„Íslensk heimili í alþjóðlegum samanburði í tiltölulega öfundsverðri stöðu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2015 00:00 Skuldastaða heimilanna hefur batnað hratt að undanförnu og telst ekki lengur há í alþjóðlegum samanburði. vísir/vilhelm Skuldastaða heimilanna hefur batnað hratt að undanförnu og telst ekki lengur há í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt nýrri skýrslu greiningardeildar Íslandsbanka eru skuldir heimila í Danmörku, Hollandi og Noregi meiri en hér á landi, en þær eru svipaðar og í Svíþjóð. Þá eru skuldir heimilanna, sem hlutfall af landsframleiðslu og ráðstöfunartekjum, komnar í svipaða stöðu og þær voru áður en bólan fór að myndast á íbúðamarkaði hér á landi fyrir rúmum áratug. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir þetta afar jákvæðar fréttir fyrir íslenskt efnahagslíf. „Þetta er verulegur bati. Það sem menn höfðu áhyggjur af eftir hrunið var að þetta háa skuldahlutfall myndi hægja á efnahagsbatanum. Þess vegna var afar mikilvægt að ná þessu niður og nú hefur það gerst. Til viðbótar við þetta hafa skuldir sem hlutfall af eignum og ekki síst húsnæðisskuldir sem hlutfall af eignum í húsnæði hefur verið að lækka og stendur tiltölulega vel sögulega. Þannig að það er tiltölulega gott veðrými orðið hjá heimilunum sem aftur ætti að ýta undir íbúðamarkaðinn, íbúðaverð og hagkerfið í það heila," segir hann. Ingólfur segir íslensk heimili nú komin í nokkuð öfundsverða stöðu. „Hér er fjárhagsleg staða heimilanna, fólksins í landinu, betri en við höfum séð frá hruni og reyndar má teygja sig nokkuð aftur fyrir hrun. Í alþjóðlegum samanburði þá standa íslensk heimili orðið tiltölulega vel hvað þetta varðar. Þannig að þetta merkir ekki bara það að við erum að ná okkur niður úr þessu slæma árferði sem var, heldur líka eru íslensk heimili orðin í alþjóðlegum samamburði í tiltölulega öfundsverðri stöðu.“En gæti þessi þróun þýtt annað góðæri? „Þetta er klárlega einn af grundvöllum þess. Við erum að sjá þennan hraða vöxt núna bæði að bæta frekar í einkaneysluvöxtinn og hagvöxtinn. Við erum að spá því að hagvöxtur í ár verði 4,3 prósent og 4,4 prósent á næsta ári. Sem er nokkuð yfir langtímameðaltali og þenslan er komin aftur. Einn af þáttunum þarna að baki er þessi bætta fjárhagslega staða heimilanna," segir Ingólfur. Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Skuldastaða heimilanna hefur batnað hratt að undanförnu og telst ekki lengur há í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt nýrri skýrslu greiningardeildar Íslandsbanka eru skuldir heimila í Danmörku, Hollandi og Noregi meiri en hér á landi, en þær eru svipaðar og í Svíþjóð. Þá eru skuldir heimilanna, sem hlutfall af landsframleiðslu og ráðstöfunartekjum, komnar í svipaða stöðu og þær voru áður en bólan fór að myndast á íbúðamarkaði hér á landi fyrir rúmum áratug. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir þetta afar jákvæðar fréttir fyrir íslenskt efnahagslíf. „Þetta er verulegur bati. Það sem menn höfðu áhyggjur af eftir hrunið var að þetta háa skuldahlutfall myndi hægja á efnahagsbatanum. Þess vegna var afar mikilvægt að ná þessu niður og nú hefur það gerst. Til viðbótar við þetta hafa skuldir sem hlutfall af eignum og ekki síst húsnæðisskuldir sem hlutfall af eignum í húsnæði hefur verið að lækka og stendur tiltölulega vel sögulega. Þannig að það er tiltölulega gott veðrými orðið hjá heimilunum sem aftur ætti að ýta undir íbúðamarkaðinn, íbúðaverð og hagkerfið í það heila," segir hann. Ingólfur segir íslensk heimili nú komin í nokkuð öfundsverða stöðu. „Hér er fjárhagsleg staða heimilanna, fólksins í landinu, betri en við höfum séð frá hruni og reyndar má teygja sig nokkuð aftur fyrir hrun. Í alþjóðlegum samanburði þá standa íslensk heimili orðið tiltölulega vel hvað þetta varðar. Þannig að þetta merkir ekki bara það að við erum að ná okkur niður úr þessu slæma árferði sem var, heldur líka eru íslensk heimili orðin í alþjóðlegum samamburði í tiltölulega öfundsverðri stöðu.“En gæti þessi þróun þýtt annað góðæri? „Þetta er klárlega einn af grundvöllum þess. Við erum að sjá þennan hraða vöxt núna bæði að bæta frekar í einkaneysluvöxtinn og hagvöxtinn. Við erum að spá því að hagvöxtur í ár verði 4,3 prósent og 4,4 prósent á næsta ári. Sem er nokkuð yfir langtímameðaltali og þenslan er komin aftur. Einn af þáttunum þarna að baki er þessi bætta fjárhagslega staða heimilanna," segir Ingólfur.
Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira