„Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. mars 2016 19:26 Páll Matthíasson vísir/gva „Það er rétt að ítreka það að þörf Landspítala fyrir nýjan spítala er gríðarleg og ekkert má stöðva þá uppbyggingu sem hafin er. Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í forstjórapistli á heimasíðu spítalans. Gripið var til þess ráðs í dag af stjórnendum bráðamóttöku að útbúa sjúkrarými í bílageymslu bráðamóttökunnar. Starfsfólk spítalans æfði móttöku sjúklinga í geymslunni ef ske kynni að fólk þyrfti að dveljast þar um helgina. Geymslan er þannig að hægt er, með litlum fyrirvara, að útbúa hana sem sjúkrarými en er það hugsað sem algert neyðarúrræði. „Við þessar aðstæður er algerlega óþolandi að heyra enn úrtöluraddir um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Hér er alvörumál á ferðinni sem snýst um öryggismál allra landsmanna.“ Í dag viðraði Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, hugmyndir um að nýr Landspítali myndi rísa á Vífilsstöðum. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lýsti því yfir að stjórnvöld ættu að bregðast við tilboðinu. „Eftir 15 ára yfirlegu hefur staðsetning spítalans verið ákveðin og þeir sem kjósa að hleypa þessu máli upp nú þegar framkvæmdir eru hafnar og málinu hefur verið siglt í höfn verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni. Hver einasti dagur sem uppbyggingin tefst, fyrir atbeina aðila með afar takmarkað vit á rekstri eða uppbyggingu háskólasjúkrahúss er alvörumál,“ skrifar Páll. Páll bendir á að því hafi verið haldið fram að mörg ár séu eftir af hönnunarvinnu en hið rétta sé að slíkri vinnu muni ljúka eftir rétt rúm tvö ár. Hann telur einnig að ef í uppbyggingu á Vífilstöðum yrði farið yrði spítalinn rekinn á þremur stöðum langt fram eftir þessari öld. Þá væri staðsetningin á Vífilsstöðum afleit staðsetning fyrir starfsmenn. „Það er líka rétt að segja það skýrt að háskólasjúkrahús sem þarf að vera í nánu samstarfi við háskólana verður ekki starfrækt með tölvupóstum, símhringingum og rápi um þvert höfuðborgarsvæðið. Landspítali er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem verið er að byggja í nágrenni Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og öflugra þekkingarfyrirtækja eins og Íslenskrar erfðagreiningar og Alvogen.“ Pistil Páls í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 Ráðherra steypir fyrstu steypu vegna byggingar sjúkrahótels Hótelið verður tekið í notkun árið 2017. 18. febrúar 2016 13:13 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
„Það er rétt að ítreka það að þörf Landspítala fyrir nýjan spítala er gríðarleg og ekkert má stöðva þá uppbyggingu sem hafin er. Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í forstjórapistli á heimasíðu spítalans. Gripið var til þess ráðs í dag af stjórnendum bráðamóttöku að útbúa sjúkrarými í bílageymslu bráðamóttökunnar. Starfsfólk spítalans æfði móttöku sjúklinga í geymslunni ef ske kynni að fólk þyrfti að dveljast þar um helgina. Geymslan er þannig að hægt er, með litlum fyrirvara, að útbúa hana sem sjúkrarými en er það hugsað sem algert neyðarúrræði. „Við þessar aðstæður er algerlega óþolandi að heyra enn úrtöluraddir um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Hér er alvörumál á ferðinni sem snýst um öryggismál allra landsmanna.“ Í dag viðraði Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, hugmyndir um að nýr Landspítali myndi rísa á Vífilsstöðum. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lýsti því yfir að stjórnvöld ættu að bregðast við tilboðinu. „Eftir 15 ára yfirlegu hefur staðsetning spítalans verið ákveðin og þeir sem kjósa að hleypa þessu máli upp nú þegar framkvæmdir eru hafnar og málinu hefur verið siglt í höfn verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni. Hver einasti dagur sem uppbyggingin tefst, fyrir atbeina aðila með afar takmarkað vit á rekstri eða uppbyggingu háskólasjúkrahúss er alvörumál,“ skrifar Páll. Páll bendir á að því hafi verið haldið fram að mörg ár séu eftir af hönnunarvinnu en hið rétta sé að slíkri vinnu muni ljúka eftir rétt rúm tvö ár. Hann telur einnig að ef í uppbyggingu á Vífilstöðum yrði farið yrði spítalinn rekinn á þremur stöðum langt fram eftir þessari öld. Þá væri staðsetningin á Vífilsstöðum afleit staðsetning fyrir starfsmenn. „Það er líka rétt að segja það skýrt að háskólasjúkrahús sem þarf að vera í nánu samstarfi við háskólana verður ekki starfrækt með tölvupóstum, símhringingum og rápi um þvert höfuðborgarsvæðið. Landspítali er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem verið er að byggja í nágrenni Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og öflugra þekkingarfyrirtækja eins og Íslenskrar erfðagreiningar og Alvogen.“ Pistil Páls í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 Ráðherra steypir fyrstu steypu vegna byggingar sjúkrahótels Hótelið verður tekið í notkun árið 2017. 18. febrúar 2016 13:13 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39
Ráðherra steypir fyrstu steypu vegna byggingar sjúkrahótels Hótelið verður tekið í notkun árið 2017. 18. febrúar 2016 13:13