"Hélt að vélin hefði orðið fyrir skoti“ Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2014 16:18 Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir var einn farþega vélarinnar, en um níu tíma seinkun varð á vélinni aftur til Íslands vegna atviksins. Vísir/Daníel Rúnarsson/Facebook „Það kom alveg svakaleg birta og lýsti öllu upp. Höggið kom fyrst og birtan með,“ segir Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir, sem var um borð í vél Icelandair sem varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund í Danmörku í gær. Kolbrún Hildur segist í samtali við Vísi halda að atvikið hafi átt sér stað um tuttugu mínútum fyrir lendingu. „Þetta var búið að vera mjög fínt flug en þarna kom eins einn stór hvellur. Ég hélt reyndar í fyrstu að vélin hefði orðið fyrir skoti. Svo datt okkur elding í hug þar sem kom þessi mikla birta. Ég fékk á tilfinninguna að eldingin hafi farið í hreyfilinn hægra megin.“ Hún segir að þrátt fyrir allt þá hafi fólkið um borð í vélinni verið mjög rólegt. „Það kom spurningamerki á fólkið sem fór að velta því fyrir sér hvað hafi gerst, hvað þetta hafi verið. Svo kom upp hugmyndin um eldingu. Maðurinn minn hélt að þetta hafi verið elding.“Allir voru komnir í beltinKolbrún Hildur segir að þar sem þetta hafi verið í aðflugi þá voru allir komnir í beltin og búnir gera sig klára. „Vélin lendir svo bara, hún á svo sem alveg að geta lent á einum hreyfli. Eftir það komu skilaboð frá flugstjóranum um að það hafi skollið elding á vélina, en að allt hafi verið í stakasta lagi. Fólk var merkilega rólegt.“ Að sögn Kolbrúnar Hildar segist hún í raun vera mjög flughrædd manneskja en eftir að hafa farið með börnin þrisvar sinnum til Tenerife þá sé hún orðin öllu vön. „Í sex tíma flugi þarftu alltaf að yfirvinna eitthvað. Einu sinni á leiðinni til Keflavíkur þá vorum við mjög nálægt því að lenda í mjög hörðum árekstri. Þannig að ég hef oft hugsað með mér að það eru í raun meiri líkur á að þú lendir í árekstri á leiðinni út á flugvöll en í flugslysi eins og orðatiltækið segir.“ Hún segist því í raun vera búin að yfirvinna flughræðsluna. „Eldri dóttir mín sendi mér voðalega sæt skilaboð eftir að ég hafði sagt henni frá eldingunni. Þar stóð „Ok, ekki gott. Þú kemur þá til með að búa í Danmörku eða koma heim með báti“,“ segir Kolbrún Hildur létt í bragði.Pollrólegur flugstjóri með bangsa í hönd Kolbrún Hildur og maður hennar mættu svo flugstjóranum í flugstöðinni. „Þar var hann með bangsa sem hann var að versla fyrir jólin. Hann var hinn allra rólegasti.“ Hún segist alls ekki kvíða fyrir heimferðinni. „Ef eitthvað svona gerist einu sinni á ári þá er ég búinn með minn skammt. Það væsir heldur ekkert um okkur hérna í Danmörku og ég kvíði því alls ekki fyrir ferðinni heim.“ Tengdar fréttir Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í morgun þegar hún var í aðflugi til Billund í Danmörku. 20. desember 2014 13:38 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
„Það kom alveg svakaleg birta og lýsti öllu upp. Höggið kom fyrst og birtan með,“ segir Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir, sem var um borð í vél Icelandair sem varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund í Danmörku í gær. Kolbrún Hildur segist í samtali við Vísi halda að atvikið hafi átt sér stað um tuttugu mínútum fyrir lendingu. „Þetta var búið að vera mjög fínt flug en þarna kom eins einn stór hvellur. Ég hélt reyndar í fyrstu að vélin hefði orðið fyrir skoti. Svo datt okkur elding í hug þar sem kom þessi mikla birta. Ég fékk á tilfinninguna að eldingin hafi farið í hreyfilinn hægra megin.“ Hún segir að þrátt fyrir allt þá hafi fólkið um borð í vélinni verið mjög rólegt. „Það kom spurningamerki á fólkið sem fór að velta því fyrir sér hvað hafi gerst, hvað þetta hafi verið. Svo kom upp hugmyndin um eldingu. Maðurinn minn hélt að þetta hafi verið elding.“Allir voru komnir í beltinKolbrún Hildur segir að þar sem þetta hafi verið í aðflugi þá voru allir komnir í beltin og búnir gera sig klára. „Vélin lendir svo bara, hún á svo sem alveg að geta lent á einum hreyfli. Eftir það komu skilaboð frá flugstjóranum um að það hafi skollið elding á vélina, en að allt hafi verið í stakasta lagi. Fólk var merkilega rólegt.“ Að sögn Kolbrúnar Hildar segist hún í raun vera mjög flughrædd manneskja en eftir að hafa farið með börnin þrisvar sinnum til Tenerife þá sé hún orðin öllu vön. „Í sex tíma flugi þarftu alltaf að yfirvinna eitthvað. Einu sinni á leiðinni til Keflavíkur þá vorum við mjög nálægt því að lenda í mjög hörðum árekstri. Þannig að ég hef oft hugsað með mér að það eru í raun meiri líkur á að þú lendir í árekstri á leiðinni út á flugvöll en í flugslysi eins og orðatiltækið segir.“ Hún segist því í raun vera búin að yfirvinna flughræðsluna. „Eldri dóttir mín sendi mér voðalega sæt skilaboð eftir að ég hafði sagt henni frá eldingunni. Þar stóð „Ok, ekki gott. Þú kemur þá til með að búa í Danmörku eða koma heim með báti“,“ segir Kolbrún Hildur létt í bragði.Pollrólegur flugstjóri með bangsa í hönd Kolbrún Hildur og maður hennar mættu svo flugstjóranum í flugstöðinni. „Þar var hann með bangsa sem hann var að versla fyrir jólin. Hann var hinn allra rólegasti.“ Hún segist alls ekki kvíða fyrir heimferðinni. „Ef eitthvað svona gerist einu sinni á ári þá er ég búinn með minn skammt. Það væsir heldur ekkert um okkur hérna í Danmörku og ég kvíði því alls ekki fyrir ferðinni heim.“
Tengdar fréttir Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í morgun þegar hún var í aðflugi til Billund í Danmörku. 20. desember 2014 13:38 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í morgun þegar hún var í aðflugi til Billund í Danmörku. 20. desember 2014 13:38