„Íslensk heimili í alþjóðlegum samanburði í tiltölulega öfundsverðri stöðu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2015 00:00 Skuldastaða heimilanna hefur batnað hratt að undanförnu og telst ekki lengur há í alþjóðlegum samanburði. vísir/vilhelm Skuldastaða heimilanna hefur batnað hratt að undanförnu og telst ekki lengur há í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt nýrri skýrslu greiningardeildar Íslandsbanka eru skuldir heimila í Danmörku, Hollandi og Noregi meiri en hér á landi, en þær eru svipaðar og í Svíþjóð. Þá eru skuldir heimilanna, sem hlutfall af landsframleiðslu og ráðstöfunartekjum, komnar í svipaða stöðu og þær voru áður en bólan fór að myndast á íbúðamarkaði hér á landi fyrir rúmum áratug. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir þetta afar jákvæðar fréttir fyrir íslenskt efnahagslíf. „Þetta er verulegur bati. Það sem menn höfðu áhyggjur af eftir hrunið var að þetta háa skuldahlutfall myndi hægja á efnahagsbatanum. Þess vegna var afar mikilvægt að ná þessu niður og nú hefur það gerst. Til viðbótar við þetta hafa skuldir sem hlutfall af eignum og ekki síst húsnæðisskuldir sem hlutfall af eignum í húsnæði hefur verið að lækka og stendur tiltölulega vel sögulega. Þannig að það er tiltölulega gott veðrými orðið hjá heimilunum sem aftur ætti að ýta undir íbúðamarkaðinn, íbúðaverð og hagkerfið í það heila," segir hann. Ingólfur segir íslensk heimili nú komin í nokkuð öfundsverða stöðu. „Hér er fjárhagsleg staða heimilanna, fólksins í landinu, betri en við höfum séð frá hruni og reyndar má teygja sig nokkuð aftur fyrir hrun. Í alþjóðlegum samanburði þá standa íslensk heimili orðið tiltölulega vel hvað þetta varðar. Þannig að þetta merkir ekki bara það að við erum að ná okkur niður úr þessu slæma árferði sem var, heldur líka eru íslensk heimili orðin í alþjóðlegum samamburði í tiltölulega öfundsverðri stöðu.“En gæti þessi þróun þýtt annað góðæri? „Þetta er klárlega einn af grundvöllum þess. Við erum að sjá þennan hraða vöxt núna bæði að bæta frekar í einkaneysluvöxtinn og hagvöxtinn. Við erum að spá því að hagvöxtur í ár verði 4,3 prósent og 4,4 prósent á næsta ári. Sem er nokkuð yfir langtímameðaltali og þenslan er komin aftur. Einn af þáttunum þarna að baki er þessi bætta fjárhagslega staða heimilanna," segir Ingólfur. Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Skuldastaða heimilanna hefur batnað hratt að undanförnu og telst ekki lengur há í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt nýrri skýrslu greiningardeildar Íslandsbanka eru skuldir heimila í Danmörku, Hollandi og Noregi meiri en hér á landi, en þær eru svipaðar og í Svíþjóð. Þá eru skuldir heimilanna, sem hlutfall af landsframleiðslu og ráðstöfunartekjum, komnar í svipaða stöðu og þær voru áður en bólan fór að myndast á íbúðamarkaði hér á landi fyrir rúmum áratug. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir þetta afar jákvæðar fréttir fyrir íslenskt efnahagslíf. „Þetta er verulegur bati. Það sem menn höfðu áhyggjur af eftir hrunið var að þetta háa skuldahlutfall myndi hægja á efnahagsbatanum. Þess vegna var afar mikilvægt að ná þessu niður og nú hefur það gerst. Til viðbótar við þetta hafa skuldir sem hlutfall af eignum og ekki síst húsnæðisskuldir sem hlutfall af eignum í húsnæði hefur verið að lækka og stendur tiltölulega vel sögulega. Þannig að það er tiltölulega gott veðrými orðið hjá heimilunum sem aftur ætti að ýta undir íbúðamarkaðinn, íbúðaverð og hagkerfið í það heila," segir hann. Ingólfur segir íslensk heimili nú komin í nokkuð öfundsverða stöðu. „Hér er fjárhagsleg staða heimilanna, fólksins í landinu, betri en við höfum séð frá hruni og reyndar má teygja sig nokkuð aftur fyrir hrun. Í alþjóðlegum samanburði þá standa íslensk heimili orðið tiltölulega vel hvað þetta varðar. Þannig að þetta merkir ekki bara það að við erum að ná okkur niður úr þessu slæma árferði sem var, heldur líka eru íslensk heimili orðin í alþjóðlegum samamburði í tiltölulega öfundsverðri stöðu.“En gæti þessi þróun þýtt annað góðæri? „Þetta er klárlega einn af grundvöllum þess. Við erum að sjá þennan hraða vöxt núna bæði að bæta frekar í einkaneysluvöxtinn og hagvöxtinn. Við erum að spá því að hagvöxtur í ár verði 4,3 prósent og 4,4 prósent á næsta ári. Sem er nokkuð yfir langtímameðaltali og þenslan er komin aftur. Einn af þáttunum þarna að baki er þessi bætta fjárhagslega staða heimilanna," segir Ingólfur.
Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira