Innlent

"Hafa þessir menn enga siðferðiskennd?“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
"Getur verið að laxveiðispillingartíminn sé að renna upp aftur?“
"Getur verið að laxveiðispillingartíminn sé að renna upp aftur?“
„Þetta er ótrúlegt! Getur verið að laxveiðispillingartíminn sé að renna upp aftur? Hafa þessir menn enga siðferðiskennd?“ Þetta skrifar Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, sem virðist ekki par sátt með ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að þiggja boð í laxveiði.

Eins og greint var frá í gær verða þeir Sigmundur og Bjarni viðstaddir opnun Norðurár, sem er ein dýrasta laxveiðiá landsins, á morgun.

„Og ég spyr, hafa þeir numið úr gildi Siðareglur fyrir ríkisstjórn Íslands sem sett var af ríkisstjórn minni þar sem svona sukk var bannað?,“ skrifar Jóhanna jafnframt og vitnar þar með í siðareglur ráðherra, þar sem segir meðal annars:

„Ráðherra þiggur að jafnaði ekki boðsferðir af einkaaðilum nema opinberar embættisskyldur séu hluti af dagskrá ferðarinnar.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×