„Hættulegt“ að þvinga lífeyrissjóðina út Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2017 14:18 Þórey S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða, og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Valli/Eyþór Þau Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórey S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða mættu í Víglínuna og ræddu stöðu lífeyrissjóða. Þá sérstaklega með tilliti til gjaldeyrishafta og til stærðar sjóðanna í íslensku atvinnulífi. Óli Björn var með sérstaka umræðu um lífeyrissjóðina á þinginu í vikunni, en hann segir það skipta Íslendinga verulega miklu máli að þeim takist vel til. Honum finnst lífeyrissjóðirnir vera orðnir of stórir í atvinnulífinu. „Það er varla til sú hugmynd í fjárfestingarverkefnum, öðruvísi en að það sé bent á lífeyrissjóðina. Það skiptir ekki máli hvort að það eru bankar til sölu, eða fara eigi í innviðafjárfestingu eða hvað sem er. Það endar allt á lífeyrissjóðunum vegna þess að það er auðvitað þar sem að mestu fjármunirnir eru til staðar.“ Hann telur það óheppilegt að lífeyrissjóðirnir séu jafn umfangsmiklir í íslensku atvinnulífi eins og þeir eru. Skýringin á því sé að þeir hafi ekki haft marga möguleika til að ávaxta peninga sína vegna fjármagnshöftunum. Óli Björn vill sjá lífeyrissjóðina taka ákveðin skref í fjárfestingum erlendis. Þórey segir sjóðina vera stóra og öfluga og að Íslendingar geti verið stoltir af kerfinu. Hún segir það það að umræða og umgjörð í kringum kerfið sé góð og vönduð skipta mjög miklu máli. Hún þurfi einnig að vera yfirveguð. Hagsmunir þjóðfélagsins og lífeyrissjóðanna fari svolítið saman. „Lífeyrissjóðirnir voru náttúrulega búnir að vera lengi í höftum. Það er gríðarlega mikilvægt til lengri tíma litið að sjóðir dreifi ávöxtun og að fara út með fjármagn í því fellst áhættudreifing. Sjóðirnir voru mjög heftir á Íslandi og þurftu eingöngu að fjárfesta hér og leita eftir fjárfestarkostum,“ sagði Þórey. Hún segist telja hættulegt að þrýsta á lífeyrissjóðina til að fjárfesta meira erlendis. Hagsmunir lífeyrissjóðina og almennings felist í stöðugleika. Víglínuna má sjá hér að neðan, en Óli og Þórey eru fyrstu gestir Heimis Más Péturssonar. Víglínan Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Þau Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórey S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða mættu í Víglínuna og ræddu stöðu lífeyrissjóða. Þá sérstaklega með tilliti til gjaldeyrishafta og til stærðar sjóðanna í íslensku atvinnulífi. Óli Björn var með sérstaka umræðu um lífeyrissjóðina á þinginu í vikunni, en hann segir það skipta Íslendinga verulega miklu máli að þeim takist vel til. Honum finnst lífeyrissjóðirnir vera orðnir of stórir í atvinnulífinu. „Það er varla til sú hugmynd í fjárfestingarverkefnum, öðruvísi en að það sé bent á lífeyrissjóðina. Það skiptir ekki máli hvort að það eru bankar til sölu, eða fara eigi í innviðafjárfestingu eða hvað sem er. Það endar allt á lífeyrissjóðunum vegna þess að það er auðvitað þar sem að mestu fjármunirnir eru til staðar.“ Hann telur það óheppilegt að lífeyrissjóðirnir séu jafn umfangsmiklir í íslensku atvinnulífi eins og þeir eru. Skýringin á því sé að þeir hafi ekki haft marga möguleika til að ávaxta peninga sína vegna fjármagnshöftunum. Óli Björn vill sjá lífeyrissjóðina taka ákveðin skref í fjárfestingum erlendis. Þórey segir sjóðina vera stóra og öfluga og að Íslendingar geti verið stoltir af kerfinu. Hún segir það það að umræða og umgjörð í kringum kerfið sé góð og vönduð skipta mjög miklu máli. Hún þurfi einnig að vera yfirveguð. Hagsmunir þjóðfélagsins og lífeyrissjóðanna fari svolítið saman. „Lífeyrissjóðirnir voru náttúrulega búnir að vera lengi í höftum. Það er gríðarlega mikilvægt til lengri tíma litið að sjóðir dreifi ávöxtun og að fara út með fjármagn í því fellst áhættudreifing. Sjóðirnir voru mjög heftir á Íslandi og þurftu eingöngu að fjárfesta hér og leita eftir fjárfestarkostum,“ sagði Þórey. Hún segist telja hættulegt að þrýsta á lífeyrissjóðina til að fjárfesta meira erlendis. Hagsmunir lífeyrissjóðina og almennings felist í stöðugleika. Víglínuna má sjá hér að neðan, en Óli og Þórey eru fyrstu gestir Heimis Más Péturssonar.
Víglínan Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira