„Íslensk heimili í alþjóðlegum samanburði í tiltölulega öfundsverðri stöðu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2015 00:00 Skuldastaða heimilanna hefur batnað hratt að undanförnu og telst ekki lengur há í alþjóðlegum samanburði. vísir/vilhelm Skuldastaða heimilanna hefur batnað hratt að undanförnu og telst ekki lengur há í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt nýrri skýrslu greiningardeildar Íslandsbanka eru skuldir heimila í Danmörku, Hollandi og Noregi meiri en hér á landi, en þær eru svipaðar og í Svíþjóð. Þá eru skuldir heimilanna, sem hlutfall af landsframleiðslu og ráðstöfunartekjum, komnar í svipaða stöðu og þær voru áður en bólan fór að myndast á íbúðamarkaði hér á landi fyrir rúmum áratug. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir þetta afar jákvæðar fréttir fyrir íslenskt efnahagslíf. „Þetta er verulegur bati. Það sem menn höfðu áhyggjur af eftir hrunið var að þetta háa skuldahlutfall myndi hægja á efnahagsbatanum. Þess vegna var afar mikilvægt að ná þessu niður og nú hefur það gerst. Til viðbótar við þetta hafa skuldir sem hlutfall af eignum og ekki síst húsnæðisskuldir sem hlutfall af eignum í húsnæði hefur verið að lækka og stendur tiltölulega vel sögulega. Þannig að það er tiltölulega gott veðrými orðið hjá heimilunum sem aftur ætti að ýta undir íbúðamarkaðinn, íbúðaverð og hagkerfið í það heila," segir hann. Ingólfur segir íslensk heimili nú komin í nokkuð öfundsverða stöðu. „Hér er fjárhagsleg staða heimilanna, fólksins í landinu, betri en við höfum séð frá hruni og reyndar má teygja sig nokkuð aftur fyrir hrun. Í alþjóðlegum samanburði þá standa íslensk heimili orðið tiltölulega vel hvað þetta varðar. Þannig að þetta merkir ekki bara það að við erum að ná okkur niður úr þessu slæma árferði sem var, heldur líka eru íslensk heimili orðin í alþjóðlegum samamburði í tiltölulega öfundsverðri stöðu.“En gæti þessi þróun þýtt annað góðæri? „Þetta er klárlega einn af grundvöllum þess. Við erum að sjá þennan hraða vöxt núna bæði að bæta frekar í einkaneysluvöxtinn og hagvöxtinn. Við erum að spá því að hagvöxtur í ár verði 4,3 prósent og 4,4 prósent á næsta ári. Sem er nokkuð yfir langtímameðaltali og þenslan er komin aftur. Einn af þáttunum þarna að baki er þessi bætta fjárhagslega staða heimilanna," segir Ingólfur. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Sjá meira
Skuldastaða heimilanna hefur batnað hratt að undanförnu og telst ekki lengur há í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt nýrri skýrslu greiningardeildar Íslandsbanka eru skuldir heimila í Danmörku, Hollandi og Noregi meiri en hér á landi, en þær eru svipaðar og í Svíþjóð. Þá eru skuldir heimilanna, sem hlutfall af landsframleiðslu og ráðstöfunartekjum, komnar í svipaða stöðu og þær voru áður en bólan fór að myndast á íbúðamarkaði hér á landi fyrir rúmum áratug. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir þetta afar jákvæðar fréttir fyrir íslenskt efnahagslíf. „Þetta er verulegur bati. Það sem menn höfðu áhyggjur af eftir hrunið var að þetta háa skuldahlutfall myndi hægja á efnahagsbatanum. Þess vegna var afar mikilvægt að ná þessu niður og nú hefur það gerst. Til viðbótar við þetta hafa skuldir sem hlutfall af eignum og ekki síst húsnæðisskuldir sem hlutfall af eignum í húsnæði hefur verið að lækka og stendur tiltölulega vel sögulega. Þannig að það er tiltölulega gott veðrými orðið hjá heimilunum sem aftur ætti að ýta undir íbúðamarkaðinn, íbúðaverð og hagkerfið í það heila," segir hann. Ingólfur segir íslensk heimili nú komin í nokkuð öfundsverða stöðu. „Hér er fjárhagsleg staða heimilanna, fólksins í landinu, betri en við höfum séð frá hruni og reyndar má teygja sig nokkuð aftur fyrir hrun. Í alþjóðlegum samanburði þá standa íslensk heimili orðið tiltölulega vel hvað þetta varðar. Þannig að þetta merkir ekki bara það að við erum að ná okkur niður úr þessu slæma árferði sem var, heldur líka eru íslensk heimili orðin í alþjóðlegum samamburði í tiltölulega öfundsverðri stöðu.“En gæti þessi þróun þýtt annað góðæri? „Þetta er klárlega einn af grundvöllum þess. Við erum að sjá þennan hraða vöxt núna bæði að bæta frekar í einkaneysluvöxtinn og hagvöxtinn. Við erum að spá því að hagvöxtur í ár verði 4,3 prósent og 4,4 prósent á næsta ári. Sem er nokkuð yfir langtímameðaltali og þenslan er komin aftur. Einn af þáttunum þarna að baki er þessi bætta fjárhagslega staða heimilanna," segir Ingólfur.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Sjá meira