„Fólk sem vildi aðstoða en var í raun að gera illt verra“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. febrúar 2016 21:00 Kettirnir þrír voru illa farnir. mynd/villikettirnir „Það sem gerðist þarna er að einhverjir góðhjartaðir, sem vildu innilega hjálpa, misstu það úr böndunum,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir stjórnarmeðlimur í félaginu Villikettir. Í gær kom manneskja, sem er viðriðin félagið, með þrjá kettlinga til þeirra sem voru afar illa farnir. Kettlingarnir höfðu verið í ömurlegum aðstæðum og margir saman í litlum búrum. Þau voru útötuð í saur og hlutar af þeim brunnir vegna úrgangsins. Tveir þeirra eru með alvarlegar augnsýkingar og munu aldrei fá fulla sjón á nýjan leik. Sem stendur er leitað að góðhjörtuðum einstaklingum sem geta tekið kettina að sér þegar þeir hafa náð sér. Tveir þeirra munu aldrei geta verið útikettir sökum þess hve illa þeir sjá.Tveir kattanna hafa tapað hluta af sjón sinni. Feldur eins þeirra var síðan svo illa farinn af saur að raka þurfti hann af.mynd/villikettir„Sá sem kom með kettina til okkar hafði rekist á þá á förnum vegi hjá fólki sem hafði tekið villiketti að sér og vildi hjálpa en var í raun að gera illt verra. Allt of margir kettir voru saman í litlum búrum sem eru í raun hönnuð fyrir einstaklinga eða í versta falli tvo kettlinga. Það var þriðji aðili sem kom með kettina til okkar svo við gætum hlúð að þeim,“ segir Arndís. Villikettir eru samtök sem voru stofnuð árið 2013 en markmið þeirra er að koma villiköttum til aðstoðar. Sjálfboðaliðar samtakanna fara á svæði þar sem villikettir halda sig til, gefa þeim æti, reyna að handsama þá og gelda. „Málið er að ef þú færð meindýraeyði til að lóga þeim þá koma bara nýir kettir í staðinn. Með því að vana þá þá halda þeir sínu svæði en ná ekki að fjölga sér,“ segir Olga Perla Nielsen sem er formaður samtakanna. Hún áætlar að frá stofnun samtakanna hafi þau aðstoðað rúmlega tvö hundruð ketti. Margir þeirra hafa verið sjúkir og haft það slæmt en þeim hefur verið hjúkrað. Þrír kettir voru svo aðframkomnir að þeim var lógað. „Það er allt of mikið um það að fólk taki ekki ábyrgð á dýrunum sínum. Það eru ákveðin svæði þar sem marga villiketti er að finna og við reynum að aðstoða þá og koma í veg fyrir að þeir fjölgi sér,“ segir Arndís. Starfið er sjálfboðastarf og þeir sem hafa áhuga á aðstoða geta haft samband við stjórnendur. Starfsmönnum Matvælastofnunar hefur verið gert viðvart um aðbúnaðinn á heimilinu þar sem kettlingarnir þrír dvöldu. Ekki er vitað hve marga ketti er þar að finna.Kisukrúttin eru öll að koma til, missmeyk en strákarnir Tobbi og Jón Páll elska klappið og byrjuðu að mala í dag. Lögð...Posted by Villikettir on Sunday, 14 February 2016 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Sjá meira
„Það sem gerðist þarna er að einhverjir góðhjartaðir, sem vildu innilega hjálpa, misstu það úr böndunum,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir stjórnarmeðlimur í félaginu Villikettir. Í gær kom manneskja, sem er viðriðin félagið, með þrjá kettlinga til þeirra sem voru afar illa farnir. Kettlingarnir höfðu verið í ömurlegum aðstæðum og margir saman í litlum búrum. Þau voru útötuð í saur og hlutar af þeim brunnir vegna úrgangsins. Tveir þeirra eru með alvarlegar augnsýkingar og munu aldrei fá fulla sjón á nýjan leik. Sem stendur er leitað að góðhjörtuðum einstaklingum sem geta tekið kettina að sér þegar þeir hafa náð sér. Tveir þeirra munu aldrei geta verið útikettir sökum þess hve illa þeir sjá.Tveir kattanna hafa tapað hluta af sjón sinni. Feldur eins þeirra var síðan svo illa farinn af saur að raka þurfti hann af.mynd/villikettir„Sá sem kom með kettina til okkar hafði rekist á þá á förnum vegi hjá fólki sem hafði tekið villiketti að sér og vildi hjálpa en var í raun að gera illt verra. Allt of margir kettir voru saman í litlum búrum sem eru í raun hönnuð fyrir einstaklinga eða í versta falli tvo kettlinga. Það var þriðji aðili sem kom með kettina til okkar svo við gætum hlúð að þeim,“ segir Arndís. Villikettir eru samtök sem voru stofnuð árið 2013 en markmið þeirra er að koma villiköttum til aðstoðar. Sjálfboðaliðar samtakanna fara á svæði þar sem villikettir halda sig til, gefa þeim æti, reyna að handsama þá og gelda. „Málið er að ef þú færð meindýraeyði til að lóga þeim þá koma bara nýir kettir í staðinn. Með því að vana þá þá halda þeir sínu svæði en ná ekki að fjölga sér,“ segir Olga Perla Nielsen sem er formaður samtakanna. Hún áætlar að frá stofnun samtakanna hafi þau aðstoðað rúmlega tvö hundruð ketti. Margir þeirra hafa verið sjúkir og haft það slæmt en þeim hefur verið hjúkrað. Þrír kettir voru svo aðframkomnir að þeim var lógað. „Það er allt of mikið um það að fólk taki ekki ábyrgð á dýrunum sínum. Það eru ákveðin svæði þar sem marga villiketti er að finna og við reynum að aðstoða þá og koma í veg fyrir að þeir fjölgi sér,“ segir Arndís. Starfið er sjálfboðastarf og þeir sem hafa áhuga á aðstoða geta haft samband við stjórnendur. Starfsmönnum Matvælastofnunar hefur verið gert viðvart um aðbúnaðinn á heimilinu þar sem kettlingarnir þrír dvöldu. Ekki er vitað hve marga ketti er þar að finna.Kisukrúttin eru öll að koma til, missmeyk en strákarnir Tobbi og Jón Páll elska klappið og byrjuðu að mala í dag. Lögð...Posted by Villikettir on Sunday, 14 February 2016
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Sjá meira