"Hélt að vélin hefði orðið fyrir skoti“ Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2014 16:18 Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir var einn farþega vélarinnar, en um níu tíma seinkun varð á vélinni aftur til Íslands vegna atviksins. Vísir/Daníel Rúnarsson/Facebook „Það kom alveg svakaleg birta og lýsti öllu upp. Höggið kom fyrst og birtan með,“ segir Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir, sem var um borð í vél Icelandair sem varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund í Danmörku í gær. Kolbrún Hildur segist í samtali við Vísi halda að atvikið hafi átt sér stað um tuttugu mínútum fyrir lendingu. „Þetta var búið að vera mjög fínt flug en þarna kom eins einn stór hvellur. Ég hélt reyndar í fyrstu að vélin hefði orðið fyrir skoti. Svo datt okkur elding í hug þar sem kom þessi mikla birta. Ég fékk á tilfinninguna að eldingin hafi farið í hreyfilinn hægra megin.“ Hún segir að þrátt fyrir allt þá hafi fólkið um borð í vélinni verið mjög rólegt. „Það kom spurningamerki á fólkið sem fór að velta því fyrir sér hvað hafi gerst, hvað þetta hafi verið. Svo kom upp hugmyndin um eldingu. Maðurinn minn hélt að þetta hafi verið elding.“Allir voru komnir í beltinKolbrún Hildur segir að þar sem þetta hafi verið í aðflugi þá voru allir komnir í beltin og búnir gera sig klára. „Vélin lendir svo bara, hún á svo sem alveg að geta lent á einum hreyfli. Eftir það komu skilaboð frá flugstjóranum um að það hafi skollið elding á vélina, en að allt hafi verið í stakasta lagi. Fólk var merkilega rólegt.“ Að sögn Kolbrúnar Hildar segist hún í raun vera mjög flughrædd manneskja en eftir að hafa farið með börnin þrisvar sinnum til Tenerife þá sé hún orðin öllu vön. „Í sex tíma flugi þarftu alltaf að yfirvinna eitthvað. Einu sinni á leiðinni til Keflavíkur þá vorum við mjög nálægt því að lenda í mjög hörðum árekstri. Þannig að ég hef oft hugsað með mér að það eru í raun meiri líkur á að þú lendir í árekstri á leiðinni út á flugvöll en í flugslysi eins og orðatiltækið segir.“ Hún segist því í raun vera búin að yfirvinna flughræðsluna. „Eldri dóttir mín sendi mér voðalega sæt skilaboð eftir að ég hafði sagt henni frá eldingunni. Þar stóð „Ok, ekki gott. Þú kemur þá til með að búa í Danmörku eða koma heim með báti“,“ segir Kolbrún Hildur létt í bragði.Pollrólegur flugstjóri með bangsa í hönd Kolbrún Hildur og maður hennar mættu svo flugstjóranum í flugstöðinni. „Þar var hann með bangsa sem hann var að versla fyrir jólin. Hann var hinn allra rólegasti.“ Hún segist alls ekki kvíða fyrir heimferðinni. „Ef eitthvað svona gerist einu sinni á ári þá er ég búinn með minn skammt. Það væsir heldur ekkert um okkur hérna í Danmörku og ég kvíði því alls ekki fyrir ferðinni heim.“ Tengdar fréttir Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í morgun þegar hún var í aðflugi til Billund í Danmörku. 20. desember 2014 13:38 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Það kom alveg svakaleg birta og lýsti öllu upp. Höggið kom fyrst og birtan með,“ segir Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir, sem var um borð í vél Icelandair sem varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund í Danmörku í gær. Kolbrún Hildur segist í samtali við Vísi halda að atvikið hafi átt sér stað um tuttugu mínútum fyrir lendingu. „Þetta var búið að vera mjög fínt flug en þarna kom eins einn stór hvellur. Ég hélt reyndar í fyrstu að vélin hefði orðið fyrir skoti. Svo datt okkur elding í hug þar sem kom þessi mikla birta. Ég fékk á tilfinninguna að eldingin hafi farið í hreyfilinn hægra megin.“ Hún segir að þrátt fyrir allt þá hafi fólkið um borð í vélinni verið mjög rólegt. „Það kom spurningamerki á fólkið sem fór að velta því fyrir sér hvað hafi gerst, hvað þetta hafi verið. Svo kom upp hugmyndin um eldingu. Maðurinn minn hélt að þetta hafi verið elding.“Allir voru komnir í beltinKolbrún Hildur segir að þar sem þetta hafi verið í aðflugi þá voru allir komnir í beltin og búnir gera sig klára. „Vélin lendir svo bara, hún á svo sem alveg að geta lent á einum hreyfli. Eftir það komu skilaboð frá flugstjóranum um að það hafi skollið elding á vélina, en að allt hafi verið í stakasta lagi. Fólk var merkilega rólegt.“ Að sögn Kolbrúnar Hildar segist hún í raun vera mjög flughrædd manneskja en eftir að hafa farið með börnin þrisvar sinnum til Tenerife þá sé hún orðin öllu vön. „Í sex tíma flugi þarftu alltaf að yfirvinna eitthvað. Einu sinni á leiðinni til Keflavíkur þá vorum við mjög nálægt því að lenda í mjög hörðum árekstri. Þannig að ég hef oft hugsað með mér að það eru í raun meiri líkur á að þú lendir í árekstri á leiðinni út á flugvöll en í flugslysi eins og orðatiltækið segir.“ Hún segist því í raun vera búin að yfirvinna flughræðsluna. „Eldri dóttir mín sendi mér voðalega sæt skilaboð eftir að ég hafði sagt henni frá eldingunni. Þar stóð „Ok, ekki gott. Þú kemur þá til með að búa í Danmörku eða koma heim með báti“,“ segir Kolbrún Hildur létt í bragði.Pollrólegur flugstjóri með bangsa í hönd Kolbrún Hildur og maður hennar mættu svo flugstjóranum í flugstöðinni. „Þar var hann með bangsa sem hann var að versla fyrir jólin. Hann var hinn allra rólegasti.“ Hún segist alls ekki kvíða fyrir heimferðinni. „Ef eitthvað svona gerist einu sinni á ári þá er ég búinn með minn skammt. Það væsir heldur ekkert um okkur hérna í Danmörku og ég kvíði því alls ekki fyrir ferðinni heim.“
Tengdar fréttir Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í morgun þegar hún var í aðflugi til Billund í Danmörku. 20. desember 2014 13:38 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í morgun þegar hún var í aðflugi til Billund í Danmörku. 20. desember 2014 13:38