórnin þarf að standa skil á að efna loforð sem gefin hafa verið,“ segir Árni Páll. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Það er engin ástæða til að ætla að þessi stjórnarandstaða muni haga sér með þeim hætti að frumvarpið fái ekki framgang á þinginu. Við höfum ekki tileinkað okkur vinnubrögð síðustu stjórnarandstöðu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær að það gæti tekið tíma að koma frumvarpi um skuldaleiðréttingu heimilanna í gegnum þingið. „Þegar þetta er kynnt þá þarf þetta augljóslega að fara til umræðu hjá þinginu og þar getur verið einhver fyrirstaða,“ segir Sigmundur Davíð sem einnig var spurður út í ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að líklega verði tillögur um bót á skuldavanda heimilanna ekki tilbúnar fyrr en eftir áramót. Bjarni sagði í svari við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku að tillögur myndu berast frá nefndum um skuldavandann í nóvember og desember og að taka þyrfti þær tillögur til skoðunar og eftir atvikum til meðferðar á þinginu. Því væri hann ekki vongóður um að búið yrði að fá hugmyndir, vinna úr þeim, tefla fram þingmálum og klára þau í gegnum þrjár umræður fyrir jól. Sigmundur Davíð segir enga ástæðu til að skilja ummæli Bjarna sem svo að sjálfstæðismenn ætli ekki að fylgja stjórnarsáttmálanum þar sem skuldaleiðrétting heimilanna sé skýrt útlistuð. „Bjarni var fyrst og fremst að lýsa áhyggjum af því að það gæti tekið tíma að koma þessu í gegnum þingið og það eru eðlilegar áhyggjur eins og stjórnarandstaðan hefur talað.“ Árni Páll segir ekki hægt að kenna stjórnarandstöðunni um verkleysi stjórnarinnar. „Það er kjánaleg smjörklípa að halda því fram að stjórnarandstaðan verði í andstöðu við mál sem við höfum aldrei séð. En ég vil auðvitað sjá hvað stendur til. Það fer eftir hvaða þingmann Framsóknarflokks þú talar við hvernig útfærslan á að vera. En forsætisráðherra verður að bera ábyrgð á málinu og ríkisstjórnin þarf að standa skil á að efna loforð sem gefin hafa verið,“ segir Árni Páll.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira