Innlent

„Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson.
Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Þorbjörn Þórðarson
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Það orki jafnvel tvímælis.

Guðni vísar til þess að árið 1952, þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru við völd líkt og nú, buðu fram eigið forsetaefni – séra Bjarna Jónsson. Árið 1968 hafi Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra stutt Gunnar Thoroddsen í forsetakjöri. Gunnar Thoroddsen hafi svo, þegar hann var forsætisráðherra, stutt Albert Guðmundsson.

„Þannig að þetta var við hæfi þá en hefur ekki verið núna. Kannski má taka eitt úr þessari sögu að forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað,“ sagði Guðni í Íslandi í dag í kvöld, en Sigurður Ingi sagðist í dag fagna því að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætli að sækjast eftir endurkjöri. Ólafur hafi reynst þjóðinni öflugur þjónn.

Guðni var jafnframt spurður út í eigið framboð, en hann hefur legið undir feldi í nokkurn tíma. „Mér finnst ég ekki þurfa að segja af eða á núna í kvöld en það þarf mikið að gerast til þess að ég bjóði mig fram gegn sitjandi forseta.“

Horfa má á viðtalið við Guðna og Andra Snæ Magnason í spilaranum hér fyrir neðan.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×