Innlent

„Forsætisráðherra verður strax að segja af sér og ríkisstjórnin öll að fara frá“

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir segir forsætisráðherra skulda þjóð sinni að fara frá strax og koma í veg fyrir uppreisn í samfélaginu.
Jóhanna Sigurðardóttir segir forsætisráðherra skulda þjóð sinni að fara frá strax og koma í veg fyrir uppreisn í samfélaginu. vísir/gva
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að forsætisráðherra verði strax að segja af sér og ríkisstjórnin öll að fara frá.

Í Facebook færslu hennar segir hún að það sé ekki bara trúverðugleiki þjóðarinnar gagnvart alþjóðasamfélaginu sem sé í húfi - heldur muni þjóðin aldrei líða það sem ráðamenn hafa orðið uppvísir að. Það hafi myndast algjör trúnaðarbrestur milli ríkisstjórnarinnar og fólksins í landinu. Uppþot og reiði í samfélaginu verði ekki minni nú en í hruninu.

Jafnframt segir Jóhanna að samfélagið vilji ekki hafa forsætisráðherra sem það þurfi að skammast sín fyrir, forsætisráðherra sem uppvís hefur orðið að blekkingum og óheiðarleika, forsætisráðherra sem lýst hafi vantrausti á gjaldmiðilinn og íslenskt efnahagsumhverfi með því að fela fjármagn sitt í skattaskjóli, forsætisráðherra sem virðist ekki skilja hvað siðferði er og vilji fá sjálfur að setja sér sínar eigin siðareglur, sem nú sé settur í hóp með siðspilltum valdamönnum í heiminum. Forsætisráðherra skuldi þjóð sinni að fara frá strax og koma í veg fyrir uppreisn í samfélaginu.

Forsætisráðherra verður strax að segja af sér og ríkisstjórnin öll að fara frá. Það er ekki bara trúverðugleiki þjóð...

Posted by Jóhanna Sigurðardóttir on Sunday, 3 April 2016

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×