"Hélt að vélin hefði orðið fyrir skoti“ Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2014 16:18 Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir var einn farþega vélarinnar, en um níu tíma seinkun varð á vélinni aftur til Íslands vegna atviksins. Vísir/Daníel Rúnarsson/Facebook „Það kom alveg svakaleg birta og lýsti öllu upp. Höggið kom fyrst og birtan með,“ segir Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir, sem var um borð í vél Icelandair sem varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund í Danmörku í gær. Kolbrún Hildur segist í samtali við Vísi halda að atvikið hafi átt sér stað um tuttugu mínútum fyrir lendingu. „Þetta var búið að vera mjög fínt flug en þarna kom eins einn stór hvellur. Ég hélt reyndar í fyrstu að vélin hefði orðið fyrir skoti. Svo datt okkur elding í hug þar sem kom þessi mikla birta. Ég fékk á tilfinninguna að eldingin hafi farið í hreyfilinn hægra megin.“ Hún segir að þrátt fyrir allt þá hafi fólkið um borð í vélinni verið mjög rólegt. „Það kom spurningamerki á fólkið sem fór að velta því fyrir sér hvað hafi gerst, hvað þetta hafi verið. Svo kom upp hugmyndin um eldingu. Maðurinn minn hélt að þetta hafi verið elding.“Allir voru komnir í beltinKolbrún Hildur segir að þar sem þetta hafi verið í aðflugi þá voru allir komnir í beltin og búnir gera sig klára. „Vélin lendir svo bara, hún á svo sem alveg að geta lent á einum hreyfli. Eftir það komu skilaboð frá flugstjóranum um að það hafi skollið elding á vélina, en að allt hafi verið í stakasta lagi. Fólk var merkilega rólegt.“ Að sögn Kolbrúnar Hildar segist hún í raun vera mjög flughrædd manneskja en eftir að hafa farið með börnin þrisvar sinnum til Tenerife þá sé hún orðin öllu vön. „Í sex tíma flugi þarftu alltaf að yfirvinna eitthvað. Einu sinni á leiðinni til Keflavíkur þá vorum við mjög nálægt því að lenda í mjög hörðum árekstri. Þannig að ég hef oft hugsað með mér að það eru í raun meiri líkur á að þú lendir í árekstri á leiðinni út á flugvöll en í flugslysi eins og orðatiltækið segir.“ Hún segist því í raun vera búin að yfirvinna flughræðsluna. „Eldri dóttir mín sendi mér voðalega sæt skilaboð eftir að ég hafði sagt henni frá eldingunni. Þar stóð „Ok, ekki gott. Þú kemur þá til með að búa í Danmörku eða koma heim með báti“,“ segir Kolbrún Hildur létt í bragði.Pollrólegur flugstjóri með bangsa í hönd Kolbrún Hildur og maður hennar mættu svo flugstjóranum í flugstöðinni. „Þar var hann með bangsa sem hann var að versla fyrir jólin. Hann var hinn allra rólegasti.“ Hún segist alls ekki kvíða fyrir heimferðinni. „Ef eitthvað svona gerist einu sinni á ári þá er ég búinn með minn skammt. Það væsir heldur ekkert um okkur hérna í Danmörku og ég kvíði því alls ekki fyrir ferðinni heim.“ Tengdar fréttir Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í morgun þegar hún var í aðflugi til Billund í Danmörku. 20. desember 2014 13:38 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Það kom alveg svakaleg birta og lýsti öllu upp. Höggið kom fyrst og birtan með,“ segir Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir, sem var um borð í vél Icelandair sem varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund í Danmörku í gær. Kolbrún Hildur segist í samtali við Vísi halda að atvikið hafi átt sér stað um tuttugu mínútum fyrir lendingu. „Þetta var búið að vera mjög fínt flug en þarna kom eins einn stór hvellur. Ég hélt reyndar í fyrstu að vélin hefði orðið fyrir skoti. Svo datt okkur elding í hug þar sem kom þessi mikla birta. Ég fékk á tilfinninguna að eldingin hafi farið í hreyfilinn hægra megin.“ Hún segir að þrátt fyrir allt þá hafi fólkið um borð í vélinni verið mjög rólegt. „Það kom spurningamerki á fólkið sem fór að velta því fyrir sér hvað hafi gerst, hvað þetta hafi verið. Svo kom upp hugmyndin um eldingu. Maðurinn minn hélt að þetta hafi verið elding.“Allir voru komnir í beltinKolbrún Hildur segir að þar sem þetta hafi verið í aðflugi þá voru allir komnir í beltin og búnir gera sig klára. „Vélin lendir svo bara, hún á svo sem alveg að geta lent á einum hreyfli. Eftir það komu skilaboð frá flugstjóranum um að það hafi skollið elding á vélina, en að allt hafi verið í stakasta lagi. Fólk var merkilega rólegt.“ Að sögn Kolbrúnar Hildar segist hún í raun vera mjög flughrædd manneskja en eftir að hafa farið með börnin þrisvar sinnum til Tenerife þá sé hún orðin öllu vön. „Í sex tíma flugi þarftu alltaf að yfirvinna eitthvað. Einu sinni á leiðinni til Keflavíkur þá vorum við mjög nálægt því að lenda í mjög hörðum árekstri. Þannig að ég hef oft hugsað með mér að það eru í raun meiri líkur á að þú lendir í árekstri á leiðinni út á flugvöll en í flugslysi eins og orðatiltækið segir.“ Hún segist því í raun vera búin að yfirvinna flughræðsluna. „Eldri dóttir mín sendi mér voðalega sæt skilaboð eftir að ég hafði sagt henni frá eldingunni. Þar stóð „Ok, ekki gott. Þú kemur þá til með að búa í Danmörku eða koma heim með báti“,“ segir Kolbrún Hildur létt í bragði.Pollrólegur flugstjóri með bangsa í hönd Kolbrún Hildur og maður hennar mættu svo flugstjóranum í flugstöðinni. „Þar var hann með bangsa sem hann var að versla fyrir jólin. Hann var hinn allra rólegasti.“ Hún segist alls ekki kvíða fyrir heimferðinni. „Ef eitthvað svona gerist einu sinni á ári þá er ég búinn með minn skammt. Það væsir heldur ekkert um okkur hérna í Danmörku og ég kvíði því alls ekki fyrir ferðinni heim.“
Tengdar fréttir Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í morgun þegar hún var í aðflugi til Billund í Danmörku. 20. desember 2014 13:38 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í morgun þegar hún var í aðflugi til Billund í Danmörku. 20. desember 2014 13:38
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði